Færsluflokkur: Bloggar

Grunnbrennsla líkamans - Basal Metabolic Rate (BMR)

Basal metabolic rate (BMR) eða grunnbrennsla líkamans er sú orkuþörf sem líkaminn þarfnast til að lifa af án þess að hreyfa sig nokkuð, til dæmis sú orkuþörf sem við þurfum meðan við liggjum í dauðadái.  Grunnbrennsla er venjulega mæld í hvíld en samt vakandi og 12 tímum eftir máltíð.  Semsagt best er að mæla grunnbrennslu um leið og maður vaknar og áður en maður borðar morgunmat.

Það má einnig áætla grunnbrennslu út frá nokkrum lykilbreytum:  Aldur, kyn, hæð, þyngd og fitufrír massi (vöðvamassi).  Fitufrír massi er mjög mikilvæg breyta.

Grunnbrennsla er samt ekki stöðug frá einum tíma til annars.  Hún er breytileg og undir áhrifum frá ýmsum þáttum:  

Svefn: Þegar við sofum er meiri virkni í vöðvum en þegar við erum vakandi og afslöppuð.  Hins vegar þegar við erum vakandi og stundum líkamlega þjálfun hækkum við grunnbrennsluhraðann. 

Aldur: því yngri sem manneskjan er því hærri er grunnbrennslan.  Eftir því sem við eldumst því hægari verður BMR og minnkar um 10% á hverjum áratug, það þýðir 1% á ári. 

Kyn: Karlmenn hafa hraðari grunnbrennslu en konur. 

Vöðvar:  Því meiri vöðvamassi því hærri grunnbrennsla.  Það er vegna þess að vöðvavefur er mun virkari vefur en fituvefur.  Hann krefst því meiri orku sem aftur hækkar grunnbrennsluna.

Líkamsbygging: Flatarmál líkamans, ekki þyngd.  Sá sem er 90 kg og 1,90 á hæð hefur hærri grunnbrennslu en maður sem er 1,70 og 90 kg.  Sá sem er hærri losar út meiri varma í gegnum stærra flatarmál húðar en sá sem minni er.

Megrun: Föstuástand eða langvarandi tímabil þar sem fárra hitaeininga er neytt lækkar grunnbrennsluna.  Þeir sem fara í skyndimegrun

Melting: Þegar við borðum hefur það áhrif á grunnbrennsluhraða.  Meltingarferli, vökvaflæði o.s.frv hækkar grunnbrennsluna.  Margar litlar máltíðir yfir daginn auka grunnbrennslu. 

 

Margir átta sig ekki á að þeir þurfa að annaðhvort minnka magn matarins í takt við hægari grunnbrennslu með aldrinum, eða byrja að æfa til að auka vöðvamassa og keyra upp grunnbrennsluna aftur.  Þegar vöðvar rýrna hægist á grunnbrennslunni.  Þeir sem fara í skyndimegrun hægja á grunnbrennslunni vegna þess að vöðvarnir rýrna.  Það hægist hins vegar ekki á grunnbrennslu við að missa fitu eingöngu.  Þeir eiga því miklu auðveldara með að bæta á sig eftir megrunina en fyrir.

 Það er því alveg "fatalt" að stunda eingöngu brennsluæfingar og borða öreindamáltíðir, til að hækka grunnbrennsluna verðum við að lyfta lóðum og borða oft en lítið í einu. 

 

 

 


Massaður í drasl

Naglinn er sáttur, Naglinn er verulega sáttur.

Þjálfari í Laugum spurði Naglann í gær: " Varstu að slasa þig, ég sá þig haltra hér í gær?" 
Naglinn: "Nei, nei, þetta eru bara einhver álagsmeiðsli."
Þjálfarinn:  " Hva!! Þú ert bara orðin svo mössuð að liðirnir ráða ekki við svona miklar bætingar."

Naglinn klökknaði nánast.  Kjellingin hlýtur bara að vera að bæta á sig kjöti fyrst að maðurinn kemur með svona athugasemd.  Varla hefði hann farið að segja að ég væri orðin svo feit að liðirnir væru allir að kikna undan spikinu.   Kannski hefur hann samt meint það Pouty.
Nei, ekkert svona... bara jákvæð hugsun.... Naglinn er að massast í drasl!!

 

andrea

Nokkrar næringarreglur

Í sjónvarpinu er aragrúi auglýsinga af skyndilausnum til að pakka á sig vöðvamassa og að verða köttaður í drasl.  Staðreyndin er hins vegar sú, því miður, að slíkir sigrar verða ekki unnir með skammtímalausnum eða eins dags kraftaverkum.  Það er samt hægt að tileinka sér ákveðnar venjur í mataræði sem til lengri tíma tryggir árangur í líkamsrækt.  Að komast í besta form lífs þíns krefst mikillar vinnu í ræktinni en án þess að veita líkamanum rétta næringu til að knýja okkur áfram erum við að pissa í skóinn okkar. 
Að næra líkamann rétt er spurning um endurtekningu, að læra og þróa venjur sem neyða líkamann til að svara okkur með vöðvastækkun, styrk og skurði. 

Það er alveg sama hve miklu við lyftum í ræktinni, þá náum við aldrei þessu helköttaða útliti nema að lýsið leki.  Margir telja að til þess að bræða burt fituna þurfum við hreinlega að æfa meira og borða minna.  Það er að sumu leyti rétt en það er ekki gott til langs tíma að skera hitaeiningar niður í öreindir og trampa á brettinu þar til hnén gefa sig.  Mun betri aðferð er að tileinka sér jafnvægi og hér koma nokkrar strategíur sem hjálpa okkur við að kötta burt fituna en varðveita dýrmætan vöðvamassann á sama tíma.

 

  • 1) Carb cycling: Takmarkaðu neyslu kolvetna í 3-4 daga, og keyrðu þau svo upp í 3-4 daga á eftir. Þegar þ´æu köttar kaloríur þá missirðu fitu, en ef þú köttar kaloríur og kolvetni í nokkra daga þá fer líkaminn í fitubrennslu gír, bæði vegna þess að hann fær færri hitaeiningar og einnig vegna jákvæðra hormónabreytinga. Þegar við snúum svo ferlinu við og kýlum upp kolvetnin í nokkra daga þá eykst brennslan enn meir. Það er samt mikilvægt að passa að fá nóg af prótíni til að missa ekki vöðvamassann.
  • 2) Tímasetning kolvetna: Of mikið af kolvetnum getur fitað okkur, en of lítið af kolvetnum yfir langan tíma getur hægt á brennslunni. Þess vegna er mikilvægt að tímasetja neyslu kolvetna. Borðaðu góðan slatta af daglegri kolvetna skammti dagsins í morgunmat og eftir æfingu. Með því að borða kolvetni með háan sykurstuðul strax eftir æfingu kemur í veg fyrir niðurbrot vöðva og heldur kortisóli í lágmarki.
  • 3) Taka BCAA: Til að hindra vöðvaniðurbrot er mikilvægt að taka BCAA amínósýrur fyrir og eftir æfingu. Með því að taka BCAA fyrir æfingu notar líkaminn þær sem orku í stað þess að brjóta niður prótín í vöðvum. Einnig þegar við erum á lág-kolvetna degi þá geta BCAA amínósýrur komið af stað myndun prótína (protein synthesis) í líkamanum.
  • 4) Láta kolvetnin vinna fyrir okkur: Þar sem aukinn vöðvamassi er besta leiðin til að brenna fitu þurfum við að leggja nógu hart að okkur á æfingu til að ná þeim árangri sem við viljum. Með því að fá okkur mysuprótín og hæg losandi kolvetni 30-90 mínútum fyrir æfingu hjálpar okkur að keyra í gegnum æfinguna á hámarks álagi. Höldum þyngdunum í hámarki og hvíldirnar stuttar til að brenna sem mest.
  • 5) Leggja mesta áherslu hæg losandi kolvetni: Kolvetni sem meltast hægt eins og sætar kartöflur, haframjöl, hýðishrísgrjón, baunir og gróft brauð ættu að vera megin uppistaðan í kolvetnum dagsins, ef frá er talið beint eftir æfingu. Hæglosandi kolvetni minnka áhrif insúlíns, sem er hormónið sem kemur af stað hungri og fitusöfnun. Rannsóknir sýna að íþróttamenn sem neyta hæglosandi kolvetna brenna meiri fitu yfir daginn sem og á æfingu.
  • 6) Nörtum rétt: Sykurlaust skyr og koatasæla eru hugsanlega fullkomið nart. Í þeim er lítið af kolvetnum en þau eru hæglosandi kolvetni sem koma í veg fyrir að insúlínið fari upp úr öllu valdi. Einnig er hellingur af kalki í mjólkurvörum sem hefur áhrif á calcitriol magn líkamans. Calcitriol gerir fitusöfnunar kerfi líkamans óvirkt til að framleiða fitu. Hafðu skyr, sykurlausa jógurt og kotasælu innan seilingar í vinnunni til að forðast sjálfsalann.
  • 7) Fóðrum maskínuna: Langvarandi hitaeiningasnauðir megrunarkúrar skemma meltinguna að lokum. Ein leið til að komast hjá þessari óhjákvæmilegu hægu brennslu er að borða oft í smáum skömmtum. Með því að borða margar smáar máltíðir á dag - borða á 2-3 tíma fresti - örvum við varmamyndun sem styður við meltinguna. Þó að megrun snúist um að takmarkanir á mat, þá látum við líkamann rúlla fram hjá þessum hægagangi meltingar með að borða eins oft og við getum.
  • 8) Forðast kolvetni seint á kvöldin: Förum í bólið með lítið af kolvetnum í mallanum. Með því að fara kolvetnasneyddur að sofa hámarkar líkaminn framleiðslu á vaxtarhormónum. Þau hafa jákvæð áhrif á brennsluna og valda því að fleiri hitaeiningum er brennt og hærra hlutfall þeirra kemur úr fitu. Eitt ber þó að hafa í huga: Við verðum að borða fljótlosandi kolvetni beint eftir æfingu til að stuðla að því að vöðvarnir jafni sig eftir átökin. Megnið af þessum kolvetnum er brennt eða geymt sem glýkógen, og blóðsykurinn helst nokkuð jafn. Svo lengi sem blóðsykurinn er stöðugur við háttatíma, þá hámarkast framleiðsla vaxtarhormóna meðan við hrjótum, sem stuðlar að vexti vöðva en ekki söfnun fitu.

Offita og erfðir

Stundum er talað um að offita sé erfð. 

Fjölmargar greinar hafa verið ritaðar í fjölmiðla og fræðirit þar sem kemur fram að offita sé erfðatengd.  Skilaboðin eru: "Þetta er ekki þér að kenna, það eru erfðirnar sem gera þig feitan".  Slík umfjöllun getur ýtt undir að fólk reynir ekki einu sinni að létta sig því með þessu er fólk hvatt til að kenna einhverju öðru en sjálfum sér um ástand sitt.  Þar með er verið að gera fólk óábyrgt fyrir eigin hegðun og það heldur bara áfram á braut ofáts og hreyfingarleysis.  Hugsunarhátturinn er þá orðinn þannig að það skiptir hvort eð er ekki máli hvað ég reyni, ég mun alltaf vera feit(ur) og það er auðvitað þægilegt að skýla sér á bakvið þá skýringu að vera saklaust fórnarlamb erfða.  Staðreyndin er hins vegar að trúin á að þetta sé ekki þér að kenna er ein sú stærsta lygi sem sögð er í megrunarbransanum og hugsanlega ein sú mest skemmandi. 

Eina leiðin til að ná kjörþyngd eða árangri í líkamsrækt er að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Það er vissulega genetískur þáttur að baki offitu, við erfum tilhneigingu til ákveðinnar líkamsfitu á sama hátt og við erfum hæð, augnlit og háralit.

Í kringum 1990 fundu vísindamenn OB (obesity) genið og tengdu það við litning nr. 7. Hins vegar hafa vísindamenn bent á að stökkbreyting í þessu geni er afar sjaldgæft, og menn efast um sterk tengsl offitu og erfða.  Vísindamenn hafa í þessu samhengi bent á að offita sem er algjörlega orsök erfða megi finna hjá aðeins um 5% offitusjúklinga.  Hegðun og lífsstíll vega því miklu þyngra en erfðir þegar kemur að offitu og yfirþyngd.

"..þetta er ekki þér að kenna, þú fæddist bara feitur.  En ekki örvænta og ekki skammast þín... því við höfum lyfið sem getur hjálpað þér..."  Megrunarpillubransinn hagnast skuggalega á þeirri blekkingu að offita sé af líffræðilegum orsökum.  Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast um að þróa offitulyf því ef offita er flokkuð sem genetískur sjúkdómur má græða skrilljónir á því að selja óupplýstum almúganum töfrapillur. 

Fjölmargar aðrar kenningar úr erfðafræði fjalla um líkamann í tengslum við þyngd og útlit.  Má þar nefna kenninguna um þrjár mismunandi líkamsgerðir: Ectomorph, Endomorph og Mesomorph.

Líkamsgerðir:

 

Ectomorph: Grannir, fíngerð bein og langir útlimir.  Lítið af vöðvum og lítið af fitu.  Mjög hröð grunnbrennsla og eiga því erfitt með að bæta á sig þyngd, hvort sem er í formi fitu eða vöðva.  Eiga erfitt með stífar æfingar eins og þungar lyftingar eða erfiða þolþjálfun og er því ráðlagt að taka 2-3 hvíldardaga í viku.  Þeir sem líta svona út eru til dæmis maraþonhlauparar og ofurfyrirsætur.

 

Endomorph: Peruvöxtur, yfirþyngd, stórbeinóttir.  Andstæðan við Ectomorph.  Stærri líkami með ávalari línur.  Oftast er fituhlutfall hátt en þessir einstaklingar eru með mun meira af vöðvum en Ectomorph.  Eiga erfitt með að létta sig en eiga auðvelt með að bæta á sig vöðvum en því miður bæta auðveldlega á sig fitu líka.  Flestir eru með hæga grunnbrennslu sem skýrir hátt fituhlutfall.  Þessir ættu að stunda hóflegar brennsluæfingar samhliða lyftingum til að halda fitusöfnun í lágmarki.  Dæmi um slíkan vöxt eru t. d leikmenn í amerískum fótbolta.

 

Mesomorph: Mjótt mitti, breiðar axlir, vöðvastæltir.  Þessir eru blanda af hinum tveim týpunum.  Þessir einstaklingar eiga auðvelt með að bæta á sig þyngd og vöðvamassa og hafa oft líkamlegt samræmi.  Þeir bæta yfirleitt ekki á sig miklu af fitu og geta komist upp með að slaka á í mataræði og æfingum í smá tíma án þess að það sjáist mikið á vextinum.  Þeir eiga samt auðvelt með að bæta á sig fitu, en eru fljótir að ná henni af sér aftur.  Há tíðni æfinga hentar fólki með þennan vöxt því þeir eru fljótir að jafna sig milli æfinga en þurfa samt að passa að ofkeyra sig ekki.

 

body types

 

 

Það er alveg ljóst að sumir eiga auðveldara með að missa fitu en aðrir og ekki allir hafa líkamsbyggingu til að vinna gull á Ólympíuleikum.  En það þýðir samt ekki að við séum dæmd til að vera feitabollur bara af því við höfum ekki íþróttagenið.  Það geta allir bætt líkama sinn.  Líkamsfita er afleiðing margra þátta og erfðir eru þar aðeins einn þáttur.

Samkvæmt vísindamönnum við Human genomics laboratory í Baton Rouge, LA eru aðallega fjórir þættir sem stuðla að offitu: 

1) Umhverfi

2) Félagsskapur

3) Hegðun

4) Líffræði (Erfðir)

 

Erfðir eru því aðeins 25% af skýringum offitu og hin 75% eru lífsstíll og hegðun.  Vísindamenn benda á að offitufaraldurinn sem blasir við í dag hefur þróast á undanförnum 50 árum og það er of stuttur tími til að hægt sé að skýra hann út frá breytingum í genum mannkynsins.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr er ástand skrokksins að mestu leyti afleiðing hegðunar okkar og lífsstíls.  En það eru líka góðar fréttir því þessum þáttum getum við stjórnað og breytt til hins betra. 

Fyrsta skrefið til að koma líkamanum í betra form er að viðurkenna 100% ábyrgð á eigin þyngd og heilsu.  Þegar á móti blæs er auðvelt að kenna einhverju öðru um og búa til afsakanir. 

Með því að kenna erfðum um og gefast upp erum við að gera okkur sjálf að fórnarlömbum í stað þess að þrauka áfram og skapa nýjan og betri líkama.

 

Nokkur spakmæli til að hafa í huga:

Heimurinn hneigir sig fyrir þrautseigju. 

 

Ekkert sem kemur auðveldlega er þess virði.

 

Góðir hlutir gerast hægt.

 

Árangur kemur aðeins á undan vinnu í orðabók.

 

Mastering others is strength.  Mastering yourself is true power

 

Success is not final. Failure is not fatal:  it is the courage to continue that counts (Winston Churchill)


Að lyfta eða ekki lyfta....það er spurningin

 "Ég hef bara klukkutíma til að æfa á daginn.  Er ekki betra fyrir mig að brenna í klukkutíma frekar en eða lyfta ef markmið mitt er að missa fitu?"

Þessa spurningu fékk Naglinn um helgina.  Ég tel vera þörf að svara henni einnig hér þar sem mikils misskilnings virðist gæta meðal kvenna að brennsluæfingar séu vænlegri kostur til fitutaps en lyftingar.

 

Ef planið er að missa fitu er tíminn í ræktinni best nýttur í lyftingar og HIIT brennsluæfingar.  Ef bornar eru saman 30 mínútna brennsluæfing á meðalákefð (70-80% púls) og 10-setta lyftingaæfing sem samanstendur af fjölvöðva (compound) æfingum má sjá að þessar tvær æfingar brenna svipuðum hitaeiningafjölda á meðan æfingu stendur eða u.þ.b 300-350 hitaeiningum.  Hins vegar eftir lyftingaæfingu helst efnaskiptahraðinn hár allan daginn og við brennum allt að 700 hitaeiningum aukalega í hvíldinni. 

Lyftingaæfingar sem reyna á fleiri en einn vöðva í einu (fjölvöðva/compound), t.d: Hnébeygja, Réttstöðulyfta, Fótapressa, Framstig, Bekkpressa, Róður og Upphífingar eru orkufrekari en æfingar sem reyna aðeins á einn vöðva, t.d fótarétta. Þar af leiðandi stuðla fjölvöðvaæfingar að meiri fitubrennslu.  Slíkar æfingar ættu að vera í aðalhlutverki í æfingaplaninu. 

 

wonder_women

Nokkrir ávinningar styrktarþjálfunar fyrir konur:

 

  • Sterkari bein = minni líkur á beinþynningu
  • Sterkari bandvefur kemur í veg fyrir meiðsli með auknu stöðugleika liða
  • Betri dagleg virkni fyrir daglegar athafnir s.s halda á börnum, innkaupapokum
  • Aukinn vöðvamassi og minni fitumassi
  • Aukin grunnbrennsla sökum aukins vöðvamassa og minni fitu.  Öfugt við fitumassa er vöðvamassi virkur vefur sem brennir jafnvel þó hann sé í hvíld.  Þannig eykur hann grunnbrennslu og hitaeiningaþörf líkamans.  Sem þýðir að við getum borðað meira án þess að fitna því stærri vöðvar krefjast meiri orku.
  • Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi

 

 

 

 


Sperrur....eigum við að ræða það eitthvað?

Já fínt, já sæll.... eigum við eitthvað að ræða harðsperrurnar? 

Ég hef nú bara sjaldan lent í öðru eins, allur skrokkurinn er í hönk og ég ennþá eftir að taka brjóst og bibb og tribb í vikunni. 

Nú væri gaman að vita hvort það sé eðlilegt eftir mót að fá strengi sem eru ekki þessa heims.  Lyfti reyndar ekkert frá miðvikudegi fram á mánudag, svo það er spurning hvort þessi nokkura daga pása hafi eitthvað að segja, eða hvort vöðvarnir séu bara eins og svampar eftir sveltið síðustu dagana fyrir mót.  Hhhhmmm Woundering.... Naglinn þarf greinilega að leggjast í rannsóknir um þetta mál .

 

Ragga sterka

Er reyndar sterkari en terpentína þessa dagana og gat þyngt í nánast öllum fótaæfingum í gær. 

 

Ragga feita

Það er greinilegt að pizzu kvikindið og sykurinn úr 10 mojito-um frá því um helgina eru ennþá að synda í blóðrásinni.  Eins og sést reyndar á bumbunni sem er ekkert að haggast.  Fimm kíló á einni helgi taka víst sinn tíma að hypja sig Blush.


Fleiri myndir frá Fitness '07

fitness vöðvaf front

 

Fitness vöðvaf bak

Þessar myndir hér að ofan eru teknar af Vöðvafíkn

 

DSC_1749

 Naglinn sáttur með langþráða pizzu á sunnudaginn LoL.

DSC_1747

Og hér nývöknuð og mygluð að gæða sér á Cheerios með sojamjólk... jammí Cool

Fleiri myndir frá keppninni má sjá HÉR og HÉR


Keppnisdagur Naglans

Jæja þá er dagurinn runninn upp.
Dagurinn sem líf Naglans hefur snúist um síðustu mánuðina.
Eftir 7 tíma mun Naglinn skakklappast á hælum uppi á sviði í Austurbæ og leyfa hundruðum að grandskoða rassinn. Spenna, kvíði og tilhlökkun hrærast í bland inni í Naglanum þessa stundina.

Þetta ferli hefur allt verið gríðarlega lærdómsríkt, sérstaklega að merkja breytingar á líkamanum og árangur af ströngu mataræði og æfingum. Eins að sjá hvað virkar fyrir minn líkama og hvað ekki, því engir tveir líkamar eru eins og það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta mér. Þess vegna verða keppendur alltaf betri og betri með hverju móti því þeir læra á líkamann sinn í gegnum marga niðurskurði.

Það sem kom mér mikið á óvart í undirbúningnum er hversu allir eru boðnir og búnir að aðstoða og hjálpa við allt mögulegt sem viðkemur keppninni eins og: mataræði, æfingar, lit, pósur, bikiní.
Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá öðrum reyndari keppendum: Ingunni, Heiðrúnu, Sollu og Önnu Bellu sem allar hafa verið óþreytandi að svara endalausum spurningum Naglans, og hjálpað með bikiní, ásetningu á lit og peppað mann andlega.
Ástarþakkir elskurnar mínar fyrir alla hjálpina!!

Hjartans þakkir allir sem hafa óskað mér góðs gengis, stuðningur ykkar er mér mikils virði. Ég er langt frá því að vera hætt að blogga, þið losnið sko ekki svo auðveldlega við nöldrið í Naglanum um heilbrigðan lífsstíl.

Góða helgi !!


Að uppskera eins og til er sáð

Mikið er gaman að uppskera árangur erfiðis síns.

Naglinn fór í mælingu áðan og niðurstaðan var gleðileg: 58 kg og 9% af því er mör.
Markmiðið var að komast í 10% fyrir mót og það hafðist og gott betur.
Naglinn er því 91% fat-free....hahahaha...góður!!
Síðan síðastu mælingu eru 2,5 cm farnir af vömbinni, 2 cm af afturenda en öllu verra er að brjóstin hafa snarminnkað og ekki var nú miklu til að dreifa fyrir. Naglinn er því bara með bringu núna, ekki brjóst.

Nú er bara að vona að vatnslosun gangi samkvæmt áætlun svo það sjáist nú einhver meiri skurður.
Hefði viljað vera með meira kjöt á skrokknum en það kemur bara á næsta móti.
Einhvers staðar verður maður að byrja, ekki satt??

Nokkrir hafa spurt á hvaða sæti Naglinn stefni á, og slíkar spurningar valda Naglanum hugarangri þar sem væntingar annarra til Naglans eru meiri en Naglinn getur staðið undir.

Naglinn stefnir ekki á neitt sæti á laugardaginn enda væru slíkir hugarórar veruleikafirring þar sem keppinautar Naglans eru hver annarri glæsilegri og þaulreyndar í bransanum.

Bara það að stíga hálfberrösuð upp á sviðið í Austurbæ á laugardaginn, í besta formi lífs míns verður sigur Naglans.

En bíðið bara, Naglinn er rétt að byrja.... líkt og Jóhanna sagði forðum daga: Minn tími mun koma !!


Eftir keppni

 

Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.....

 

Að sinna rónanum í mér með rauðvínsdrykkju og öðrum ósóma

 

Að sinna átvaglinu í mér: There's a fat woman inside me screaming for chocolate

 

Að minnka helv%&## brennsluna og einbeita mér að lyftingum

 

Að minnka æfingar úr 12-14 sinnum í viku

 

Að fara í Bónus og kaupa eitthvað annað en kjúkling, egg og brokkolí

 

Að geta borðað sósur með mat aftur:  salsasósa, tómatsósa, teriyaki, tzatziki.... að borða þurrar bringur er álíka spennandi og að tyggja trjábörk

 

Að geta borðað ávexti aftur.  Sérstaklega banana sem komu skyndilega aftur inn í líf mitt fyrir nokkrum mánuðum eftir 6 ára fjarveru. 

 

Að minnka eggjahvítuátið úr 84 hvítum á viku

 

Að fá aftur Myoplex með kaffidufti og karamellusírópi (sykurlausu auðvitað)

 

Að setja rúsínur í hafragrautinn aftur

 

Að fá aftur nammidaga, sem héðan í frá verða nammikvöld: hefst á kvöldmat og endar á miðnætti.  Annað er óumsemjanlegt fyrir hömlulausan mathák eins og Naglann.

 

Að sofa út á sunnudögum

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband