Færsluflokkur: Uppskriftir

Mandler

Möndlur eru snilldar matur. Þær eru fullar af næringu, sem þýðir að í litlum skammti færðu haug af næringarefnum og hitaeiningum en GÓÐUM hitaeiningum úr GÓÐU fitunni.

Í einum skammti af möndlum, c.a handfylli, færðu smá prótínskammt, E-vítamín (andoxunarefni) og góðan skammt af trefjum (sem fylla mann svo vel).
Möndlur eru að mestu leyti samsettar úr einómettuðum fitusýrum, sem eru mjög góðar fyrir hjartatetrið.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að möndlur geta lækkað LDL kólesterólið (Leiðinlega kólesterólið) í blóði að því gefnu að mettuð fita sé í lágmarki í mataræðinu.

Naglinn borðar mjög mikið af möndlum og mælir með þeim við allt sitt fólk. Hins vegar getur orðið leiðigjarnt að borða þær berrassaðar.

Þess vegna setti Naglinn höfuðið í bleyti og kom upp með snilldar leið til að hressa möndlugreyin aðeins við en halda samt í hollustuna.

Ristaðar möndlur:

Setja möndlur á þurra pönnu
Hita pönnu upp í mjög háan hita
Þegar möndlur orðnar vel brúnar strá kanil yfir þær.

Naglinn hefur einnig prófað reykt paprikuduft, múskat, tandoori og marókkóska kryddblöndu... allt saman algjör snilld

Voilá… simple and sweet.

Hrikalega gómsætt út í salat.


Löglegur Bragðarefur

Í tilefni af endurkynnum Naglans við bjúgaldin kemur hér uppskrift að hrikalega djúsí samsetningu sem Naglinn uppgötvaði nýlega.

1 skeið prótinduft (Naglinn notar súkkulaðibragð)
hrært í blandara í búðingaþykkt með klaka og 100 ml af vatni

1/2 banani skorinn í smáa bita

100 g jarðarber skorið í smáa bita

(magni má breyta eftir daglegri þörf hvers og eins)

Ávöxtunum hellt út í prótínbúðinginn og snætt með langri skeið.
Hver þarf bragðaref þegar svona góðgæti er löglegt??


Rabarbarapönnsur...it's a vegetable

4 eggjahvítur (magni má breyta)
40g haframjöl (magni má breyta)
1 bolli rabarbari saxaður
1 matskeið mysuprótín með hindberjabragði

Blanda eggjahvítum, haframjöli og prótini saman í blandara. Á meðan bæta smá vatni við rabarbarann og hita í potti eða í örbylgju. Stappa rabarbarann með gaffli og bæta út í blandarann.

Hella á heita pönnukökupönnu. Snúa við eftir 2-3 mín eða þegar komnar loftbólur á efri hliðina. Baka á hinni hliðinni í 1-2 mínútur.

Rosa gott með jarðarberjum ofan á.

P.S vissuð þið að rabarbari er grænmeti en ekki ávöxtur


Nothing tastes as good as looking good does

Nú er ferðalagatíminn að hellast yfir landann. Hitabylgja, endalaus dagsbirta og fuglasöngur vekja upp löngun til að kúldrast í tjaldi ofan í traustum Ajungilaknum, hefja raust sína við gítarglamur og velta sér uppúr dögginni.

Nalganum þykir of áberandi hvað slíkar ferðir varpa öllum sjálfsaga í mataræðinu fyrir róða og litli púkinn á öxlinni tekur öll völd. Það er engin ástæða til að leyfa þeim skratta að leika lausum hala og færa okkur mörg skref afturábak um helgar bara af því við erum ekki heima hjá okkur í rútínulífinu.

Flest könnumst við við 90% regluna, sem leyfir okkur smá frelsi í mataræðinu, en því nær 100% sem við erum, því margfalt meiri verður árangurinn.
2-3 dagar af einhverju bulli og rugli í sukki og svínaríi eru komnir langt út fyrir þetta frelsi og þjóna ekki lengur þeim tilgangi sem frjáls máltíð gerir sem er að hugga sálartetrið.
Það má líta á leiðina til árangurs eins og spilið Slöngur og stigar. Sukkhelgar eru eins og snákurinn og færa okkur aftur niður á spilaborðinu nær byrjunarreit, á meðan hóflegt svindl eins og 1-2 frjálsar máltíðir um helgar færa okkur upp stigann nær lokareitnum (markmiðinu)

Það er ekkert mál að halda sig við beinu brautina í ferðalögum en það krefst auðvitað fórna eins og allt annað í lífinu sem er þess virði.
Nokkrir tímar í eldhúsinu, nokkrar Tupperware dollur, kælibox, kælielement og rétt hugarfar er allt sem þarf.

Ef við erum vel undirbúin með skottið á bílnum sneisafullt af hollustu þá verður auðveldara að feta beinu brautina innan um Doritos viðbjóðinn og Hraunbitakassana sem hinir troða í smettið á sér og misþyrma þannig aumingja æðakerfinu og heilsunni.

Nokkrar hugmyndir að hollum og góðum ferðalagamat:

Beint af kúnni í kæliboxið eða matartöskuna:

Skyrdollur
Jógúrt dollur
Kotasæla
Hrökkbrauð
Hrískökur
Hnetusmjör
Harðfiskur
Baby gulrætur
Möndlur, Valhnetur og pekanhnetur
Prótínduft + shaker mál
Haframjöl (ef hægt að hita vatn á prímus er hægt að kokka upp hafragraut)
Túnfiskur í dós
Ávextir

Í Tupperware:

Soðnar kartöflur/sætar kartöflur, soðin hýðisgrjón
Túnfisksalat (tuna, sýrður/kotasæla/skyr, egg, laukur, sinnep)
Eggjahvítupönnsur
Haframjöls-eggjahvítu múffur
Hjemmelavet hnetusmjörsstykki
Niðurskorið grænmeti: brokkolí, blómkál, agúrka, sellerí (má setja í poka til að spara pláss)
Harðsoðin egg
Eldaður kjúlli og nautakjöt (má setja í poka til að spara pláss)
Havre Fras, All Bran, Spelt Flakes, Bran Flakes í morgunmat (má setja í poka til að spara pláss en hætta á að kremjist í öreindir)

Góða ferð!!


Erluréttur Naglans


Þar sem Naglinn eldar alltaf bara ofan í sinn eigin maga þá miðast þessi uppskrift við eina hræðu. Magninu má því breyta eftir fjölda sem snæðir.

4% nautahakk (100-150g)
Sveppir
Laukur
2 tsk Tómatpúrra
1-2 tsk Salsa sósa
1/2 tsk sinnep
vatn

Steikja sveppi og lauk (eða hvaða grænmeti sem er) á pönnu og krydda veeeel. Setja í pott.
Steikja hakk og krydda veeeel. Setja það magn af nautahakki sem þú notar í pottinn með grænmetinu. Gott að geyma restina í ísskáp til að nota næst.

Hræra tómatpúrru, sinnepi, salsasósu saman við. Hella smá vatni út í ef of þurrt.

Voilá

Hrikalega gott með hýðisgrjónum í hádeginu, eða með möndlum og salati á kvöldin.


Hollar salat dressingar

Holl Sesar dressing

 

1 dós hrein jógúrt

2 msk ferskur sítrónusafi

1 tsk ólífuolía

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk Dijon sinnep

1 tsk Worcestershire sósa

1 hvítlauksrif

Salt og pipar

 

Blandið vel saman: Sinnepi, sítrónusafa, ediki, Worcestershire,hvitlauk, salt og pipar í matvinnsluvél eða í góðum blandar

Bætið ólífuolíu og jógúrti saman við og hrærið þar til velblandað saman. 

 

Vinaigrette með indversku ívafi

 

1 tsk salt

½ tsk madras karrý

½ tsk pipar

8 msk ólífuolía

5 msk hvítvínsedik

 

Setjið allt í hristara með góðu loki og hristið þar tilhefur blandast vel saman.  Borðiðstrax eða geymið í ísskáp.

 

Hristið vel fyrir notkun

 

 

Basil olía

 

1 stórt búnt basil lauf

1-2 bollar ólífuolía (extra virgin er best)

 

Sjóða vatn í potti

Hafa tilbúna skál með ísköldu vatni

Setja basil í sjóðandi vatn í 1 mín og setja svo í ískaltvatnið í 1 mín

Kreista út vatn og dreifa úr og leyfa að .þorna áþrifsisblaði í u.þ.b 1 klst

Blanda basil og ólífuolíu í matvinnsluvél/blandara þangaðtil orðið slétt og vel blandað. 

Hella í plastílát með loki.

Geymist í kæli í 6 vikur

 

Tarragon Vinaigrette

 

¼ tsk af salti

1 Msk Dijon eða gróft sinnep

¼ bolli hvítvíns edik

¾ bolli Extra Virgin ólífuolía

1 stórt búnt Tarragon (saxa laufin gróflega)

 

Í skál hræra salt við edik og bæta svo sinnepi við og hræraþar til salt er leyst upp.  Hræaraólífu olíu hægt saman við þar til fitudroparnir umlykja vatnsdropana með hjálpsinnepsins.

 

Henda tarragoni saman við og blanda vel saman

Krydda með meira salti og pipar ef þarf

 

Ýmsar skemmtilegar blöndur:

 

Balsamedik

Sinnep

Sítrónusafi

 

Ólífuolía

Balsamedik

Hvítlauksrif

Sinnep (má sleppa)

Salt

Pipar

 

 

Ólífuolía

Vatn

Knorr-mix Balsamico eða Fransk

 

Sýrður rjómi 5% eða hrein jógúrt eða hrein skyr

Knorr mix Græsk

 

Tilbúnar dressingar:

 

Balsamgljái frá Sollu

Belazu Balsamedik (fæst í Nóatúni)

Hvítvínsedik

Jarðarberjaedik (fæst í Hagkaup)

Salsa sósa

 

 


Pina Colada... án áfengis og sykurs


Af því að handan við hornið er löng helgi þá er hér uppskrift að snarli með Pina Colada bragði til að koma fólki í helgargírinn.
Fín millimáltíð þegar skyrið er farið að valda velgju.

Pina Colada - áfengis-og sykurlaus

125 g kotasæla
3/4 bolli ananas bitar
Kókos síróp (fæst í Kaffitár)
Vanilludropar
Ísmolar

Blanda í blandara

Góða helgi!!


Hnetusmjörs Soja Kjúlli

Hnetusmjörs Soja Kjúlli

2 msk náttúrulegt hnetusmjör (eða skammturinn þinn)
2 msk sojasósa
1 tsk ólífuolía
½ -1 msk sítrónusafi
1-2 hvítlauksrif, saxað smátt
½ chilli saxað (má sleppa)

Hrærið allt saman á vægum hita í potti.
Skerið kjúklingabringu í bita.
Marinerið kjúklinginn uppúr sósunni í 1-2 klst í ísskáp og grillið eða bakið.
Má líka nota sem sósu til hliðar með krydduðum kjúkling.


Leyndarmál úr eldhúsi Naglans

Naglinn vill deila með lesendum leyndarmáli úr eldhúsinu.  

Þessir dropar: http://capellaflavordrops.com/flavordrops.aspx eru magnaðasta uppgötvun Naglans og hafa aldeilis lífgað upp á mataræðið.  Þá má nota í hvað sem er, en Naglinn notar dropana aðallega í eggjahvítupönnsur, hafragraut, hýðishrísgrjón og prótínsheika.

Má bjóða þér eggjahvítupönnsu með eplakökubragði, eða hafragraut með karamellubragði, nú eða hýðishrísgrjón með kókosbragði?   


Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 550730

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband