Færsluflokkur: Mataræði
7.8.2009 | 10:53
Hangandi á hor-riminni
Naglinn gerði óvísindalega könnun hér til vinstri á síðunni á því hvað fólk telur eðlilegan hitaeiningafjölda fyrir fitutap.
Naglinn hefur grátið sig í svefn yfir þeim sem völdu 1000 og 1200 he hnappinn. Það er rétt nóg til að halda líkamsfúnksjón í lagi, en þá á eftir að knýja áfram átökin í ræktinni, og halda þér gangandi í gegnum vinnudaginn, sjá um börnin, versla í matinn og alles.
Hver vill lifa á hungurmörkum? Af hverju að gera lífið að slíkri kvöl og pínu??
Rétta svarið er að hitaeininga fjöldi fer eftir þyngd hvers og eins, og er því afstæð. Þetta er ekki one size fits all, og reytir Naglinn hár sitt við að heyra að enn sé verið að dreifa út þeim óhróðri að þú þurfir 1500 eða 1200 hitaeiningar til að missa fitu, og þetta er sagt bæði við 100 kg karlmann og 60 kg konu. HALLÓ!!!
Þarf stærri bíll með stærri vél ekki meira bensín? Sama gildir um mannskepnuna. Það krefst meiri orku að knýja áfram stærri líkama.
Það er skelfilegt að heyra um fólk sem fylgir í sakleysi sínu slíkum rugl-ráðleggingum.
Brennslukerfið fer allt í hönk því líkaminn heldur að sé hungursneyð og harðneitar að láta fituna af hendi, en er skítsama um vöðvakvikindin, þau eru hvort sem er svo frek og hrifsa til sín þessar örfáu skitnu kaloríur sem láta sjá sig.
Afleiðiningin er snar lækkaður grunnbrennsluhraði af því vöðvatutlurnar eru á bak og burt. Þyngdin hefur þar af leiðandi lækkað (vöðvavefur er þyngri en fituvefur), og viðkomandi hoppar hæð sína af gleði.
En Adam er ekki lengi í Paradís, þegar í ljós kemur að letihaugurinn fituvefurinn er enn á sínum stað og fötin passa alveg jafn illa.
Frekari tilraunir til fitutaps eru vægast sagt grátlegar, enda vöðvarnir sem sjá um að halda grunnbrennslunni í botni eekki lengur í partýinu og því þarf alltaf að lækka og lækka kaloríurnar til að grennast.
En hversu mikið neðar geturðu farið ef þú byrjaðir í 1200 kal? Ætlarðu niður í 1000 kvikindi, sem er varla nóg til að halda meðalstórum naggrís gangandi?
Þess vegna er betra að byrja í eðlilegum fitutaps hitaeiningafjölda til að geta svo skorið niður, án þess að hengja sig á hor-rimina.
Til þess að finna út hvaða hitaeiningar þarf til að missa fitu er best að finna út í hvaða hitaeiningafjölda þú viðheldur þyngdinni.
Það er yfirleitt líkamsþyngd í kg * 30-33.
Þegar þú hefur fundið þá tölu skaltu draga 10-20% frá og þá ertu komin(n) með fitutaps hitaeiningafjölda.
Aðlaga svo eftir árangri eða árangursleysi. Ertu að missa, ertu að missa of hratt, ertu ekkert að missa o.s.frv. Þess vegna er mikilvægt að mæla sig á 2-3 vikna fresti til að geta gert breytingar ef þarf.
Í guðs bænum hættið að hlusta á bábiljurnar um 1200 kaloríurnar það passar fínt ef þið eruð í dauðadái.
Mataræði | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.8.2009 | 09:13
Skortur á svefni tengist offitu
Þessi pistill er ætlaður vansvefta landanum eftir erfiða helgi. Nýleg rannsókn sem birtist í International Journal of Obesity (32: 1835-1840, 2008) sýndi að skortur á svefni tengist offitu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi að fólk sem svaf minna borðaði fituríkari fæðu en þeir sem sváfu nóg. Eftir því sem svefninn varð minni því meiri varð neysla á kolvetnum og fitu, en lengd svefns tengdist hinsvegar ekki prótíninntöku. Fólk borðar meiri fitu þegar það er vansvefta sem leiðir til offitu. Síðan 1960 hefur meðallengd svefns hjá fólki í USA minnkað úr 9 tímum á nóttu í 7 tíma árið 2009.
Samhliða hefur offita aukist ógnvænlega mikið. Rannsakendur eru samt ekki vissir um hvaða mekanismar liggja að baki þessari löngun í fituríkt fæði þegar fólk er vansvefta.
Það er hinsvegar vitað að skortur á svefni hendir hormónajafnvægi út um gluggann og hormónar stjórna svengd og seddutilfinningu.
Hver kannast ekki við að langa í sukk og viðbjóð eftir svefnlausa djammnótt, tala ekki um 3-4 nætur í röð eins og um verslunarmannahelgi. Hversu margir stoppuðu í vegasjoppu kvikindinu á leiðinni heim og slöfruðu í sig einum sveittum sjoppuborgara með tilbehör, krabbameinsstautum og bleiku hjartaáfallsdrullu (frönskum og kokteilsósu)? Hversu margir boruðu hausnum ofan í Doritos pokann um helgina með Hraunbitana á kantinum? Það er hreinlega eins og líkaminn öskri á drasl þegar maður er þreyttur.
Það er því mikilvægt að leitast við að ná fullum svefni, 7-8 tímar á nóttu og munið að gæðasvefninn er fyrir miðnætti.
http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/134593
Mataræði | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2009 | 08:50
Allir gera mistök
Nokkrar sjóðheitar skonsur, sem eru miklar fyrirmyndir Naglans, voru spurðar að því hvað hefðu verið þeirra helstu mistök þegar þær byrjuðu að æfa og borða hollt.
Hér koma svörin þeirra:
Giska á magn af mat í stað þess að vigta eða telja. 15 g af hnetusmjöri er miklu minna en fólk heldur.
Ég ályktaði bara að ég væri ekki að borða of mikið. Af hverju gallabuxurnar urðu alltaf þrengri og þrengri var mér mikil ráðgáta he he
Að átta mig á hollusta þarf að gerast alla daga, ekki bara mánudag til föstudags. Einn dagur í rugl um helgi getur hindrað árangurinn og þurrkað út góða viku.
Óraunhæfar væntingar. Ég hélt að ég myndi fá sjóðheitan skrokk eftir nokkrar lyftingaæfingar og nokkrar vikur af hollustu. Nú veit ég betur og hef lært að þolinmæði er lykillinn í fitutapi.
Að búast við árangri med det samme. Ég lagðist í þunglyndi ef ég missti ekki 5kg strax í viku 1.
Að skilja ekki muninn á ÞYNGDARtapi og FITUtapi. Ég ályktaði að fyrst vigtin hreyfðist ekki þá væri ekkert að gerast.
Þráhyggja yfir vigtinni. Ég vigtaði mig á hverjum degi og varð þunglynd ef hún fór ekki niðurávið. Nú vigta ég mig einu sinni í viku. Mælingar og hvernig fötin passa skiptir mig svo miklu meira máli.
Að borða ekki nóg af góðu fitunni. Ég setti samasemmerki milli fitu í mat og fitu í líkama. Nú veit ég hvað hún er mikilvæg fyrir fitutap, vöðvauppbyggingu og heilbrigði.
Ég vanmat skaðann af því að fara yfirum í svindli og hunsa 90% regluna.
Að detta af beinu brautinni þýddi fuck-it, þetta er ónýtt hvort eð er og gúffaði í mig það sem eftir var dagsins.
Ég hélt að prótinbar væri hollari en venjulegur matur því þau voru hönnuð með fitness fólk í huga.
Skemmdi brennslukerfið með alltof miklu af brennsluæfingum.
Ég hunsaði öll lögmál um að maður stækki í hvíld og gerði alltaf meira og meira af æfingum, bæði lyftingum og brennslu, því ég hélt að meira væri betra.
Ég trúði mýtunum að 1200 kal væri leiðin til fitutaps, og skildi ekki af hverju ekkert gerðist (líkaminn í bullandi vörn). Minnkaði og minnkaði matinn og var komin niður í 800 kal á dag. Það var skelfilegt tímabil.
Að borða of lítið alltof lengi. Það tók mig langan tíma að laga þann skaða sem ég gerði líkamanum með alltof fáum hitaeiningum.
Ég var löt og nennti ekki að undirbúa máltíðirnar fyrir næsta dag kvöldið áður. Það var ávísun á að grípa eitthvað óhollt sem hendi var næst af því ég hafði ekki tíma á morgnana.
Að drekka ekki nóg vatn. Það leiddi oft til ofáts þar sem líkaminn mistúlkar oft þorsta fyrir hungur.
Mistök Naglans:
Að borða of lítið.
Að brenna of mikið.
Að æfa alltof mikið 10 12 x í viku
Að taka heilan dag af bulli og ætla svo að ná því af með 6 dögum af 60 mínútna cardio.
Enda fékk Naglinn að finna fyrir afleiðingunum af þessum mistökum
.handónýtt brennslukerfi.
Mataræði | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.6.2009 | 09:39
Nothing tastes as good as looking good does
Nú er ferðalagatíminn að hellast yfir landann. Hitabylgja, endalaus dagsbirta og fuglasöngur vekja upp löngun til að kúldrast í tjaldi ofan í traustum Ajungilaknum, hefja raust sína við gítarglamur og velta sér uppúr dögginni.
Nalganum þykir of áberandi hvað slíkar ferðir varpa öllum sjálfsaga í mataræðinu fyrir róða og litli púkinn á öxlinni tekur öll völd. Það er engin ástæða til að leyfa þeim skratta að leika lausum hala og færa okkur mörg skref afturábak um helgar bara af því við erum ekki heima hjá okkur í rútínulífinu.
Flest könnumst við við 90% regluna, sem leyfir okkur smá frelsi í mataræðinu, en því nær 100% sem við erum, því margfalt meiri verður árangurinn.
2-3 dagar af einhverju bulli og rugli í sukki og svínaríi eru komnir langt út fyrir þetta frelsi og þjóna ekki lengur þeim tilgangi sem frjáls máltíð gerir sem er að hugga sálartetrið.
Það má líta á leiðina til árangurs eins og spilið Slöngur og stigar. Sukkhelgar eru eins og snákurinn og færa okkur aftur niður á spilaborðinu nær byrjunarreit, á meðan hóflegt svindl eins og 1-2 frjálsar máltíðir um helgar færa okkur upp stigann nær lokareitnum (markmiðinu)
Það er ekkert mál að halda sig við beinu brautina í ferðalögum en það krefst auðvitað fórna eins og allt annað í lífinu sem er þess virði.
Nokkrir tímar í eldhúsinu, nokkrar Tupperware dollur, kælibox, kælielement og rétt hugarfar er allt sem þarf.
Ef við erum vel undirbúin með skottið á bílnum sneisafullt af hollustu þá verður auðveldara að feta beinu brautina innan um Doritos viðbjóðinn og Hraunbitakassana sem hinir troða í smettið á sér og misþyrma þannig aumingja æðakerfinu og heilsunni.
Nokkrar hugmyndir að hollum og góðum ferðalagamat:
Beint af kúnni í kæliboxið eða matartöskuna:
Skyrdollur
Jógúrt dollur
Kotasæla
Hrökkbrauð
Hrískökur
Hnetusmjör
Harðfiskur
Baby gulrætur
Möndlur, Valhnetur og pekanhnetur
Prótínduft + shaker mál
Haframjöl (ef hægt að hita vatn á prímus er hægt að kokka upp hafragraut)
Túnfiskur í dós
Ávextir
Í Tupperware:
Soðnar kartöflur/sætar kartöflur, soðin hýðisgrjón
Túnfisksalat (tuna, sýrður/kotasæla/skyr, egg, laukur, sinnep)
Eggjahvítupönnsur
Haframjöls-eggjahvítu múffur
Hjemmelavet hnetusmjörsstykki
Niðurskorið grænmeti: brokkolí, blómkál, agúrka, sellerí (má setja í poka til að spara pláss)
Harðsoðin egg
Eldaður kjúlli og nautakjöt (má setja í poka til að spara pláss)
Havre Fras, All Bran, Spelt Flakes, Bran Flakes í morgunmat (má setja í poka til að spara pláss en hætta á að kremjist í öreindir)
Góða ferð!!
Mataræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.6.2009 | 16:40
Óhugnanlegar afleiðingar megrunar
Árið 1950 var gerð rannsókn á áhrifum megrunar á hegðun og hugarfar (Keys et. al, 1950).
Þessi rannsókn myndi klárlega ekki fá samþykki Siðanefndar í dag, en er engu að síður mikilvæg heimild sem varpar ljósi á áhrif langvarandi megrunar.
Þátttakendur voru heilbrigðir karlmenn í góðu formi og við góða andlega heilsu. Í sex mánuði var hitaeininganeysla þeirra skorin niður um helming og þetta tímabil endaði með góðri átveislu í nokkra daga. Niðurstöðurnar voru sláandi. Gríðarlegar breytingar urðu á hegðun, hugarfari og félagslegu atgervi þessarra manna og þær vörðu lengi eftir að rannsókn lauk. Þráhyggjuhugsanir, draumar og samtöl um mat urðu mjög áberandi, sem og óeðlilega mikill áhugi á matseðlum, uppskriftum sem áður var ekki til hjá þessum mönnum. Eins varð þráhyggja um tímasetningar á máltíðum áberandi sem og óhófleg neysla á kaffi og þurfti að takmarka neyslu þeirra í 9 bolla á dag!! Margir fengu átraskanir, þar sem þeir misstu sig í óhófleg átköst sem enduðu með uppköstum og sjáfsfyrirlitningu og lélegri sjálfsmynd.
Eftir langvarandi megrun virðist sem stöðin í heilanum sem stjórnar seddutilfinningu ruglist svo maður er aldrei saddur en það gerðist einmitt hjá þátttakendunum. Þeir gátu borðað og borðað en urðu aldrei almennilega saddir. Það er eins og líkaminn sé að bregðast við eins og matur verði aldrei í boði aftur.
Líkamlegar breytingar áttu sér einnig stað hjá þessum mönnum. Þeir upplifðu einbeitningarleysi, misstu hárið, kvörtuðu undan svima, hausverk og þoldu illa kulda því líkamshiti þeirra hafði lækkað. Grunnbrennsluhraði (BMR) þeirra hafði einnig lækkað umtalsvert. Með því að borða langt undir eðlilegum hitaeiningafjölda í langan tíma eins og oft er raunin í mörgum megrunarkúrum hægist á brennslukerfinu og hjá sumum mannanna lækkaði grunnbrennslan um heil 40%.
Heimild: Keys, A., Brozek, J., Henschel, A., Mickleson, O., og Taylor, H. L. The biology of human starvation. (1950). Minnesota: University of Minnesota Press
Það er beinlínis lífshættulegt að vera með lága fituprósentu allan ársins hring, við þurfum ákveðið magn af líkamsfitu til að fúnkera rétt bæði líkamlega og andlega. Það er hægt að fara mjög neðarlega í fituprósentu en aðeins í skamman tíma eins og í nokkra daga í kringum fitness/vaxtarræktarkeppnir.
Líkaminn leitast við að koma sér úr slíku ástandi sem fyrst því það er ógn við heilsuna.
Blæðingar kvenna hætta þegar fituprósentan fer niður fyrir ákveðin mörk en það er leið líkamans til að koma í veg fyrir þungun því líkaminn er ekki í stakk búinn til að veita öðru lífi næringu þegar hann rétt skrimtir með sjálfan sig.
Eftir stranga megrunarkúra er venjan að fólk byrji aftur að borða eðlilega, t.d borða aftur kolvetni og þá þyngist fólk oft mjög hratt aftur, mestmegnis í formi vökva vegna aukinnar kolvetnaneyslu.
Margir lenda í svokölluðu rebound þar sem alveg sama hvað þú borðar þú fitnar á óeðlilegum hraða. Líkaminn leitast við að geyma allar hitaeiningar í formi fitu sem er orkuforði líkamans, og verjast þannig slíku hungurástandi í framtíðinni. Margir leita því í að vera í megrun allan ársins hring sem er afar slæmt fyrir líkamann og hugarfarið eins og sjá má af niðurstöðum Minnesota rannsóknarinnar. Félagsleg einangrun, þráhyggjuhugsanir um mat, skemmt brennslukerfi, skortur á einbeitningu og aukin hætta á átröskunum fylgja slíku óheilbrigðu sambandi við mat.
Reynum frekar að lifa heilbrigðu lífi, borða hollt og reglulega og hreyfa okkur. Gerum hollt mataræði að lífsstíl frekar en að detta í stórhættulega megrunarkúra í örvæntingu þegar allt er komið í óefni.
Mataræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2009 | 08:47
Kaka í ofninum
Mataræði
Meðganga er ekki tíminn til að kötta niður hitaeiningar.Þyngdaraukning er jákvæð og nauðsynleg, það þýðir að barnið þitt er að stækka og dafna. Konur sem þyngjast of lítið eiga á hættu að eignast lítil börn (minni en 3 kg). Konur sem þyngjast ofmikið hins vegar eiga á hættu á snemmfæðingu eða eignast of stór börn. Þær eiga einnig á hættu á heilsuvandamálum á borð við meðgöngusykursýki, háþrýsting og æðahnúta.Mikilvægt er að skilgreina milli þyngdaraukningar og fituaukningar á meðgöngu.
Þetta er ekki tíminn heldur til að éta allt sem að kjafti kemur, bara af því þú ert "að borða fyrir tvo".
Ófrískar konur þurfa aðeins 300 - 500 he yfir viðhaldskaloríum ( líkamsþyngd í kg * 33). Margar konur fara hins vegar langt yfir þennan kvóta, og skýla sér á bak við skrýtnar langanir í tengslum við þungunina. Það er engin ástæða til að sniðganga allar slíkar langanir, en það ber að gæta hófs þegar kemur að slíkum freistingum. Mikil fitusöfnun á meðgöngu leiðir af sér langt og strangt ferli að ná því af sér eftir að barnið er komið í heiminn. Er ekki skemmtilegra að halda sér í skefjum og sleppa við svoleiðis leiðindi?
Það gilda sömu gullnu reglur um gott mataræði hvort sem er á meðgöngu eða ekki. Með því að borða 5-6 smáar máltíðir helst blóðsykurinn stöðugur sem kemur í veg fyrir insúlín rússíbanann sem veldur blóðsykurfalli seinnipartinn. Þannig má koma í veg fyrir óþarfa nart í kex, súkkulaði og annan sykur-transfitu-ófögnuð seinnipartinn og á kvöldin.
Að sjálfsögðu skal forðast reykingar, áfengi og koffín á meðgöngu. Fjölvítamin, steinefni og fiskiolía eru nauðsynleg bætiefni hvort sem er á meðgöngu eða ekki.
Æfingar
Það er nauðsynlegt að halda áfram að æfa þó að kaka sé í ofninum. Æfingar auka blóðflæðið,bæta líkamsstöðu, hjálpar gegn svefnleysi, hjálpar að stjórna þyngdinni og viðhalda vöðvamassanum sem gerir auðveldara að komast aftur í form eftir meðgöngu.
Ófrískar konur sem hafa verið að lyfta ættu að halda því áfram, en þetta er alls ekki tíminn til að auka við prógrammið. Ákjósanlegur repsafjöldi á meðgöngu eru 8-10 reps og aldrei skal klára sig í setti. Gott ráð er að auka hvíldina milli setta í 2 mínútur.
Nokkur atriði til að hafa í huga á meðgöngu:
- Brennsluæfingar á meðalálagi, þar sem hægt er að halda samræðum, en taka samt á.
- Forðast æfingar sem reyna á snerpu og hraða t.d pallatíma, plyometrics vegna liðleika-aukningar í liðamótum sem verður á meðgöngu.
- Forðast æfingar þar sem legið er á bakinu
- Ekki kviðæfingar eftir fyrsta þriðjung
- Forðast æfingar þar sem legið á maganum t.d liggjandi hamstring curl
- Frábært að æfa í vatni, t.d synda eða vatnsleikfimi. Vatnið veitir mótstöðu án álags á liðamót.
- "Low-impact" brennsluæfingar er besta hreyfingin á þessum tíma, t. d ganga í halla, skíðavél og þrekhjól.
- Grindarbotnsæfingar skal stunda hvenær sem er- ímynda sér að verið sé að stoppa piss í miðri bunu. Þessar æfingar styrkja grindarbotninn sem styðja við þvagblöðru og leg. Sterkir vöðvar hjálpa í gegnum fæðingu og þeir jafna sig fyrr eftir fæðinguna.
- Drekka vel af vatni til að forðast ofhitnun á þér eða barninu
Mataræði | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.5.2009 | 11:06
Ávaxtasafar....sykurbombur í felulitum
Ávaxtasykur finnst í miklu magni í djús/safa. Flestir safar innihalda 8-10 grömm af sykri í einu glasi (200 ml).
Ávaxtasykur hefur aðra efnafræðilega samsetningu en strásykur en báðir virka eins á líkamann: of mikið magn er fitandi.
Eitt glas á dag er algjört hámark. Fyrir kyrrsetufólk sem ekki hugsar mikið um mataræðið ætti að takmarka neyslu við nokkur skipti á viku.
Skársti kosturinn er safi með ávaxtakjöti, því þegar það er sigtað frá fjarlægjast mikilvæg snefilefni og vítamín.
Mælt er með að fólk borði frekar ávexti en að drekka safa. Safar metta ekki eins vel og ávextir. Maður er líka miklu fljótari að fá alltof mikinn ávaxtasykur í gegnum safadrykkju en að borða ávexti. Fæstir borða 6 appelsínur í einu, en eiga ekki í vandræðum með að slurka í sig safa frá 6 appelsínum.
Mataræði | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2009 | 13:55
Vaknaðu og lyktaðu af kaffinu
Alltof margir, bæði konur og karlar, leyfa líkamanum að drabbast niður og safna fitu undir hinum ýmsu kringumstæðum. Það getur verið meðganga, prófatörn, skilnaður, atvinnumissir, slys... hvað sem er. Sumir vakna upp við vondan draum og eru búin að bæta á sig 10,20, 30 kg yfir mánuði jafnvel ár.
Eitt sem Naglinn skilur ekki. Svona fitusöfnun krefst stöðugt stærri fatastærða. Kaupir fólk hugsunarlaust næstu stærð fyrir ofan þegar sú "venjulega" passar ekki lengur? Er það ekki kinnhestur í andlitið og lykt af kaffi??
Naglinn skilur heldur ekki hvernig er hægt að hunsa heilsusamlegan lífsstíl og nota ytri aðstæður sem afsökun fyrir að hreyfa sig ekki og borða óhollt. Til dæmis er alltof algengt að fólk í prófatörn sukki í nammi og snakki, og "hafi ekki tíma" til að hreyfa sig. Í gegnum allt háskólanámið, bæði B.A og M.Sc, datt ekki út ein einasta æfing hjá Naglanum né heldur fór eitt einasta óplanaða svindl upp í túlann. Bitnaði það á náminu? Nei, síður en svo. Að hreyfa sig í 1 klst á dag kemur blóðrásinni í gang og þar með eykur blóðflæði til heilans. Eins hressir það fólk við að komast burtu frá námsefninu í smástund og leyfir heilanum að sortéra upplýsingarnar. Þú kemur bara sterkari inn í lærdóminn á eftir.
Alveg er Naglinn viss um að eiginmenn sem fá samúðarbumbu fara með bílinn í skoðun á þessum 9 mánuðum, og að fólk í prófatörn baði sig og tannbursti. En líkaminn er látinn sitja á hakanum.
Það er þrautinni þyngri að ná af sér mikilli fitu, og krefst gríðarlegrar þolinmæði, staðfestu og dugnaðar.
Er ekki gáfulegra að koma í veg fyrir slíka ferð með því að setja líkamann alltaf í forgang?
Verðandi feður fá samúðarbumbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 17:43
Partý hjá Karíusi og Baktusi og fitufrumunum
* Vissir þú að sykurneysla á mann á Íslandi er komin upp í eitt kíló á viku?
* Vissir þú að með viðbættum sykri í skólajógúrt, skólaskyri, rjómaskyri, ávaxtajógúrt og þykkmjólk fer heildarsykurmagn vörunnar í 10-14%?
* Vissir þú að venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súrmjólk innihalda aðeins um 4% mjólkursykur, allan frá náttúrunnar hendi?
* Vissir þú að eina morgunkornið sem ekki inniheldur viðbættan sykur eru óblandaðar hafraflögur?
* Cheerios er þó aðeins 3% sykur, Corn Flakes 5%, All Bran 18%, Múslí 22%, Frosted Cheerios inniheldur 40% sykur og Coca Puffs 47%. Þessar vörur eru þó auðugar af ýmsum bætiefnum.
* Vissir þú að gosdrykkjaneysla á Íslandi hefur rúmlega þrefaldast á þremur áratugum og er nú komin í meira en 130 lítra á mann?
* Vissir þú að þurrefni í gosdrykkjum er meira en 99% sykur?
* Vissir þú að algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17-19% og í kökum 21-28%?
* Vissir þú að sykri er bætt í nánast allan pakka-, dósa- og glasamat á Íslandi?
* Vissir þú að ennþá er ekki skylt að tilgreina viðbættan sykur á umbúðum íslenskra matvæla?
* Vissir þú að enginn aðili á Íslandi telur sig hafa það hlutverk að mæla hvort innihaldslýsingar á íslenskum matvælum séu sannleikanum samkvæmar?
* Vissir þú að nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til svipaðs boðefnarugls í heila við neyslu sykurs og við neyslu fíkniefna og borð við áfengi og heróín?
Mataræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.4.2009 | 10:02
Mind-fuck
Það er til hugarástand sem Naglinn kallar "mind-fuck". Það er þegar lítill púki sest á öxlinaog hvíslar syndsamlegum hugsunum um mat í eyrað á þér, hvort þig langi nú ekki í ís í góða veðrinu, eina með öllu eftir sundið, pizzu í þynnkunni o.s.frv. Hvað með það þó það sé bara þriðjudagur og þú svindlaðir um helgina.
Þáhefst alls kyns hugarleikfimi sem felst í sjálfsblekkingum að þetta sé nú ílagi svona einu sinni þó það sé ekki nammidagur, ég verð bara extra dugleg(ur)í ræktinni í vikunni, ég á þetta nú skilið....
Naglinn er mannlegt kvikindi einsog hinir, og hefur alveg glímt við sitt "mind-fuck" þegar viðbjóðurinn á kjúlla og spínati nær hámarki. En Naglinn er mjög "anal" og lítur á það sem alvarlegan glæp gegn mannkyninu að svindla þegar það er ekki leyfilegt.
Þannig að þegar slíkar saurugar hugsanir sækja á gráa efnið, þá fer Naglinn í vopnabúr sitt af mótrökum og baráttan hefst.
Naglinn er með ofátsgræðgisröskun og veit nákvæmlega hvað gerist þegar bragðlaukarnir fá sýnishorn af sukki, allar hömlur fjúka út íveður og vind. Naglinn veit líka nákvæmlega hverjar líkamlegu og andlegu afleiðingarnar eru af óskipulögðu svindli. Líðanin er ömurleg, feitan og ljótan á lokastigi, samviskubit á stærð við steppur Síberíu, bumba og þrútnir þjóhnappar þrýstast út í fötin sem eru öll mun þrengri fyrir vikið , þrútnir fingur, tær og smettið eins og tungl í fyllingu.
Naglinn veit líka betur en svo að einhver 1-2brennsluæfingar í vikunni geti unnið á móti sukki og svínaríi. Mataræðið er það sem skiptir máli til að losna viðspekið.
Naglinn þarf líka að standa skil á mælingum hálfsmánaðarlega, alveg eins og sínir eigin kúnnar. Næsta mæling er þannig alltaf í huga Naglans, og metnaðurinn til að stíga skref áfram í hvert skipti, en ekki afturábak né standa í stað, sigrar allan gómsætan mat undir sólinni.
Með allar þessar hugsanir að vopni sigrar Naglinn sitt eigið mind-fuck og púkinn á öxlinni lyppast örendur niður.
Nothing tastes as good as looking good does.... og þegar árangurinn kemur í ljós verður maður svo stoltur af eigin staðfestu og dugnaði sem til lengri tíma litið styrkir góðar matarvenjur í sessi.
Mataræði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar