Naglinn deddar rör

Naglinn og hösbandið fóru á sýninguna Verk og vit í Laugardalshöllinni um helgina. Sem er ekki í frásögur færandi nema..... að þar var Loftorka með bás og þar stóð aðalfyrirsætan þeirra, Magnús Ver. Hann var að kynna getraunaleik sem gekk út á að giska á þyngd á steypuröri sem stillt var upp á básnum. Til þess að fá eitthvað viðmið um þyngdina tók Naglinn sig til og deddaði rörið. Magnús Ver hefur greinilega ekki búist við því að lufsan reyndi að lyfta steinsteypuröri í háhæluðum skóm og kjól, því hann sagði: "Ja hérna, djö&%#. ertu sterk. Það hefur engin kona lyft þessu röri." Eins og þið getið ímyndað ykkur þótti Naglanum ekki leiðinlegt að heyra þetta. Nú verður spennandi að vita hvað rörið er þungt í raun og veru en Naglinn giskaði á 65 kg.

Hvað er hreint mataræði?

 

Hvað er hreint mataræði?

Það er mjög einfalt í rauninni.  Kjarninn í hreinu mataræði er að neyta matar í sínu upprunalega ástandi, eða nálægt því.  Hreint mataræði er ekki megrun, heldur lífsstíll og leiðir til heilsu, vellíðan og fituminni líkama.    Þessi lífsstíll felur í sér val okkar á mat og hvernig við matreiðum hann.  Það er mun auðveldara að tileinka sér hreint mataræði en að fylgja megrunarkúrum þar sem hinum og þessum fæðuflokkum er sleppt og mataræðið er klippt og skorið.

Hér að neðan eru talin upp nokkur atriði sem mynda undirstöður í hreinu mataræði.

 

Litríkir ávextir og grænmeti:  Því litríkari, því ríkari af vítamínum og andoxunarefnum.  Haltu lönguninni í sætindi í skefjum með ferskum ávöxtum og grænmeti.  Allt grænmeti og margir ávextir eru flókin kolvetni.  

 

vegetables1

 

Heil grjón:  Einnig flókin kolvetni.  Líkaminn vinnur hægt úr þessum afurðum, sem þýðir að það tekur lengri tíma að melta þau.  Þess vegna helst insúlín magnið stöðugt sem aftur heldur líkamsfitunni í skefjum. 

 

Magurt prótín:  Magrir prótíngjafar auka brennsluna um næstum 30%.  Þau metta okkur meira en kolvetni, og því erum við södd lengur eftir máltíð sem inniheldur prótín ásamt kolvetnum, en ef við borðum eingöngu kolvetni.  Bestu prótíngjafarnir eru kjúklingabringa án skinns, fiskur, eggjahvítur, kalkúnn, nautakjöt, hreindýrakjöt, magrar mjólkurvörur.

kjúklingabringur

 

Vatn:  Með því að drekka nóg af vatni daglega skolum við burt eiturefnum úr líkamanum og hjálpum honum að nýta góða "stöffið".

 

Forðumst:

Unnar matvörur

Hvítt hveiti og sykur

Mettaða fitu og transfitu

Allt djúpsteikt

Sykraða gosdrykki og ávaxtasafa

 

deep fried chicken

 


Úldinn Nagli

Átti miður skemmtilegt móment í ræktinni í morgun. 

Eftir að hafa djöflast á staurunum í beygjum, deddi, hacki og tilheyrandi hamagangi var planið að taka 20 mín brennslu. 

Kjellingin fer að krönunum í Laugum til að væta elektróðurnar á sínum heittelskaða púlsmæli en krafturinn í krananum bleytti allt draslið, þar á meðal strappann sem fer utan um bakið svo hann varð rennblautur.  Við það gaus upp þessi líka viðbjóðslegi fnykur, við erum ekki að tala um neina venjulega svitalykt, nei nei.  Við erum að tala um að rauða málningin á veggjum World Class flagnaði og nærstaddir féllu í ómegin.  Prófið að vera í sömu sokkunum í viku, bleyta þá svo, setja á ofninn í nokkra daga og þið eruð sirka nálægt óbjóðnum sem mætti mér í morgun.  Mánaðargömul grásleppa lyktar betur.  Það hafði greinilega farist fyrir hjá Naglanum að undanförnu að þvo strappann á púlsmælinum.  
Ekki frá því að hafa bara komist í smá vímu þarna eitt augnablik.  

En nú voru góð ráð dýr.
Ekki var hægt að sleppa brennslunni enda "operation 10 days" í fullum gangi. 
Ekki er heldur hægt að brenna án púlsmælis, það er eins og að tannbursta sig með engu tannkremi. 

Niðurstaðan varð sú að láta sig bara hafa það og vona að aðrir gestir stöðvarinnar þennan fimmtudagsmorgun aprílmánaðar væru allir með kvef, eða svo helköttaðir að þeir þyrftu ekkert að brenna.  Naglinn klifraði upp á þrekstiga þar sem nærliggjandi stigar voru auðir. Naglinn vonaði heitt og innilega að enginn myndi koma á stigana sitt hvoru megin við í þessar aumu 20 mínútur. 
Nei, Naglanum varð ekki að ósk sinni, og ekki virtist liðið vera með kvef heldur. 
Fjórir.... já fjórir aðilar komu á stigana tvo sem stóðu lausir sitt hvoru megin við, og hver einn og einasti tróð marvaðann í innan við eina mínútu áður en þeir hættu skyndilega og færðu sig á aðra stiga. 

Við skulum ekki ræða hvað þetta fólk hefur hugsað um Naglann:  "Skítakleprapakk sem ekki baðar sig"

Já þetta var ekki besta móment Naglans, og 20 mínútur hafa aldrei liðið eins hægt.


Lítill skurður...bara pínulítill

Naglinn er í átaki.

Eftir rúma viku eru Naglinn og hösbandið að fara í afmælisbrjálæði á erlendri grund, nánar tiltekið í fyrrum höfuðborg heimsins Lundúnum. 

Naglinn keypti sér reyndar nýjan kjól fyrir veisluna, sem er sérstaklega víður frá brjóstum niður á hné, felur akkúrat þau 70% af líkamanum sem eru ekki fyrir börn og viðkvæma.  

Rassinn og bumban eru komin út fyrir öll velsæmismörk, það er dýrt að borga fyrir tvö sæti í flugvél, og það er ekki gaman að afmælisgestir uppnefni mann Heffalump eftir veisluna. 

heffalump

Þess vegna byrjaði Naglinn í míní - skurði á mánudaginn.  Það er auðvitað ekki hægt að gera nein kraftaverk á 10 dögum, en vonandi losnar aðeins um vömbina og að eitthvað af lýsinu leki. 

Svo nú er kellingin búin að hreinsa til í mataræðinu, kötta aðeins á kolvetnin og bæta í cardio-ið.  Vonandi skilar þetta einhverjum árangri.

Svona stuttur skurður ætti ekki að hafa mikil áhrif á vöðvauppbyggingarferlið, en planið er að hoppa aftur í það prógramm um leið og gleðinni í Lundúnaborg lýkur. 


Gamla góða Lýsið

Lýsi er líklega það bætiefni sem mest er neytt af á Íslandi.  Að meðaltali tekur hver Íslendingur um 3 desilítra af lýsi á ári og er það langmesta neysla í heiminum. 

lýsi

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lýsis gagnvart hinum ýmsu sjúkdómum, og þar hafa Omega - 3 fitusýrurnar verið í aðalhlutverki.  Árið 1970 fóru danskir læknar að skoða eskimóa á Grænlandi, en lengi hafði verið vitað að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma væri mun lægri hjá Grænlendingum borið saman við t.d Dani, þrátt fyrir mikla fituneyslu.  Það kom í ljós við rannsókn á mataræði eskimóanna að þeir neyttu mikillar fiskifitu.  Athygli Dananna beindist fljótlega að Omega - 3 fitusýrunum í fiskifitunni, og þá helst DHA og EPA sem eru ómettaðar fitusýrur.  Rannsóknir á DHA og EPA hafa leitt margt merkilegt í ljós. 

Flestir vísindamenn eru farnir að hallast að ótvíræðum jákvæðum áhrifum lýsisneyslu á hjarta- og æðasjúkdóma.  Annars vegar getur lýsi haft jákvæð áhrif á samsetningu blóðfitunnar með því að lækka hlutfall tríglýseríðs og kólesteróls í blóði og dregið þannig úr æðakölkun.  Hinsvegar hefur lýsi áhrif á prostaglandínframleiðsluna og þannig um leið á storknunareiginleika blóðsins. 

Allt frá 18. öld hefur lýsi verið gefið við liðagigt með góðum árangri.  Lýsi virðist hægja á framgangi og einkennum liðagigtar en læknar ekki sjúkdóminn.  Omega - 3 fitusýrur breyta hlutfalli prostaglandína í líkamanum þannig að minna myndast af bólgumyndandi prostaglandínum. 

Lýsi dregur einnig úr einkennum á IgA nephropathy, sem er algengur nýrnasjúkdómur. 
Nýlegar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að regluleg neysla lýsis lækkar blóðþrýsting hjá fólki með of háan blóðþrýsting. 

Hákarlalýsi hefur verið töluvert notað á Norðurlöndum til að hraða græðslu sára og styrkja ónæmiskerfið og þar með draga úr hættunni á alls kyns sýkingum.  Í hákarlalýsi er mikið af svokölluðum alkoxýglýserólum, en þau hafa verið notuð sem hjálparmeðferð við geislameðferð til að draga úr hliðarverkunum hennar, svo sem vefjaskemmdum.

hákarl

 

Auk Omega-3 fitusýranna inniheldur lýsi bæði A- og D- vítamín.  Ekki þarf að hafa áhyggjur af of stórum skömmtum af lýsi hjá fullorðnum en komið hafa fram D-vítamín eitrunareinkenni hjá börnum sem hafa fengið AD-vítamíndropa og lýsi samtímis.

 

Nýlega hafa einnig komið fram rannsóknir sem sýna að 2,000 - 4,000 mg af EPA og DHA á dag, hvort sem er úr fiski eða með bætiefnum, getur bætt árangur í íþróttum.  Bætingar bæði í styrk og þoli hafa einnig komið fram í rannsóknum.  Hjá þeim íþróttamönnum sem prófaðir voru komu bætingar fram í auknum þyngdum í bekkpressu, meiri stökkkrafti í hástökki og langstökki, bættum hlaupatíma og minni bólgum í vöðvum.

Rannsakendur geta sér til um að þessar bætingar í íþróttum megi rekja til jákvæðra eiginleika EPA og DHA.  Þessir eiginleikar eru m. a framleiðsla vaxtarhormóna, bólgueyðandi virkni, aukin súrefnisupptaka, betri insúlínviðbrögð í frumuhimnum og blóðþynnandi áhrif.  Einnig hefur regluleg neysla EPA og DHA áhrif á að súrefni og næring flyst fyrr til vöðva og stuðla þannig að því að líkaminn þarf styttri tíma til að jafna sig eftir erfiðar lotur af æfingum.

 

 

Skilnaðar-Barbie

 

Faðir er á leið heim úr vinnu þegar hann man skyndilega að dóttir hans á afmæli. 

Hann kemur við í dótabúð og spyr sölumanninn:  "Hvað kostar Barbie- dúkkan sem er í glugganum?"

"Hverja áttu við?" spyr sölumaðurinn.  "Við erum með Leikfimis-Barbie á 1200 kr, Stranda- Barbie á 1200kr, Diskó - Barbie á 1200 kr, Geimfara-Barbie á 1200 kr, Hjólaskauta - Barbie á 1200 kr og Skilnaðar - Barbie á 15.900 kr.

" Ha?? Af hverju er Skilnaðar Barbie á 15.900 kr en hinar allar á 1200 kr??" spyr faðirinn.

Pirraður sölumaðurinn andvarpar og svarar: " Herra minn... Skilnaðar - Barbie kemur með húsinu hans Ken, bílnum hans Ken, húsgögnunum hans Ken, bátnum hans Ken, tölvunni hans Ken, einum vini hans Ken, og lyklakippu sem er búin til úr eistunum hans Ken".

 

 


The liver is evil and must be punished

Naglinn refsaði lifrinni um helgina og líður ennþá eins og ég hafi lent undir valtara. 

Man núna af hverju ég drekk svona sjaldan.... þynnka er verkfæri djöfulsins. 

Lít út eins og dauðinn í dag. 

Þurfti að fara í jogging buxum í vinnuna, gat ekki verið í neinu sem þrengdi að.

Líkar ekki við sjálfa mig í þessu ástandi.  Þetta er ekki sú manneskja sem Naglinn vill vera, Naglinn er heilsusamleg fitness spíra, en ekki róni og pakk sem liggur á sínu græna heilan sunnudag.

Það verður langt í næsta skrall Naglans get ég sagt ykkur.  

 


Sperrur í staurunum

sexy legs

 

Sjæse... tók hrikalega á fótunum í gær og núna eru harðsperrur frá helvíti í staurunum.  Þarf að halda í vaskbrúnina og láta mig síga hægt og rólega niður á klósettsetuna til að pissa, að labba niður stiga fær tárin til að spretta fram og það eru gríðarleg átök að klæða sig í sokkabuxur (já fór í kjól í vinnuna, vömbin og rassinn eru orðin of stór fyrir brækurnar í skápnum Blush). 

 Hnébeygjur (ass to grass):  65 kg x 10 reps, 65kg x 10 reps, 70 x 8 reps, 70 x 8 reps

Deadlift: 60 kg x 6, 60 kg x 6, 65 kg x 4, 65 kg x 4

Framstig: 4x10 @ 40 kg

Fótarétta (extension) (ein í einu): 20 kg x 10 reps, 20 kg x 10 reps, 22,5 x 8 reps, 22,5 x 8 reps  (tók sömu þyngd og gaurinn sem var í tækinu á undan mér.  Hann fylgdist grannt með mér allan tímann.... já sökker...ég er jafn sterk og þú muuhahahaha Devil)

Fótabeygja standandi (ein í einu): 17,5kg x 10, 17,5kg x 10, 18,75 x 8, 18,75 x 8

Mjóbaksfettur (Hyperextension): 4 x 12 @ 5kg plata á brjósti

  

Eftir æfingu tróð Naglinn Protein Delite í andlitið á sér með muldum hrískökum og banana. 
Hámaði líka í mig fjölvítamín, Beta Alanine, Seven, kreatín, BCAA og glútamín.

Góða helgi gott fólk!!


Megrun fyrir karlmenn.

 

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann. 

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig". 

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.  Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.  Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti.  Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.

 

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann. 

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.  Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig". 

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.  Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.  Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.  Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg. 

 

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.  "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".

 

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm. 
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"   

 

Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.

 


Diet survival

 

Þó við pössum mataræðið og borðum hollt er engin ástæða til að maturinn sé jafn spennandi á bragðið og ljósritunarpappír. 
Við fæddumst jú öll með bragðlauka og þá þarf að kitla til að við séum sátt við lífið og tilveruna. 
Lífið er einfaldlega of stutt til að borða mat sem bragðast eins og trjábörkur og við framleiðum einfaldlega ekki nóg munnvatn til að tyggja þurrar bringur. 

 

Hér eru nefndir nokkrir hlutir sem eru nauðsynlegir þegar verið er að passa mataræðið:

 

Tyggjó

Splenda sætuefni

Sykurlaust síróp

Sykurlaus sulta (þessi franska: St. Dalfour held ég)  hrikalega góð á eggjahvítupönnsur

 

Allskonar krydd t.d:

Sítrónupipar

Svartur pipar

Kjúklingakrydd frá Bezt

Kryddblöndur í snúningsstaukum

Pizzakrydd frá Pottagöldrum

Tandoori

Hvítlaukur

Ostakrydd (snilld á blómkálið)

Krydd bréf frá Knorr blandað í sýrðan rjóma eða ólífuolíu sem sósur eða salatdressingar

 

Kanill

Múskat

Bragðdropar (vanillu, möndlu, appelsínu)

 

Sykurlaust gos

Sódavatn með bragði

 

Saltskert sojasósa

Teriyaki (lax eða kjúlli í Teriyaki...slef)

Sinnep

Tómatpúrra

Edik

Balsamedik

Te

Ólífuolía með bragði (sítrónu, basil, hvítlauks, chilli)

 

Hnetusmjör

Prótínduft (bláberja, hindberja, banana) í eggjahvítupönnsurnar

 

 

Endilega bætið við hugmyndum elskurnar...... 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 551905

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband