Færsluflokkur: Hugarfar
30.10.2008 | 09:56
Rétt hugarfar varðandi mat
Einn Fjarþjálfunar kúnni Naglans tjáði Naglanum fyrir nokkrum dögum að hún vildi ekki lengur skemma árangurinn með að fá sér eitthvað drasl að borða.
Þetta nýja hugarfar hennar er að mati Naglans mikilvægasta breytingin, mun mikilvægari en sentimetrarnir og kilóin sem hafa hypjað sig af skrokknum hjá henni.
Matur verður alltaf til staðar í lífinu og þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að umgangast hann með réttu hugarfari.
Þegar við náum að breyta hugarfarinu í þá átt að matur verður ekki lengur nautn og eitthvað sem við leyfum okkur eða eigum skilið verður þessi endalausa barátta við kilóin svo miklu auðveldari.
Það er stórt skref að verða meðvituð um hvað fæðan gerir í raun fyrir líkamann og hugleiða afleiðingarnar af súkkulaðiáti í stað þess að skófla einhverju í sig hugsunarlaust.
Til hvers erum við að hamast og djöflast í ræktinni í 1 klst á dag þegar við notum svo hina 23 klukkustundir dagsins til að skemma æfinguna? Ef við nærum okkur ekki rétt er lítill tilgangur í þessum hamagangi.
Ef við borðum of lítið hægjum við á grunnbrennslunni, líkaminn fær ekki þau byggingarefni sem hann þarf til að byggja upp vöðva og fer jafnvel að brjóta niður þá vöðva sem fyrir eru. Líkaminn missir þyngd í formi vöðva en ekki endilega fitu og við endum sem það sem kallast skinny-fat.
Ef við borðum sykurríka og fituríka fæðu oftar en góðu hófi gegnir eru miklar líkur á að við bætum á okkur fitu og þyngjumst umfram kjörþyngd. Yfirþyngd hefur neikvæð áhrif á heilsufarið.
Aukin líkamsfita veldur álagi á hjarta-og æðakerfið og afleiðingarnar eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, kransæðastíflur og æðaþrengsl vegna þess að fita sest inn á æðarnar.
Auk þess sem það hefur löngum verið sýnt fram á að eftir því sem fötin þrengjast minnkar sjálfstraustið.
Stöldrum því aðeins við og pælum í því hvað maturinn sem við erum að fara að stinga upp í okkur gerir fyrir skrokkinn, æfingarnar og líðanina.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 14:25
90% reglan
Ein af stærstu hindrunum í fitutapi er skortur á fylgni við mataræðið, að halda sig við planið. Þú verður að halda þig við planið ef þú vilt að það virki, ekki satt? Það var enginn að segja að það yrði auðvelt. Það eru augljósar fórnir.
Það er ástæða fyrir því að ekki fleiri ganga um með öfundsverðan líkamsvöxt, þetta er erfitt.
En með því að plana vel, fylgja planinu og temja þér sjálfsaga geturðu byggt upp þinn besta líkama.
Áður en þú getur mælt gagnsemi hvaða prógrams sem er þarftu að íhuga hversu vel þú ert að fylgja því.
Fylgdirðu því, eða bara svona hálfpartinn fylgdirðu því? Án þess að fylgja því algjörlega geturðu ekki skýrt útkomuna.
Tengdist skortur á árangri mataræðinu? Misstirðu úr margar máltíðir? Breyttirðu máltíðum? Svindlaðirðu oft?
Við getum ekki gert breytingar til að tækla stöðnun án þess að upphaflega planinu hafi verið fylgt algjörlega eftir.
Mikilvægasti hlekkurinn í langtímaárangri er að fylgja planinu eftir. En hvað getur talist árangursrík eftirfylgni í mataræði? Töfratalan er 90%. Ef þú fylgir planinu 90% af tímanum eru líkur á árangri mjög háar.
En því meiri árangri sem þú vilt ná ættirðu að stefna að því að borða hollt meira en 90% tímans.
Það segir sig sjálft að því betur sem þú fylgir planinu eftir því meiri verður árangurinn.
Fitutap kemur fyrst og fremst í gegnum mataræði.
Lyftingar og brennsluæfingar eru mikilvægar breytur í prógramminu en eru langt á eftir mataræði hvað mikilvægi varðar. Hversu marga hefurðu séð hamast og djöflast í ræktinni en breytast ekkert frá ári til árs? Hvað er þetta fólk að gera hina 23 tíma dagsins? Það er eitthvað sem hefur áhrif á árangur þeirra og þú getur verið viss að það er eitthvað sem fer upp í munn og ofan í maga.
Flestir sem spurðir eru hversu vel þeir séu að fylgja planinu segjast vera duglegir, en er það alltaf raunin? Sjálfsblekking er nefnilega ansi sterkt fyrirbæri.
Hvað með þessar tvær máltíðir sem þú misstir úr í vikunni? Hvað með súkkulaðimolana á miðvikudagskvöldið? Teygðist ekki nammidagurinn yfir alla helgina líka?
Það er auðvelt að blekkja sjálfa(n) sig og halda að maður sé rosalega dugleg(ur), en þegar allt kemur til alls ertu kannski bara að borða hollt og rétt 75% af tímanum.
Lítið svindl hér og þar virka ekki svo hræðileg ein og sér en lítið + lítið + lítið er ekki lengur lítið heldur safnast saman yfir vikuna og verða stórt atriði sem hamlar árangri.
Ef þér finnst árangurinn standa á sér og þú ert undir 90% viðmiðinu ertu með svarið fyrir framan þig. Þú þarft einfaldlega að vera duglegri í mataræðinu.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.10.2008 | 13:49
Jákvætt hugarfar kemur okkur á áfangastað
Naglinn hefur undanfarið mikið velt fyrir sér jákvæðu og réttu hugarfari þegar kemur að þjálfun og mataræði.
Hugarfarið er nefnilega eina hindrun fólks í að ná árangri og gera hollt mataræði og hreyfingu að lífsstíl. Margir mikla hlutina svo fyrir sér og hugsa endalaust á neikvæðum nótum, að allt sé svo erfitt og leiðinlegt en þá verður það líka erfitt og leiðinlegt.
Til dæmis varðandi hollt mataræði, það er auðvelt að grenja yfir því hvað okkur langi í hitt og þetta gúmmulaðið, að við nennum ekki að spá endalaust í öllu sem við setjum ofan í okkur.
En slíkar hugsanir eru bara fyrir aumingja. Í staðinn eigum við að hugsa um hvað okkur líði vel þegar við borðum hollt og hvað við erum að gera líkamanum og heilsunni gott með því að nota ekki líkamann sem eiturefnaúrgangstransfituruslakistu.
Naglinn hefur alveg dottið ofan í neikvæða fenið, og svamlaði einmitt í því fyrir nokkrum dögum sem varð til þess að þessar pælingar byrjuðu að brjótast út.
Þjálfi setti hörkuna átján í mataræði Naglans því honum fannst ennþá vanta mikið upp á.
Naglanum fannst þetta algjörlega óyfirstíganlegt mataræði og ólýsanlega erfitt allt saman.
Hugsaði endalaust um hvað hungrið yrði ógurlegt og svekkelsið yfir litlu skömmtunum myndi ríða mér að fullu.
En svo sló Naglinn sjálfa sig utan undir: " Hættu þessu helv....væli kelling, ef þú hugsar svona þá verður þetta miklu erfiðara en það þarf að vera."
Naglinn sagði við sjálfa sig "How bad do I want this" og "Whatever it takes".
Það er nefnilega hægt þvinga sjálfan sig til að hugsa á jákvæðan hátt um viðfangsefnin og einblína á jákvæðar hliðar þess. Þegar um ræðir erfiða megrun þá er auðvelt að velta sér endalaust upp úr því hvað þetta sé lítill matur og hvað maður sé nú svangur og hvað lífið sé nú ósanngjarnt.
Það er líka hægt að girða sig í brók og takast á við verkefnin eins og manneskja, reyna að sjá hið jákvæða sem er hvað það verður gaman að passa í gallabuxurnar eða líta vel út í jólakjólnum eða á sviði á bikiníbrók. Nothing tastes as good as looking good does'.
Í stað þess að einblína endalaust á hvað það sé leiðinlegt í ræktinni, hvað æfingarnar séu erfiðar og allt svo mikið puð og vesen, þá eigum við að kappkosta að gera hana spennandi fyrir okkur sjálf.
Til dæmis með því að setja sér alltaf ný og ný markmið. "Á morgun ætla ég að lyfta 1 kg þyngra eða gera 1 repsi meira eða hlaupa 1 mín lengur en í síðustu viku".
Það er nauðsynlegt að rækta með sér metnað í ræktinni en ekki vera þar með hangandi hendi mygluð úr leiðindum og bara af því við "verðum" að hreyfa okkur.
Vellíðunar tilfinningin sem fylgir því að ná settum markmiðum er priceless' og þegar við erum ánægð með árangur okkar og/eða útlitið eykst sjálfstraustið og það smitast yfir á önnur svið í lífinu.
Eins er hægt að setja nýja tónlist á iPodinn, kaupa sér nýjan æfingabol, fá vinkonu eða vin með sér í ræktina.
Umfram allt að finna leiðir til að gera upplifun sína af heilbrigðu líferni jákvæða og skemmtilega.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.8.2008 | 13:42
Að mega eða mega ekki.... það er spurningin
Til dæmis fær Naglinn mjög oft spurningar á borð við: Máttu borða þetta?" eða "Máttu ekki fá þér köku í dag?"
Eins og gefur að skilja koma slíkar spurningar iðulega upp þar sem matur er á boðstólum, eins og í afmælum, matarboðum, brúðkaupum, og þess háttar samkundum.
Þarna gætir alvarlegs misskilnings, því Naglinn MÁ borða allt sem að kjafti kemur, séu það kökur og sætabrauð eða pizza og brauðstangir.
Naglinn VELUR hins vegar að borða ekki kökur og sætabrauð í hvert skipti sem slíkt er í boði.
Naglinn VELUR að borða holla fæðu 90% af vikunni.
Þetta er ekki spurning um að boð og bönn.
Það að mega ekki troða ofan í sig transfituhlöðnum brauðtertum og súkkulaðisnúðum er ávísun á að gefast upp því allt sem er bannað verður ósjálfrátt svo spennandi.
Þetta er nefnilega spurning um VAL. Að velja að sleppa því að belgja sig út af óþörfu af tómum hitaeiningum úr strásykri eða fylla æðarnar af kólesteróli.
Að velja frekar hollari kosti sem veita okkur hámarksnæringu, steinefni og vítamín og stuðlar að bættri heilsu og betri skrokk.
Um leið og við hættum að hugsa um að hitt og þetta megi ekki, og lítum á breyttar matarvenjur sem valkost verður allt ferlið svo miklu auðveldara.
Stundum vill svo vel til að mannfagnaðir bera upp á nammidegi Naglans og þá er iðulega tekið hraustlega til matar síns.
Naglinn sleppur samt ekki við athugasemdir þá heldur, því það detta inn gullkorn eins og: "Mikið er gaman að sjá þig borða." "Vá, hvað þú getur borðað mikið."
Já, það er vandlifað í þessum heimi.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.8.2008 | 14:51
Einfalt en ekki auðvelt
Það vilja flestallir vera með flottan líkama og leita eftir að ná ákveðnum drauma líkamsvexti. Staðreyndin er sú að það er ekki auðvelt, ef svo væri þá myndu allir sem stunduðu líkamsrækt vera helmassaköttaðir. Ef það væri auðvelt þá væru ekki svona margir sem þjást af offitu, það væru ekki til svona margir skyndimegrunarkúrar eða aðrar lausnir í pilluformi.
Það er reyndar mjög einfalt að móta sinn besta líkama en bara ekki auðvelt.
Það er einfalt í orði en ekki á borði.
Það sem þarf að gera til að skafa af sér mör eða byggja upp kjöt er einfalt. Það þarf að passa mataræðið, mæta í ræktina og fá næga hvíld.
Þegar kemur að framkvæmdinni að halda sig við matarplan og fara í ræktina fer hins vegar oft að kárna gamanið.
Það er ástæða fyrir því að fólk missir og bætir á sig sömu 10 kílóunum aftur og aftur, það er ástæða fyrir því að fólk nær engum árangri í ræktinni, það er ástæða fyrir því að aðeins 30% þjóðarinnar stundar líkamsrækt að staðaldri.
Sálræni þátturinn gerir einföldu hlutina nefnilega oft erfiða: Sjálfsagi, skuldbinding og dugnaður, eða öllu heldur skortur á þessum þáttum eru einu hindranirnar í veginum.
Við þurfum að sætta okkur við þessa staðreynd og hafa hana í huga alltaf ef við viljum ná langtímaárangri í að móta draumavöxtinn, eða jafnvel bara ná góðri heilsu.
Þú þarft að færa allskyns fórnir til að komast í toppform og það kostar sitt.
Hvort sem það felst í að þurfa að sleppa kræsingum í afmælum eða saumaklúbbum eða fara í ræktina þegar þú nennir því ENGAN veginn.
Þú þarft að spyrja sjálfa(n) þig hvort þú sért tilbúin(n) í þessar fórnir.
Ef þú ert ekki tilbúin(n), þá skaltu hætta að væla um að þú breytist ekki neitt og náir engum árangri.
Ef þér finnst í lagi að svindla oft og "chilla" á mataræðinu, þá muntu líta eins út. Matur mun alltaf vera til staðar, líka á morgun. Ef þú þarft eða vilt missa ákveðið magn af fitu þá hefurðu ekki efni á að slaka mikið á í mataræðinu.
Hins vegar þegar þú hefur náð fituprósentunni niður í æskilegt magn þá geturðu farið að leyfa þér meira.... í hófi þó!!
Eins og áður sagði er þetta ferli erfitt.
En hvað er erfitt er alltaf afstætt og fer eftir hugarfarinu.
Ef þú grenjar yfir því að fá ekki lengur pasta í kvöldmat, eða nammi með vídjóinu og þurfa að djöflast í ræktinni þegar þú vilt frekar vera með vinunum á kaffihúsi, þá er þetta allt saman auðvitað algjör kvöl og pína.
En ef þú ákveður að hafa gaman að þessu þá er þetta ekki lengur neitt voðalega erfitt.
Til dæmis ef þú prófar þig áfram að elda hollar máltíðir, tengir ferðirnar í ræktina við jákvæða upplifun, t. d þá vellíðan sem fylgir í kjölfar góðrar æfingar, eða ánægjuna yfir að geta lyft pínulítið þyngra í dag en í gær.
Þetta er allt í hausnum á okkur.
Ef við ákveðum að njóta ferðarinnar þá getur okkur ekki mistekist.
Ef við kvörtum og kveinum þá getum við ekki náð árangri.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2008 | 11:58
Mannskepnan er bara vaninn.
Íþróttamennska Naglans á hinum yngri árum var ekki glæsileg.
Fimleikaferillinn varð ekki langur, splitt og spíkat var iðkað í einungis tvö ár, frá 5-7 ára.
Upp úr 10 ára stundaði Naglinn handbolta í nokkur ár, með hangandi hendi þó sem er ekki vænlegt til árangurs í þeirri íþrótt.
Rétt fyrir fermingu byrjuðu feðginin í hestamennsku, en Naglinn flosnaði upp úr því þegar gelgjan náði hámarki og sætir strákar og tískufatnaður urðu mikilvægari.
Eftir það var skólaleikfimin eina hreyfingin, og þegar komið var í menntaskóla var iðulega skrópað í leikfimi og frekar farið á kaffihús í sígó.
Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur Naglanum á óvart að gamla stellið hafi leyft krakkakvikindinu að hætta í þessum íþróttum án þess að fundið væri annað sem gæti vakið áhuga. Það vantaði meiri hvatningu til að stunda íþróttir af einhverri alvöru.
Naglinn hætti reyndar að læra á píanó en það var vegna þess að kennarinn bað um það enda gekk þetta vægast sagt illa, Naglinn er heyrnarlaus á tóneyrunum og taktlaus með öllu.
Hins vegar, varðandi íþróttaiðkun þá geta allir stundað íþróttir við sitt hæfi, og það er mikilvægt að finna íþróttagrein sem hentar hverjum og einum. Einnig er mikilvægt að börn og unglingar fái mikla hvatningu heima fyrir um að standa sig vel í greininni og að þeim sé fundin önnur íþróttagrein ef þau vilja hætta að æfa.
Hreyfing barna og unglinga er ekki einungis heilsubætandi, heldur hefur hún ákveðið forvarnargildi þegar kemur að reykingum og áfengisdrykkju, og að tilheyra hópi er mikilvægt fyrir félagsþroska.
Það er samt annar þáttur við íþróttaiðkun barna og unglinga sem Naglinn hefur mikið velt fyrir sér. Það er að börn og unglingar venja sig á reglulega hreyfingu og sá vani fylgir þeim út allt lífið.
Ein góð vinkona Naglans kom eitt sinn með áhugaverða ábendingu. Hún var að reyna að koma sér af stað í ræktinni en fannst erfitt að koma hreyfingunni inn í hið daglega líf.
Hún sagði að maður sinn hefði stundað fótbolta alla sína hunds og kattar tíð og fyndist ekkert tiltökumál að skella sér í ræktina 5-6 sinnum í viku. Fyrir honum væri hreyfingin orðin svo eðlilegur hluti af lífinu.
Þetta er akkúrat það sem Naglinn er alltaf að prédika yfir lýðnum: að gera hreyfingu jafn sjálfsagðan hluta af hinu daglega lífi og að tannbursta sig. Þá hættir hreyfingin að verða kvöð, og eitthvað sem "þarf" að gera og verður hugsunarlaus vani.
Mannskepnan er jú ekkert nema vaninn, og þeir sem venja sig á reglulega hreyfingu strax í barnæsku líður illa ef þeir hreyfa sig ekki, alveg eins og manni líður illa ef maður tannburstar sig ekki eða baðar sig ekki. Þá er daglega rútínan úr skorðum.
Það tekur tíma að koma hreyfingu upp í vana, og sérstaklega fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiði getur það verið mjög erfitt. En allt sem við endurtökum dag eftir dag, viku eftir viku kemst að lokum upp í vana, það er því mikilvægt að bíta á jaxlinn fyrstu mánuðina og vera harður við sjálfan sig.
Lífið verður svo miklu betra þegar við hreyfum okkur reglulega.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.7.2008 | 13:41
Valkostir en ekki afsakanir
Lífið snýst um valkosti en ekki afsakanir. Það eru engar afsakanir til, eingöngu valkostir.
Getur þú í hreinskilni sagt að þú hafir þurft að borða á veitingastað og þurft að borða olíusmurða vorrúllu. Kjaftæði!! Þú þurftir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Þú hefðir getað...
- Borðað áður en þú fórst á veitingastaðinn.
- Beðið um hollari rétt
- Tekið með þér ávöxt í vasanum
- Ekki borðað á þessum stað
Fullt af valkostum. Þú kaust að taka þá stefnu sem þú fórst. Engar afsakanir, aðeins val. Það eru alltaf til betri kostir en þeir sem við völdum, og stundum þarf að virkja ímyndunaraflið til að sjá þá. Við veljum að fara ekki á æfingu því að við þurfum að fara í bankann, eða krakkinn er veikur, eða okkur er illt í maganum.
Enginn matur? Vertu með nesti.
Enginn tími? Finndu hann.
Of þreytt(ur)? Sofðu meira.
Engin tækjakostur? Finndu hann.
Enginn stuðningur? Styddu við sjálfa(n) þig.
Hér koma nokkrar góðar afsakanir:
#1-"Það var til í húsinu, svo ég varð að borða það."
Nei, þú þurftir ekki að borða það. Regla númer 1,2 og 18 þegar fita er skorin niður er að gera heimilið að öruggu skjóli fyrir freistingum. Ef það er ekki til á heimilinu þá geturðu ekki borðað. Hins vegar, er hægt að koma með aðra afsökun út frá þessu....
#2-"Af hverju á ég að refsa fjölskyldunni? Ég get ekki stjórnað hvað þau koma með inn á heimilið."
Að hafa ekki óhollan mat á heimilinu flokkast varla sem refsing og líklega þarf viðkomandi þá að endurskoða afstöðu sína til matar. Gefum börnunum epli, en ekki súkkulaði. Yfirlýsing á borð við: "Mér er annt um minn líkama og hvernig hann lítur út, látum þau hafa áhyggjur af sínum eigin líkama" býður hættunni heim. Hvað gerist þegar makinn fer að finna fyrir afleiðingum (andlega og líkamlega) af þess konar lífsstíl? Og það sem verra er, hvað með þegar börnin verða of þung sem setur ýmsar hindranir og erfiðleika á lífsleið þeirra?
Síðast en ekki síst, ef fjölskyldan ber virkilega svona litla virðingu fyrir okkur að litlar fórnir eru ómögulegar, eins og að koma ekki heim með óhollustu, þá þurfum við að átta okkur á hvað það þýðir og hversu mikinn stuðning og virðingu við erum að fá heima fyrir.
#3-" Ég þarf tíma fyrir sjálfa(n) mig og get bara ekki eytt öllum deginum að pakka nesti, versla og elda."
Þú þarft þess heldur ekki. Smá skipulagning og þetta verður leikur einn. Þú getur borðað úti ef þú tekur smá tíma í að gera það á réttan hátt. Áttu uppáhalds sjónvarpsþátt? Ef þú hefur tíma til að glápa á sjónvarpsþætti og spjallað við vini þína um nýjasta Gray's Anatomy eða Lost þáttinn, þá hefurðu tíma til að pakka saman máltíðum fyrir morgundaginn. Maður finnur tíma fyrir það sem skiptir mann máli.
- Ef það skiptir þig máli, þá gefurðu þér tíma.
- Ef það skiptir þig máli, muntu takast á við rifrildi.
- Ef það skiptir þig máli, muntu fara fram á virðingu.
- Ef það skiptir þau máli, þá munu þau aðstoða þig.
Ef það skiptir þig máli muntu skuldbinda þig hér og nú til að gera það mikilvægasta sem þú getur gert fyrir sjálfa(n) þig í þessu lífi. HÆTTU AÐ BÚA TIL AFSAKANIR.
Ef þú borðaðir smákökuna, ókei það getur komið fyrir en það þýðir ekki að það skipti þig ekki máli. Það þýðir að þú valdir að gera það. Það var þitt val. Það var þinn sigur eða mistök. Þegar þér gengur vel gerist það ekki bara af tilviljun, þú vannst fyrir því og þú kaust þessa leið. Hið sama gildir um ósigur. Ef þú heldur þig ekki við planið var það þitt val. Það er ekki af því lífið er ósanngjarnt, þú vildir ekki vera "þessi leiðinlegi" þegar boðið var upp á pizzu, krakkarnir vildu ís, þú gleymdir að taka með þér nesti og það var brauðterta í saumó o.s.frv. Þetta eru allt saman afsakanir. Allt saman mistök sem við reynum að fegra og búa til eitthvað sem þau eru alls ekki. Hættu því!! Höfum samt í huga að það er eðlilegt og í lagi að upplifa augnablik þar sem viljastyrkurinn bregst okkur, reynum bara að sætta okkur við hvað þau eru en ekki búa til afsakanir kringum þau til að réttlæta slíka hegðun fyrir öðrum og okkur sjálfum. Við föllum öll af vagninum af og til. En það er betra að eyða meiri tíma á vagninum en fótgangandi, þannig komumst við fyrr á áfangastað. Sumir kjósa að vera meira fótgangandi en á vagninum, en eins og áður er það allt saman spurning um val.
Hugarfar | Breytt 3.11.2008 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.6.2008 | 11:03
Þú ert það sem þú borðar
Það er engin tilviljun að af þeim sem Naglinn hefur aðstoðað með að breyta útliti líkama síns, eru það þeir sem hafa verið duglegastir í mataræðinu sem hafa náð lang bestum árangri.
Hið sama gildir um þá fjölmörgu sem Naglinn hefur lesið um í tímaritum og á netinu og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Undantekningarlaust hefur þetta fólk náð markmiðum sínum með skotheldu mataræði í bland við gott æfingaprógramm.
Það er alltof hátt hlutfall af ræktarmeðlimum sem halda að allt snúist um æfingarnar.
Vissulega er mikilvægt að æfa en mataræðið er enn mikilvægari breyta. Hægt er að skipta mataræði, hreyfingu og hvíld upp í hlutfall af árangri, þar sem mataræðið er 80% og hreyfingin 20%. Þú ert ekki að gera heilsunni, þrekinu eða útlitinu neinn greiða með því að troða óhollustu í þig 2-3 daga í viku.
Það er vonlaust að ætla að bæta fyrir slíkar átveislur með hreyfingu.
Alltof margir telja sig borða hollt en lauma upp í sig kexkökum og súkkulaðimolum í kaffitímanum, þamba gos á kvöldin og sleppa sér svo um helgar í sukkinu. Það er enginn að sega að þú þurfir að japla á brokkolí allan ársins hring til að vera fitt og hraustur. Við þurfum öll að smjatta á pizzu, súkkulaði og dreypa á rauðvíni eða gosi af og til og það er í góðu lagi að leyfa sér slíkan munað.
En það er ekki lengur hægt að tala um munað, heldur svindl og sukk þegar slíkur matur er farinn að teygja sig langt út fyrir 1-2 máltíðir á viku. Þegar jafnvel heilu dagarnir orðnir undirlagðir af sukki þá er það ekki vigtin sem er með mótþróaþrjóskuröskun heldur eru það matarvenjurnar sem koma í veg fyrir fitutap og/eða vöðvastækkun og útlitið breytist lítið sem ekkert.
Það er vissulega hægt að halda sér í skefjum með því að æfa en sé markmiðið að breyta útliti sínu til hins betra, hvort sem það er að missa fitu og/eða bæta á sig vöðvum, er ekki nóg að mæta bara í ræktina, við þurfum að standa okkur við matarborðið líka.
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2008 | 12:02
Quotes
Naglanum fannst þessar setningar vera nauðsynleg áminning í kjölfar pistilsins á undan.
"Your body is a LIFE MACHINE - the beauty of its curves, the strength of its muscles and the power of its being is all determine by a mind owned by YOU and you alone. In order to fix the body, you have to fix the mind that creates it."
"To dream anything you want to dream: That is the beauty of the human mind. To do anything you want to do: That is the strength of the human will. To trust yourself to test your limits: that is the courage to succeed. "
"Defeat is not defeat unless accepted as a reality-in your own mind."
"If the going is real easy, beware, you may be headed down hill."
"Brick walls are there for a reason. They give us a chance to show how badly we want something."
"There's a difference between interest and commitment. When you're interested in doing something, you do it only when circumstance permit. When you're committed to something, you accept no excuses, only results."
"The victory of success is half won when one gains the habit of setting goals and achieving them. Even the most tedious chore will become endurable as you parade through each day convinced that every task, no matter how menial or boring, brings you closer to fulfilling your dreams."
"The winner is willing to do what the loser won't!
Winners never quit - Quitters never win!"
"I know you've heard it a thousand times before. But it's true -- hard work pays off. If you want to be good, you have to practice, practice, practice. If you don't love something, then don't do it."
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 13:41
Uppgjöf er ekki í boði
Þú ert að æfa eins og skepna, grjóthörð/grjótharður í mataræðinu (að eigin sögn) og af einhverjum ástæðum eftir c. a tvær vikur, eða jafnvel fjórar vikur, er árangurinn ekki eins og búist var við... annað hvort er ekkert að gerast, eða að árangurinn stendur ekki undir óraunhæfum væntingum fyrir svo stutt tímabil.
Frústrering og pirringur gera vart við sig yfir öllu puðinu og tímanum sem fór í ferlið sem svo skilaði ekki tilætluðum árangri.
Hér er það sem Naglinn skilur ekki:
Að gefast upp á þessum tímapunkti vegna þess hreinlega að þetta allt saman er ekki að virka og hvers vegna þá að standa í þessu veseni? Þú getur alveg eins jarðað þessar æfingar og mataræði og legið í leti og borðað það sem þú vilt.
Þú ert súr yfir árangursleysinu og sú staðreynd að þú lítur ennþá eins út fer í taugarnar á þér. Samt kemur upp sú hugsun að gefast bara upp og hætta að reyna.... og þá augljóslega líta áfram eins út. Hvernig getur þessari hugsun skotið upp í kollinn á okkur þegar óbreytt útlit var það sem upphaflega pirraði okkur?
Á sömu nótum, þú misstir ekki nógu mörg kíló, og í depurðarkastinu yfir því úðarðu í þig óhollustu. Aftur ertu í uppnámi vegna þess að kílóin sitja sem fastast. Naglinn fær ekki alveg séð tenginguna milli þess að eyðileggja mataræðið með fullt af andstyggilegri fæðu.... sem færir þig bara fjær markmiðinu að missa kíló og líklegra er að muni bara bæta við kílóum, sem er það sem pirraði þig í upphafi.
Þessum pistli er ekki beint að neinum sérstökum. Naglinn hefur margsinnis orðið vitni að þessu hugarfari og hreinlega skilur það ekki. Þessum pistli er því einungis ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að hugarfarið skiptir öllu máli þegar kemur að æfingum og mataræði.
Að lokum vill Naglinn hnekkja á orðatiltæki formóður sinnar: "Alltaf að sækja á brattann því auðveldasta leiðin er leiðin til glötunar".
Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar