Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2007 | 09:32
Jóla hvað??
Nú er tími vellystinga í mat og drykk að renna upp.
Margir fá eflaust kvíðahnút í magann yfir að kílóin safnist utan á þá yfir jólahátíðirnar, og árangur vetrarins eftir hamagang í ræktinni og strangt mataræði fokinn út í veður og vind. En það er ekkert lögmál að bæta á sig jólakílóum. Það er vel hægt að fara á jólahlaðborð og í jólaboð án þess að kýla vömbina.
Á jólahlaðborðum er mjög margt hollt í boði.
Veljum:
Lax og síld: bæði eru sneisafull af góðu Omega- 3 fitusýrunum.
Kalkúnn: mjög magur og prótínríkur,
Sætar kartöflur og kartöflur: góð flókin kolvetni
Rúgbrauð: er í lagi... í hófi samt
Gufusoðið grænmeti: gulrætur, grænar baunir, blómkál, brokkolí o.s.frv er besta fæða sem við látum ofan í okkur, pakkað af vítamínum og andoxunarefnum
Roast beef: Eitt magrasta kjöt sem völ er á, pakkað af prótíni
Rauðkál: allt í lagi, smá sykur í því en ekkert til að panika yfir
Forðumst:
Laufabrauð: steikt upp úr feiti...viðbjóður!!
Sykurhúðaðar kartöflur: Sykurhúðaðar.... Need I say more?
Rjómasósur: mettuð fita fyrir allan peninginn
Hangikjöt: salt og fita alla leið
Majónes síldarsalöt: Majó er afurð djöfulsins og ætti að forðast í lengstu lög
Paté: Mikil mettuð fita, dýrafita
Svínasteik/ Purusteik: Dýrafita = hækkað kólesteról=kransæðasjúkdómar
Desert: Erfitt en sparar fullt af tómum hitaeiningum úr sykri og fitu. Ef þér finnst þú eiga það skilið, fáðu þér nokkrar skeiðar til að seðja sárustu löngunina, en ekki klára fullan skammt.
Í jólaboðum er allt í lagi að kanna fyrirfam hjá gestgjafanum hvað sé í matinn, og koma þá með sitt eigið kjöt í Tupperware ef við viljum ekki fylla æðarnar af mettaðri fitu úr svíni eða öðru óhollu kjöti. Þá má nýta góða meðlætið sem gestgjafinn býður upp á en sneitt framhjá óhollustu á borð við rjómasósur, sykurbrúnaðar kartöflur og fengið okkur þeim mun meira af grænmeti, kjöti og laxi.
Munið bara að njóta þess að fá ykkur gott að borða, án þess þó að magnið keyri fram úr hófi. Með því að velja rétt og borða hæfilega skammta, getum við farið í gegnum allar matarveislurnar án þess að bæta á okkur.
Njótið vel !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2007 | 14:38
Tíminn flýgur
170 klukkutímar í að Naglinn standi hálfberrasaður á sviði í Austurbæ.
173 klukkutímar í að Naglinn fái pizzu, súkkulaði, lakkrís, hnetunammi, rauðvín.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2007 | 13:15
Vitstola
Jæja nú held ég að vitglóran sé smám saman að hverfa í þessu kötti.... um helgina dreymdi mig risastórt brokkolí og síðustu nótt dreymdi mig að ég væri hjúpuð fljótandi eggjahvítu og gat ekki keppt því enginn sá líkamann fyrir slími.
Sem betur fer eru bara 12 dagar eftir í mót.... nema að það verði hvítur jakki með síðar ermar aftur fyrir bak fyrir Naglann í stað bikinís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.10.2007 | 11:17
Súpermatur
Allir hafa mismunandi markmið í sinni þjálfun, allt frá að byggja upp vöðvamassa til að missa fitu, frá maraþonhlaupi til kraftlyftinga. En grundvallaratriði í allri þjálfun er að næra líkamann rétt til að átökin í ræktinni skili okkur í átt að settum markmiðum.
Sjöfaldur Hr. Olympia, Lee Haney sagði eitt sinn til að byggja upp vöðva þarftu að æfa eins og hross sem þýðir að þú getur ekki borðað eins og fugl. Eins og Naglinn hefur margoft prédikað hér á síðunni er gott og rétt mataræði lykilatriði til að fylgja eftir púlinu og puðinu. Í þessum og næstu pistlum ætla ég að útlista nokkrar fæðutegundir sem ættu að vera grundvallaratriði í mataræðinu og skila árangri fyrir nánast hvaða markmið sem er.
Skammstafanir fyrir markmið: Fitutap(FT), Vöðvauppbygging (VÖ), Gott FYRIR æfingu (FY), Gott EFTIR æfingu (EFT)
Listinn inniheldur algengan skammt hverrar fæðutegundar, magn næringarefna og hitaeininga í skammtinum.
Kjöt, Egg, Fiskur
Eggjahvítur (FT)
Skammtur: 1 stór eggjahvíta
Hitaeiningar: 17 Prótín: 4g
Kolvetni: 0g
Fita: 0g
- Smávegis af prótíni tapast með því að aðskilja hvítuna frá rauðunni en þá fer líka fitan.
Egg (VÖ)
Skammtur: 1 stórt egg
Hitaeiningar: 74
Prótín: 6 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 5 g
- Rauðan er full af B-vítamíni og smá prótíni, og inniheldur líka choline sem hjálpar til við vöðvastyrk og heilastarfsemi.
Kjúklingabringa án skinns (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 150
Prótín: 35 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1,5 g
- Mikið magn af prótíni, mjög lágt innihald fitu-og kolvetna innihald
Túnfiskur niðursoðinn í vatni (VÖ, FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 94
Prótín: 21 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1 g
- Mjög hentugt milli mála, fullt af prótíni og engin kolvetni.
Kalkúnabringa (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 150 g
Prótín: 32 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1 g
- Einn fituminnsti prótíngjafinn
Lax (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 310
Prótín: 28 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 20 g
- Hátt fitumagn en það er holl og góð fita sem hjálpar til við að brenna líkamsfitu
Ýsa og Þorskur (VÖ, FT)
Skammtur: 200 g
Hitaeiningar: 160
Prótín: 38 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1,2 g
- Ýsa og Þorskur hafa svipað innihald. Hvoru tveggja fitulítill og hitaeiningasnauður prótíngjafi.
Nautalund (VÖ)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 200
Prótín: 30 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 8 g
- Magurt kjöt með hátt prótínmagn
Grænmeti og ávextir í næsta pistli .
Bloggar | Breytt 15.10.2007 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 11:37
Hvatning í ræktinni og mataræðinu
Það upplifa allir tímabil þar sem viljinn til að fara í ræktina og púla og puða eða löngunin í enn eina kjúklingabringuna eru hreinlega víðsfjarri. Þá getur verið gott að hafa hvatningarorð við höndina til að leggja frá sér Homeblest pakkann og koma rassinum upp úr sófanum og í ræktina.
Ekki grafa þína eigin gröf með hníf og gaffli
Þú ert það sem þú borðar
6-pack magavöðvar verða til í eldhúsinu, ekki í ræktinni
Sársauki er veikleikinn að yfirgefa líkamann
Andartak í munni, alla ævi á rassi
Eftir nammidag sem fór úr böndunum: Þó eitt dekk hafi sprungið er engin ástæða til að sprengja hin þrjú
Það bragðast ekkert eins vel og að líta vel út
Þeir sem ná árangri gera það sem hinir þora ekki að gera
Þú ert það sem þú hugsar og ef þú hugsar heilbrigt þá ertu heilbrigð(ur)
Eini staðurinn þar sem árangur kemur á undan vinnu er í orðabókinni
Uppgjöf er ekki í boði sem valkostur
Eina hindrunin ert þú sjálfur
Viljinn til að breytast verður að vera meiri en viljinn til að vera óbreyttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2007 | 10:57
Tuna with a twist
Jæja nú eru eflaust margir búnir að prófa túnfisksalat Naglans og jafnvel komnir með leið á því. Þess vegna ákvað Naglinn að birta nýja útgáfu af því með sinnepsdresingu og kapers. Fjölbreytni er jú krydd lífsins .
Uppskriftin að sinnepsdressingunni er frekar stór og því upplagt að geyma restina og nota út á salat eða til að búa til meira túnfisksalat seinna.
Sinnepsdressing
Hráefni:
4 matskeiðar Dijon sinnep
1/2 bolli sítrónusafi
1/2 bolli ólífuolía
Dill (ferskt, ekki í kryddstauk)
Svartur pipar
Aðferð:
Sinnepi, sítrónusafa og svörtum pipar hrært saman í blandara eða matvinnsluvél.
Olíu hellt rólega út í þar til hefur blandast við.
Dilli bætt við í lokin og hrært í örstutta stund.
Túnfisksalat
Hráefni:
1 dós túnfiskur í vatni
Sítrónubörkur
Rauðlaukur
Sellerístilkar
1 msk kapers
Aðferð:
Sigta vatnið frá túnfisknum
Saxa rauðlauk og sellerí smátt
Rífa sítrónubörk smátt á rifjárni
Sigta vatnið frá kapers
Blanda öllu saman í skál og hræra 1/4-1/2 bolla af sinnepsdressingu saman við. Best ef geymt í ísskáp í nokkra klukkutíma.
Voilá.... holl, prótínrík og bragðgóð máltíð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2007 | 10:56
Hreyfing fyrir sálina
Með því að púla, puða og svitna fáum við ekki eingöngu fallegan og heilbrigðan líkama heldur einnig heilbrigt sálartetur.
Nýleg bresk rannsókn fylgdist með eitt þúsund karlmönnum yfir fimm ára tímabil. Líkurnar á að fá þunglyndi, kvíða eða aðra geðræna kvilla á næstu 5 árum minnkuðu um 25% hjá þeim sem stunduðu reglulega hreyfingu af meðal til mikilli ákefð, eins og líkamsrækt, hlaup, fótbolta og körfubolta, miðað við þá karlmenn sem stunduðu litla eða enga hreyfingu.
Konur örvæntið eigi... það sama gildir líka um okkur.
Allir að mæðast og svitna eitthvað í dag... fyrir bæði líkama og sál !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 11:59
Brjótum þægindamúrinn
Til þess að finna út ákjósanlegan þjálfunarpúls byrjum við á að finna okkar hámarkspúls. Einfaldasta aðferðin til að mæla hámarkspúls er að draga aldur frá tölunni 220.
Naglinn er 28 ára, sem þýðir hámarkspúls 192 slög á mínútu (220-28=192).
Venjulega er talað um þjálfunarpúls sem ákefð og miðað við hlutfall eða % af hámarkspúlsi.
Ákefð er yfirleitt skipt upp í mismunandi þjálfunarsvæði (training zone)
50-60% Lág ákefð
60-70% Fitubrennsla
70-80% Loftháð þjálfun
80-90% Loftfirrð þjálfun
90-100% Hámarksákefð
Til að finna út þjálfunarpúls Naglans margföldum við 192 með 0.6-0.9 (60-90%).
Við brennslu notar líkaminn kolvetni og fitu sem orkugjafa eftir því hvaða kerfi er að störfum.
Loftháða kerfið er eingöngu að störfum við 60-80 % ákefð. Eins og nafnið gefur til kynna kemur orkan í gegnum súrefni og blóðið flytur súrefni og því hefur þjálfun á þessum púlsi mest áhrif á hjartað. Á þessum þjálfunarpúlsi kemur um 65% orkunnar úr fituvef.
þegar ákefðin er komin yfir 80% fer loftfirrða kerfið í gang. Þegar við lyftum lóðum (loftfirrð þjálfun) eru meginorkubirgðirnar ATP (adenosine phosphate) og CP (creatine phosphate) innan í vöðvafrumum. ATP/CP orkukerfið fer í gang við stuttar og snarpar þolæfingar eins og 100m spretti á 90-100% ákefð en það dugir aðeins í skamman tíma eða nokkrar sekúndur. Við finnum það að við getum ekki haldið út á svo háum púlsi nema í örstutta stund áður lungun fara að loga.
Þegar brennslu er skipt upp í lotur af hámarksákefð (90-100%) og lotur af lægri ákefð (70-80%) eins og t.d í körfubolta, boxi og fótbolta og HIIT, þá klárast vanalega ATP og CP í hámarkslotunum og líkaminn fer þá að seilast í kolvetnabirgðir vöðvanna til að ná sér í orku fyrir lengri átök. Um leið minnka vinsældir orku úr fituvef niður í 45%.
Nú kunna margir að spyrja til hvers maður sé þá að hamast á brettinu eins og rjúpan við staurinn að spretta eins og vindurinn þegar rólegt og rómantískt skilar meiri fitubrennslu?
Svarið er að þegar við brennum á hærri púls brennum við fleiri hitaeiningum per mínútu og heildarfjöldi hitaeininga út vs. heildarfjöldi hitaeininga inn er það sem skiptir máli við fitutap. Við þurfum að brenna mun lengur á lágum púls til að ná sömu hitaeiningabrennslu eins og við brennslu á hærri púls. Fyrir þá sem hafa annað að gera en að dóla á brettinu tímunum saman, þá er brennsla á hærri púls mun betri kostur ef markmiðið er bæði fitutap og heilsuefling.
Hafa skal í huga samt að brennsla á háum púlsi (85-90%) er mjög krefjandi fyrir líkamann og hætta á að vöðvar eyðist ef hún er stunduð í óhófi. Til að koma í veg fyrir ofþjálfun og tryggja að við virkjum öll brennslukerfin og styrkjum hjarta- og æðakerfið er ráðlegt að skipta vikulegum brennsluæfingum upp í rólega brennslu og t.d HIIT sem skiptist upp í lotur á lágum (70-80%) og háum púls (80-90%).
P.S Púlsmælir er ein besta fjárfestingin að mati Naglans .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2007 | 13:11
Aspaskjúlli
Hráefni:
Kjúklingabringa
Aspas
Sveppir
Ostur: sojaostur Veggie Slices eða 11% ostur (má sleppa ef í brjáluðu kötti)
Ólífuolía (má sleppa líka)
Svartur pipar og / eða sítrónupipar (má sleppa)
Aðferð:
Skera bringu eftir endilöngu í tvo langa bita (piprað eftir smekk)
Skera sveppi í sneiðar
Grilla bringu í ofni eða í Foreman grilli
Hita aspas og sveppi í örbylgju í 3-4 mínútur
Þegar kjúlli tilbúinn setja heita aspas og sveppablöndu út á og ost yfir og bíða eftir að bráðni
Smá skvetta af ólífuolíu yfir (ef vill)
Bon appetite!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2007 | 11:36
Bætingar.... trallalalala....
Það var greinilega nauðsynlegt að taka hvíldardag frá æfingum því Naglinn kom tvíefldur til baka á æfingu í gær. Þvílíkar bætingar!!! Þyngdi nánast í öllum æfingum, bæði fyrir bak og brjóst því ég var að repsa hátt í 12x með þyngdir sem ég strögglaði með herkjum upp í 8x í síðustu viku.
Fannst ég líka vera öll mun stærri og vöðvarnir fylltari en það er líklega afleiðing af svindlinu á laugardaginn . Var reyndar mjög stillt , bara ein svindlmáltíð og pínu nammi. Hefði viljað borða meira nammi en fékk í magann eftir nokkra mola . Svona er maður orðinn steríll . Svo var það aftur í stífa matarplanið á sunnudaginn.... enda engin mánudagsbumba jibbííí.....
Í dag eru axlir, bibbinn og tribbinn súpersett a la Biblían. Tek reyndar fjórsett á axlirnar og það hefur verið að gefast vel, sýnist einhverjir millimetrar hafa bæst við þær. Spurning með að setja þá undir smásjá og skoða betur .
Góðar stundir!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar