23.7.2009 | 08:50
Allir gera mistök
Nokkrar sjóðheitar skonsur, sem eru miklar fyrirmyndir Naglans, voru spurðar að því hvað hefðu verið þeirra helstu mistök þegar þær byrjuðu að æfa og borða hollt.
Hér koma svörin þeirra:
Giska á magn af mat í stað þess að vigta eða telja. 15 g af hnetusmjöri er miklu minna en fólk heldur.
Ég ályktaði bara að ég væri ekki að borða of mikið. Af hverju gallabuxurnar urðu alltaf þrengri og þrengri var mér mikil ráðgáta he he
Að átta mig á hollusta þarf að gerast alla daga, ekki bara mánudag til föstudags. Einn dagur í rugl um helgi getur hindrað árangurinn og þurrkað út góða viku.
Óraunhæfar væntingar. Ég hélt að ég myndi fá sjóðheitan skrokk eftir nokkrar lyftingaæfingar og nokkrar vikur af hollustu. Nú veit ég betur og hef lært að þolinmæði er lykillinn í fitutapi.
Að búast við árangri med det samme. Ég lagðist í þunglyndi ef ég missti ekki 5kg strax í viku 1.
Að skilja ekki muninn á ÞYNGDARtapi og FITUtapi. Ég ályktaði að fyrst vigtin hreyfðist ekki þá væri ekkert að gerast.
Þráhyggja yfir vigtinni. Ég vigtaði mig á hverjum degi og varð þunglynd ef hún fór ekki niðurávið. Nú vigta ég mig einu sinni í viku. Mælingar og hvernig fötin passa skiptir mig svo miklu meira máli.
Að borða ekki nóg af góðu fitunni. Ég setti samasemmerki milli fitu í mat og fitu í líkama. Nú veit ég hvað hún er mikilvæg fyrir fitutap, vöðvauppbyggingu og heilbrigði.
Ég vanmat skaðann af því að fara yfirum í svindli og hunsa 90% regluna.
Að detta af beinu brautinni þýddi fuck-it, þetta er ónýtt hvort eð er og gúffaði í mig það sem eftir var dagsins.
Ég hélt að prótinbar væri hollari en venjulegur matur því þau voru hönnuð með fitness fólk í huga.
Skemmdi brennslukerfið með alltof miklu af brennsluæfingum.
Ég hunsaði öll lögmál um að maður stækki í hvíld og gerði alltaf meira og meira af æfingum, bæði lyftingum og brennslu, því ég hélt að meira væri betra.
Ég trúði mýtunum að 1200 kal væri leiðin til fitutaps, og skildi ekki af hverju ekkert gerðist (líkaminn í bullandi vörn). Minnkaði og minnkaði matinn og var komin niður í 800 kal á dag. Það var skelfilegt tímabil.
Að borða of lítið alltof lengi. Það tók mig langan tíma að laga þann skaða sem ég gerði líkamanum með alltof fáum hitaeiningum.
Ég var löt og nennti ekki að undirbúa máltíðirnar fyrir næsta dag kvöldið áður. Það var ávísun á að grípa eitthvað óhollt sem hendi var næst af því ég hafði ekki tíma á morgnana.
Að drekka ekki nóg vatn. Það leiddi oft til ofáts þar sem líkaminn mistúlkar oft þorsta fyrir hungur.
Mistök Naglans:
Að borða of lítið.
Að brenna of mikið.
Að æfa alltof mikið 10 12 x í viku
Að taka heilan dag af bulli og ætla svo að ná því af með 6 dögum af 60 mínútna cardio.
Enda fékk Naglinn að finna fyrir afleiðingunum af þessum mistökum
.handónýtt brennslukerfi.
Mataræði | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.7.2009 | 09:03
Löglegur Bragðarefur
Í tilefni af endurkynnum Naglans við bjúgaldin kemur hér uppskrift að hrikalega djúsí samsetningu sem Naglinn uppgötvaði nýlega.
1 skeið prótinduft (Naglinn notar súkkulaðibragð)
hrært í blandara í búðingaþykkt með klaka og 100 ml af vatni
1/2 banani skorinn í smáa bita
100 g jarðarber skorið í smáa bita
(magni má breyta eftir daglegri þörf hvers og eins)
Ávöxtunum hellt út í prótínbúðinginn og snætt með langri skeið.
Hver þarf bragðaref þegar svona góðgæti er löglegt??
19.7.2009 | 09:48
Eitrað fólk
Líttu í kringum þig. Hverjir eru í kringum þig núna? Sjáðu fyrir þér vinahóp þinn, vinnufélaga, fjölskyldu og þá sem þú eyðir mestum tíma með.
Niðurstöður rannsókna sýna að besta vísbending um árangur í fitutapi er ekki félagsleg staða, menntun eða annað sem áður hefur verið margtuggið á. Það er fólkið í kringum þig og félagslegi stuðningurinn sem þú færð frá þeim.
Þess vegna er mikilvægt að meta félagsleg sambönd sín, þ.m.t samband við maka, bestu vini og nánustu fjölskyldu. Þetta fólk getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum, eða það getur staðið í vegi fyrir því að þú náir þeim. Þau geta jafnvel meðvitað reynt að fella þig, jafnvel makinn eða besti vinur þinn
sérstaklega makinn og besti vinurinn/vinkonan.
Jákvæð sambönd
Margir kjósa að breyta um mataræði með vini, maka, kærustu/kærasta. Þetta er mjög góð hugmynd. Konur þrífast best í félagsskap, æfingafélaga og/eða megrunarfélaga. Sama gildir um karlmenn, sérstaklega ef um samkeppni er að ræða. Menn keppa hver við annan á meðan konur styðja hvor aðra.
Pörum farnast líka vel að breyta um mataræði saman. Til dæmis þegar þú færð þér nítjánda prótinsjeik vikunnar á meðan makinn treður pizzu í andlitið á sér getur fjandinn orðið laus. Sá sem er í megrun lætur pizza-slafrarann fara í taugarnar á sér, eða að pizza-slafrarinn þolir ekki viljastyrk þess sem er í megrun fyrir að takast á við sitt þyngdarvandamál.
En með því að breyta um mataræði saman eru öll slík vandamál úr sögunni, ef um er að ræða jákvæðan félagsskap.
Jákvætt samband er styðjandi. Það getur verið styðjandi í gegnum jákvætt pepp og hvatningu. Eða í gegnum harða ást. Sumt fólk bregst betur við munnlegu sparki í rassinn en einhverjum vemmulegum strokum.
Í jákvæðum samböndum hvetur önnur manneskjan hina til að halda sig á beinu brautinni.
Neikvæð sambönd
Neikvæðir æfinga-og megrunarfélagar eru hvetjandi en bara á neikvæðan hátt. Í neikvæðum samböndum brýtur fólk ekki hvert annan niður, heldur vinnur saman að því að réttlæta svindl í mataræðinu, að sleppa æfingum eða taka ekki nógu vel á því.
Hugarfarið er eins og hjá glæpafélögum. Ef einn segir að hann ætli að sleppa ræktinni í dag mun hinn beita sig sjálfsréttlætingum og sleppa henni líka. Makar réttlæta svindl-máltíð á virkum dögum fyrir hinum sem er í megrun.
Þessi tegund af neikvæðum stuðningi er þægileg því fólki líður betur með óheilbrigða hegðun sína innan hóps með sömu hegðun. Innan sálfræðinnar kallast þetta fyrirbæri deindividuation. Þú lýgur að mér, ég lýg að þér og allir eru glaðir virðist vera mottóið í svona hópum.
Einfarinn
Flestir fara einir í megrun, oftar en ekki heyra þeir linnulaust hvað þeir eru klikkaðir. Stærsti óvinur megrunar er ekki skyndibiti og þægilegir sófar, heldur annað fólk. Í mörgum tilfellum má flokka þetta fólk sem Eitrað fólk.
Eitruð manneskja er einhver sem heldur aftur af þér, brýtur þig niður, lætur þig upplifa neikvæðar tilfinningar reglulega,
Þannig að þér líður eins og klósettpappír. Þetta getur verið vinur, vinnufélagi, fjölskyldumeðlimur, jafnvel maki.
Megrunarhryðjuverkamaður ætlar að skemma þína þjálfun og megrun. Þetta getur hann/hún gert opinberlega og undir rós
Hér eru nokkur dæmi:
* Makinn eldar uppáhalds svindlmáltíðina þína og hvetur þig til að lifa lífinu og gefa skít í megrunina
* Vinur kemur með athugasemd en með neikvæðum undirtóni:
Já þú hefur grennst, en þetta getur nú ekki verið hollt.
Það er frábært að þú sért búin(n) að grennast en kemur þetta ekki alltaf aftur á mann?
Ekki myndi ég nenna að borða svona eins og þú.
* Vinnufélagi sem veit að þú ert í megrun býður þér sukkmat hægri-vinstri. Hann/hún veifar snúðum í smettið á þér í gríni, og segir að þú sért heilsufrík eða öfgamanneskja.
* Makinn þinn reynir að tala þig ofan af því að fara í ræktina, eða lætur þig fá samviskubit yfir því að fara.
"Af hverju geturðu ekki eytt tíma með mér í staðinn fyrir að fara í ræktina?
"Það er hart í ári hjá okkur en þú getur samt eytt 5000 kalli á mánuði í kort í ræktina.
"Af hverju ferðu svona oft í ræktina? Ertu að hitta einhvern/einhverja þar? Ertu þar til að horfa á stælta kroppa?
Af hverju gerir fólk þetta? Það getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Yfirleitt er þessi hegðun sprottin af afbrýðissemi og ótta.
Dæmi: Makinn (sem er laus við ræktarfíknina) sér að þú missir fitu og ert að köttast upp. Líkaminn lítur betur og betur út. Makinn hræðist að þú munir yfirgefa hann/hana fyrir einhvern sem lítur betur út, þá er allt reynt til að eyðileggja þína vegferð til að halda í þig.
Ranghugmyndir dauðans, en því miður alltof algengt.
Annað dæmi er afbrýðissamur vinur/vinkona. Hann/hún sér sjálfsaga þinn og dugnað, hvernig líkaminn tekur breytingum frá einni viku til annarrar. Hann/hún á margar árangurslausar tilraunir fitutaps að baki og afbrýðissemin út í þinn árangur tröllríður öllu. Tilraunir til eyðileggingar geta verið í hinum ýmsu myndum: neikvæðar athugasemdir um þinn nýja lífsstíl, freista þín með óbjóðsmat, hrósar þér aldrei fyrir árangurinn og taka ekki undir það með öðrum. Jafnvel dreifa óhróðri um að þú hljótir að vera á einhverju ólöglegu eða með búlimíu/anorexíu.
Þetta er auðvitað sprottið af vanmetakennd og til þess að láta þeim sjálfum líða betur. Eitrað fólk þolir ekki að sjá aðra ná árangri. Sjálfsagi þinn og árangur er eins og blaut tuska í smettið á þeim og afsakanir þeirra verða skyndilega svo aumkunarverðar. Svona vælukjóar verða ekki fyrir áhrifum frá dugnaði þínum, þeir verða móðgaðir.
Öfundin er rót alls ills.
Eitraðir makar nota sömu taktík. Maður hefði haldið að menn og konur vildu að makar sínir næðu af sér lýsinu. Ekki ef hann/hún er eitruð manneskja, þá er allt reynt til að halda henni í sömu holdum.
Af hverju? Gríðarlegt óöryggi. Þá getur viðkomandi verið viss um að ekki sé reynt að leita að einhverju betra.
Hljómar fáránlega en er því miður algengara en ein með öllu. Algengasta línan sem kemur frá þessum hryðjuverkamönnum er: Elskan mín, ég elska þig alveg eins og þú ert. Þú þarft ekki að grennast.
Kjaftæði!!
Þarna er verið að traðka á möguleikum annarrar manneskju. Burtséð frá fagurfræði, þá má setja spurningamerki við alla þá sem vilja ekki að maki þeirra geri jákvæðar heilsufarslegar breytingar á lífi sínu.
Þegar makinn segir Elskan mín, þú mátt nú alveg við því að hreyfa þig meira og hugsa betur um mataræðið þá er óþarfi að grenja yfir mannvonskunni. Það eru svoleiðis makar sem eru þess virði.
Ég elska þig eins og þú ert, þú þarft ekkert að breyta neinu er kurteisislegur máti að segja Ég fæ vanmetakennd og finnst ég vera latur/löt ef þú kemur þér í form en ekki ég. Gerðu það að halda áfram að vera feitur/feit og auka líkurnar á hjartasjúkdómum, krabbameini og sykursýki. Það er betra að þú deyir um fimmtugt úr heilsufarslegum komplikasjónum, en að ég sé óöruggur eða finnist ég þurfa að koma mér í form.
Hugarfar | Breytt 20.7.2009 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.7.2009 | 11:37
Sektarákvæði
Í rækt Naglans hér í Danaveldi hefur verið tekið upp á að sekta menn um 30 DKR (650 íkr) ef ekki er handklæði meðferðis meðan æft er í salnum. Naglanum finnst þetta vel, enda fátt viðbjóðslegra en að leggjast á bekk með svitabletti eftir aðra. Sérstakan viðbjóð vekur sveitt hnakkafar á bekkpressubekknum.
Naglanum finnst að það megi einnig beita sektarákvæðum á þá sem ekki ganga frá lóðum og stöngum eftir sig.
Það er fátt meira óþolandi en að þurfa að byrja á að strippa stöngina af 5-6 stk af 20 kg plötum eftir einhvern jálk sem dru...aðist ekki til að ganga frá eftir sig. Það er nú bara æfing útaf fyrir sig.
Hvað ef það kæmi nú sjötug kona og vildi nota hnébeygjustöngina eða fótapressuna, á hún að þurfa að hreinsa til eftir útúrpumpaðan dólg sem tekur 30x meira en hún?
Ef fólk finnur það ekki hjá sjálfu sér að ganga frá eftir sig í salnum, alveg eins og það (vonandi) gerir heima hjá sér, þarf hreinlega að grípa til forræðishyggjunnar svo það læri þetta í eitt skipti fyrir öll.
Naglinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2009 | 11:45
Another year gone by...
Ástæða bloggleysis undanfarinna daga er dvöl Naglans í London að halda upp á 2 ára stórafmæli systurdóttur sinnar.
Af því tilefni fór Naglinn að hugsa hver staðan á skrokknum var fyrir ári síðan í 1 árs afmælinu. Þá var Naglinn á mjög vondum stað líkamlega, búin að fitna um 15 kg á 3 mánuðum. Þessi fitusöfnun var hörmulegt rebound eftir kolrangt undirbúningsferli fyrir fitness-keppni árið 2007, þar sem Naglinn gerði ómannlegt magn af brennsluæfingum og borðaði eins og 7 ára krakki.
Svona tímabil lítur líkaminn á sem hungursneyð og ógn við heilsuna. Þess vegna breytir líkaminn öllu sem að kjafti kemur, hvort sem það er kjúklingur og brokkolí eða súkkulaði og lakkrís, í fitu til að eiga nóg í bankanum fyrir næstu hungursneyð.
Þess vegna reynir Naglinn að brýna fyrir sínu fólki að hætta að kroppa eins og hænsn í hrökkbrauð og skitið epli og borða eins og fullvaxta fólk. Slíkt kropp og nart gerir ekkert annað en að skemma brennslukerfið og gera líkamann lamaðan í fitubrennslu. Fólk sem tutlar í 1200 hitaeiningar á dag og skilur svo ekkert í að lýsið haggist ekki, þýðir bara að líkaminn er í bullandi vörn, enda slíkur hitaeiningafjöldi eingöngu til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi hjá fólki í dauðadái.
Síðasta ár hefur verið tileinkað fitubrennslu hjá Naglanum en það hefur langt í frá verið dans á rósum að losa sig við lýsið. Það tók líkamann langan langan tíma að detta í fitubrennslugírinn enda kerfið í rúst og hefur Naglinn og Þjálfi unnið hörðum höndum við að koma því á koppinn aftur.
Oft hefur Naglann langað til að hætta öllu saman og leggjast bara upp í rúm og grenja. En það hefur bara ekki verið í boði, því hverju skilar svoleiðis aumingjagangur?
Þeir sem ná árangri eru þeir sem halda áfram í mótlætinu.
Þess vegna hefur Naglinn vigtað og mælt, hamast og djöflast, hlaupið og lyft. Og hverju hefur það skilað?
Á þessu ári sem liðið er hefur Naglinn náð að skafa af sér 12 kg, og er í besta formi lífs síns núna.
Þolið er margfalt betra þrátt fyrir helmingi færri brennsluæfingar, styrkurinn er meiri þrátt fyrir að lyfta sjaldnar í viku en í gamla daga.
Meira er klárlega ekki betra þegar kemur að líkamlegu formi, hvíldin er alltof vanmetinn þáttur hjá mörgum.
Útlitslega er Naglinn mjög sátt, kemst í öll gömlu mjónu fötin sín, er samt 3 kg þyngri með stærri axlir og hendur en mjórra mitti.
Nú er svo komið að Naglinn fær heilan nammidag á planinu sínu
jebb þið heyrðuð rétt
ekki bara eina máltíð heldur heilan dag án takmarkana af gegndarlausu rugli.
Þessi dagur gegnir mikilvægu hlutverki í fitutapinu. Þegar fólk er komið niður í ákveðna fituprósentu dettur leptín framleiðslan niður og heill nammidagur virkar til að endurstilla leptínið og koma fitubrennslunni aftur í gang.
Eftir slíkan dag hefur Naglinn þyngst um heil 5 kiló en eftir 7 daga var Naglinn kílói léttari en fyrir nammidaginn. Eftir því sem fituprósentan er lægri verður líkaminn skilvirkari í að vinna úr sukkinu og minni líkur á að sukkið breytist í spek.
Vegna þess að Naglinn hefur sjálf þurft að berjast með blóði, svita og tárum (í bókstaflegri merkingu) við kílóin er vorkunn Naglans enginn þegar fólk vælir um að þetta sé svo erfitt, mikið vesen að borða hollt, allt svo vont á bragðið, leiðinlegt að fara í ræktina
og bla bla bla
. suck it up! hættið að grenja og gerið það sem þarf.
Nema að þið séuð svona svakalega sátt við spegilmyndina og skítsama um heilsuna þá skuluð þið bara halda áfram að slafra í ykkur Burger King. Það er enginn sem neyðir ykkur að hreyfa ykkur og borða hollt.
Naglinn hefur þurft að hanga á kjúllanum eins og hundur á roði, þurft að sleppa nammimáltíðum í fleiri vikur og rifið sig upp í ræktina fyrir dögun hvern dag.
En þetta hefur allt verið svo innilega þess virði
að vera sátt í eigin skinni hefur alltaf vinninginn yfir löngun í súkkulaði
og að vera komin á þann stað að fá heilan nammidag
need I say more???
Naglinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.7.2009 | 15:34
Rabarbarapönnsur...it's a vegetable
4 eggjahvítur (magni má breyta)
40g haframjöl (magni má breyta)
1 bolli rabarbari saxaður
1 matskeið mysuprótín með hindberjabragði
Blanda eggjahvítum, haframjöli og prótini saman í blandara. Á meðan bæta smá vatni við rabarbarann og hita í potti eða í örbylgju. Stappa rabarbarann með gaffli og bæta út í blandarann.
Hella á heita pönnukökupönnu. Snúa við eftir 2-3 mín eða þegar komnar loftbólur á efri hliðina. Baka á hinni hliðinni í 1-2 mínútur.
Rosa gott með jarðarberjum ofan á.
P.S vissuð þið að rabarbari er grænmeti en ekki ávöxtur
Uppskriftir | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.6.2009 | 09:39
Nothing tastes as good as looking good does
Nú er ferðalagatíminn að hellast yfir landann. Hitabylgja, endalaus dagsbirta og fuglasöngur vekja upp löngun til að kúldrast í tjaldi ofan í traustum Ajungilaknum, hefja raust sína við gítarglamur og velta sér uppúr dögginni.
Nalganum þykir of áberandi hvað slíkar ferðir varpa öllum sjálfsaga í mataræðinu fyrir róða og litli púkinn á öxlinni tekur öll völd. Það er engin ástæða til að leyfa þeim skratta að leika lausum hala og færa okkur mörg skref afturábak um helgar bara af því við erum ekki heima hjá okkur í rútínulífinu.
Flest könnumst við við 90% regluna, sem leyfir okkur smá frelsi í mataræðinu, en því nær 100% sem við erum, því margfalt meiri verður árangurinn.
2-3 dagar af einhverju bulli og rugli í sukki og svínaríi eru komnir langt út fyrir þetta frelsi og þjóna ekki lengur þeim tilgangi sem frjáls máltíð gerir sem er að hugga sálartetrið.
Það má líta á leiðina til árangurs eins og spilið Slöngur og stigar. Sukkhelgar eru eins og snákurinn og færa okkur aftur niður á spilaborðinu nær byrjunarreit, á meðan hóflegt svindl eins og 1-2 frjálsar máltíðir um helgar færa okkur upp stigann nær lokareitnum (markmiðinu)
Það er ekkert mál að halda sig við beinu brautina í ferðalögum en það krefst auðvitað fórna eins og allt annað í lífinu sem er þess virði.
Nokkrir tímar í eldhúsinu, nokkrar Tupperware dollur, kælibox, kælielement og rétt hugarfar er allt sem þarf.
Ef við erum vel undirbúin með skottið á bílnum sneisafullt af hollustu þá verður auðveldara að feta beinu brautina innan um Doritos viðbjóðinn og Hraunbitakassana sem hinir troða í smettið á sér og misþyrma þannig aumingja æðakerfinu og heilsunni.
Nokkrar hugmyndir að hollum og góðum ferðalagamat:
Beint af kúnni í kæliboxið eða matartöskuna:
Skyrdollur
Jógúrt dollur
Kotasæla
Hrökkbrauð
Hrískökur
Hnetusmjör
Harðfiskur
Baby gulrætur
Möndlur, Valhnetur og pekanhnetur
Prótínduft + shaker mál
Haframjöl (ef hægt að hita vatn á prímus er hægt að kokka upp hafragraut)
Túnfiskur í dós
Ávextir
Í Tupperware:
Soðnar kartöflur/sætar kartöflur, soðin hýðisgrjón
Túnfisksalat (tuna, sýrður/kotasæla/skyr, egg, laukur, sinnep)
Eggjahvítupönnsur
Haframjöls-eggjahvítu múffur
Hjemmelavet hnetusmjörsstykki
Niðurskorið grænmeti: brokkolí, blómkál, agúrka, sellerí (má setja í poka til að spara pláss)
Harðsoðin egg
Eldaður kjúlli og nautakjöt (má setja í poka til að spara pláss)
Havre Fras, All Bran, Spelt Flakes, Bran Flakes í morgunmat (má setja í poka til að spara pláss en hætta á að kremjist í öreindir)
Góða ferð!!
Mataræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.6.2009 | 16:40
Óhugnanlegar afleiðingar megrunar
Árið 1950 var gerð rannsókn á áhrifum megrunar á hegðun og hugarfar (Keys et. al, 1950).
Þessi rannsókn myndi klárlega ekki fá samþykki Siðanefndar í dag, en er engu að síður mikilvæg heimild sem varpar ljósi á áhrif langvarandi megrunar.
Þátttakendur voru heilbrigðir karlmenn í góðu formi og við góða andlega heilsu. Í sex mánuði var hitaeininganeysla þeirra skorin niður um helming og þetta tímabil endaði með góðri átveislu í nokkra daga. Niðurstöðurnar voru sláandi. Gríðarlegar breytingar urðu á hegðun, hugarfari og félagslegu atgervi þessarra manna og þær vörðu lengi eftir að rannsókn lauk. Þráhyggjuhugsanir, draumar og samtöl um mat urðu mjög áberandi, sem og óeðlilega mikill áhugi á matseðlum, uppskriftum sem áður var ekki til hjá þessum mönnum. Eins varð þráhyggja um tímasetningar á máltíðum áberandi sem og óhófleg neysla á kaffi og þurfti að takmarka neyslu þeirra í 9 bolla á dag!! Margir fengu átraskanir, þar sem þeir misstu sig í óhófleg átköst sem enduðu með uppköstum og sjáfsfyrirlitningu og lélegri sjálfsmynd.
Eftir langvarandi megrun virðist sem stöðin í heilanum sem stjórnar seddutilfinningu ruglist svo maður er aldrei saddur en það gerðist einmitt hjá þátttakendunum. Þeir gátu borðað og borðað en urðu aldrei almennilega saddir. Það er eins og líkaminn sé að bregðast við eins og matur verði aldrei í boði aftur.
Líkamlegar breytingar áttu sér einnig stað hjá þessum mönnum. Þeir upplifðu einbeitningarleysi, misstu hárið, kvörtuðu undan svima, hausverk og þoldu illa kulda því líkamshiti þeirra hafði lækkað. Grunnbrennsluhraði (BMR) þeirra hafði einnig lækkað umtalsvert. Með því að borða langt undir eðlilegum hitaeiningafjölda í langan tíma eins og oft er raunin í mörgum megrunarkúrum hægist á brennslukerfinu og hjá sumum mannanna lækkaði grunnbrennslan um heil 40%.
Heimild: Keys, A., Brozek, J., Henschel, A., Mickleson, O., og Taylor, H. L. The biology of human starvation. (1950). Minnesota: University of Minnesota Press
Það er beinlínis lífshættulegt að vera með lága fituprósentu allan ársins hring, við þurfum ákveðið magn af líkamsfitu til að fúnkera rétt bæði líkamlega og andlega. Það er hægt að fara mjög neðarlega í fituprósentu en aðeins í skamman tíma eins og í nokkra daga í kringum fitness/vaxtarræktarkeppnir.
Líkaminn leitast við að koma sér úr slíku ástandi sem fyrst því það er ógn við heilsuna.
Blæðingar kvenna hætta þegar fituprósentan fer niður fyrir ákveðin mörk en það er leið líkamans til að koma í veg fyrir þungun því líkaminn er ekki í stakk búinn til að veita öðru lífi næringu þegar hann rétt skrimtir með sjálfan sig.
Eftir stranga megrunarkúra er venjan að fólk byrji aftur að borða eðlilega, t.d borða aftur kolvetni og þá þyngist fólk oft mjög hratt aftur, mestmegnis í formi vökva vegna aukinnar kolvetnaneyslu.
Margir lenda í svokölluðu rebound þar sem alveg sama hvað þú borðar þú fitnar á óeðlilegum hraða. Líkaminn leitast við að geyma allar hitaeiningar í formi fitu sem er orkuforði líkamans, og verjast þannig slíku hungurástandi í framtíðinni. Margir leita því í að vera í megrun allan ársins hring sem er afar slæmt fyrir líkamann og hugarfarið eins og sjá má af niðurstöðum Minnesota rannsóknarinnar. Félagsleg einangrun, þráhyggjuhugsanir um mat, skemmt brennslukerfi, skortur á einbeitningu og aukin hætta á átröskunum fylgja slíku óheilbrigðu sambandi við mat.
Reynum frekar að lifa heilbrigðu lífi, borða hollt og reglulega og hreyfa okkur. Gerum hollt mataræði að lífsstíl frekar en að detta í stórhættulega megrunarkúra í örvæntingu þegar allt er komið í óefni.
Mataræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.6.2009 | 17:44
Tempó
Hvert reps eða endurtekning er tvíþætt: samdráttur vöðvans (pósitífan) og lenging vöðvans (negatífan). T.d í tvíhöfðaréttu þá er pósitífan sá hluti lyftunnar sem kreppir vöðann eða í þessu tilfelli uppleiðin, og negatífan er þá niðurleiðin því þá lengist vöðvinn aftur.
Það er alltof algeng sjón að fólk leyfir þyngdaraflinu að taka öll völd í negatífunni. Það lætur lóðin bara gossa niður á ógnarhraða og aftur upp og aftur niður.... Með þessu er fólk aðeins að þjálfa á 50% álagi, því vöðvinn er líka að vinna í negatífunni.
Með því að telja upp á 2 eða 3 í negatífunni vinnum við á móti þyngdaraflinu og vöðvinn verður sterkari fyrir vikið.
Pósitífuna skal hins vegar gera á 1 sek, en þó með góðu formi, því þannig virkjum við rauðu vöðvaþræðina sem gera vöðvann sterkari. Þegar við erum farin að ströggla og gera pósitífuna hægar en 1-2 sek, þá eru rauðu vöðvaþræðirnir hættir að skjóta og við fáum ekki lengur eins mikið útúr settinu. Það er því ekki lykilatriði að klára sig fram í rauðan dauðann í hverju setti til að ná árangri.
Virkjum toppstykkið í lyftingunum og hugsum alltaf um tempóið í repsunum.
22.6.2009 | 11:18
Endursamsetning líkamans
Þessi pistill er tileinkaður öllum þeim sem grenja yfir vigtinni viku eftir viku eftir mánuð eftir mánuð.
Fyrir nokkrum árum þegar Naglinn var í námi í Bretlandi grenntist Naglinn niður í sögulegt lágmark, og það á óhollan hátt, enda fleiri brennsluæfingar stundaðar en þykir mannlega hollt og .
Eins og flestir lesendur hafa orðið varir við hefur Naglinn verið að skafa af sér lýsið undanfarna mánuði, samhliða því að koma brennslukerfinu aftur á réttan kjöl eftir margra ára misnotkun.
Núna er Naglinn farin að nota aftur þær brækur sem notaðar voru á horuðum námsárunum, en samt er Naglinn heilum 6 kílóum þyngri og borðar 500-700 hitaeiningum meira á dag en þá.
Einn kúnni Naglans sem hefur verið í fjarþjálfun í 3 mánuði hefur náð af sér heilu einu kílói..... en misst 20 cm af mallakút og 10 cm af afturenda. Hún er semsagt mun minni um sig en samt nánast jafn þung.
Hvernig má þetta vera?
Það kallast endursamsetning líkamans (body recomposition). Með því að lyfta lóðum kemur meira kjöt á skrokkinn sem brennir fleiri hitaeiningum og því er hægt að borða meira án þess að það breytist í fitu.
Einnig er brennslukerfið orðið skilvirkara þar sem líkaminn fær nóg að bíta og brenna, og getur því skafið lýsið af án þess að fara í varnarmekanisma og hægja á öllu kerfinu eins og gerist þegar kroppað er eins og ræfilslegur kjölturakki.
Hverjum er ekki skítsama hvaða tölu baðvogin sýnir, eru það ekki sentimetrarnir, spegillinn og fötin sem skipta máli þegar kemur að fitutapi?
Naglinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar