CLA-Conjugated Linoleic Acid

CLA (Conjugated Linoleic Acid) er breytt form af LA (Linoleic Acid) sem er fjölómettuð Omega-6 fitusýra. 

CLA finnst aðallega í rauðu kjöti t.d lambi og nauti og mjólkurvörum á borð við osta og mjólk.

 

Rannsóknir hafa sýnt að CLA hjálpi til við vöðvabyggingu, fitutap, og hjálpi til við að gera frumuumhverfi æskilegt.  Að auki hefur verið sýnt fram á að CLA inniheldur andoxunarefni og bæti ónæmiskerfið.  CLA hefur einnig verið rannsakað í tengslum við hugsanleg áhrif hennar að koma í veg fyrir krabbamein.

 

Vísbendingar eru um að virkni ensíma sem kallast lipasar í fitufrumum og vöðvum sem sjá um að brjóta niður fitu, aukast við inntöku CLA.

 

Einnig eru vísbendingar um að CLA hindri niðurbrot vöðva og auki þar með vöðvavöxt ef tekið inn samhliða styrktarþjálfun.

 

Talið er einnig að CLA auki insúlínnæmi sem gerir það að verkum að fitusýrur og blóðsykur skila sér frekar til vöðvafruma en fitufruma.

 

Rannsókn sem beindist að offeitum unglingum í USA og neyslu á CLA var gerð sem náði yfir 12 vikna tímabil.  Einn hópur fékk lyfleysu daglega en hinn hópurinn fékk CLA daglega.  Í ljós kom minnkun á fituvef og aukningu á vöðvavef hjá CLA- hópnum en BMI stuðullinn breyttist hins vegar ekkert.  Sem þýðir að þyngdin hélst sú sama í báðum hópum en hlutfall vöðva jókst á kostnað fitu hjá CLA-hópi. 

 

Til þess að fá CLA í gegnum fæðu þyrfti að innbyrða ósköpin öll af mettaðri fitu til að fá inn dagsskammt af CLA sem eru 4,5 g.  Það er því gáfulegra að taka CLA inn sem bætiefni.

 

CLA er mjög vinsælt bætiefni í fitness-heimum og fær mjög jákvæða dóma frá bæði vaxtarræktarköppum og lyftingagellum.

 

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill - og einmitt fræðslan sem ég þurfti núna  

Ég náði mér í prótein til Sigga í dag (súkkulaði) og hlakka rosaleg til að prófa (varst þú ekki að tala um prótein-sjeik eftir æfingu og fyrir svefn?).

Ég er búin að taka það í mig að byrja á próteininu og prófa það í einhverja daga til að sjá hvernig það fer í mig áður en ég prófa eitthvað annað.. en CLA er næst á dagskrá. Ég er alveg sannfærð um að það er bara gott fyrir mig. Aðalástæðan fyrir því að ég fer svona varlega er sú að það er mikið um alls konar ofnæmi í minni fjölskyldu (bæði fæðuofnæmi og annað) og ég vil því vera viss um hvar orsökina er að finna EF eitthvað fer illa í mig.

Bestu kveðjur og gangi þér vel í undirbúningnum fyrir fitness

Óla Maja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:03

2 identicon

Heyrðu mín kæra.. ég er búin að smakka próteinið - þvílíkt nammi  Ég blandaði það bara í vatn en setti banana útí eins og þú talaðir um og þetta var svo gott að ég fékk hálfgert samviskubit yfir því að borða þetta  Leið næstum eins og ég væri að "svindla" og úða í mig sætindum. Ég var samt ekki alveg viss um magnið af vatninu (vökvanum). Ég er ekki mjög klár í svona amerískum mælieiningum - 8-10 oz.. hvað er það mikið?

Svo langar mig að spyrja þig út í annað; heilsupönnukökurnar þínar sem þú settir á síðuna þína 26. sept.. þegar þú talar um hreint prótein.. þá ertu ekki að tala um duft eins og það sem ég var að kaupa - eða hvað?

Bestu kveðjur

Óla Maja (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:17

3 identicon

Einhver sagði mér að glútamín færi illa með lifrina? og kreatín...... hvernig er það??

Eva (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 01:21

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja!  Ég veit, manni finnst maður vera að svindla, prótínið er svo gott og tala nú ekki um þegar banani er kominn í líka.  Maður þarf eiginlega ekki að fá sér bragðaref lengur .  Ég slumpa alltaf á vatnsmagnið, ég nota lítið vatn en nota líka klaka, þá verður hann þykkari.  Keyptirðu hreint prótín eða með kolvetnum?  Ef það er með kolvetnum skaltu ekki taka þetta fyrir svefn heldur bara eftir æfingu. 

Eva!  Hef aldrei heyrt að kreatín fari illa með lifrina en hins vegar hefur verið talað um að of mikið magn geti hugsanlega haft áhrif á nýrun.  Þess vegna er ráðlagt að fólk taki tarnir af kreatíni í 12 vikur og svo 4 vikur pásu.  Aldrei heyrt neitt neikvætt um glútamín... bara jákvætt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 08:34

5 identicon

Sælar,

Á maður að taka þetta og Omega 3/6/9 mannstu þú varst að tala um hvort að það væri of mikil fita. Ég hef tekið 1 cla og 1 omega uppá síðkastið ?

 Kv,

Elsa

Elsa (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:18

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég hef einmitt verið að spá í þessu fyrir ykkur með Omega og CLA.  Þið eruð að fá of mikið af Omega 6 ef þið takið hvoru tveggja saman.  Ég held að það sé betra að skipta þessu niður, taka fullan skammt af Omega 1x á dag og svo fullan skammt af CLA 1x á dag.  Eða halda ykkur bara við Omega og þegar það er búið að byrja þá á CLA.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 08:36

7 identicon

Okay sensagt best bara að taka annað hvort held að dagskammtur af Omeganu sé 3 töflur per dag þannig að maður tekur bara það ?

elsa (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:48

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Byrjaðu á að taka bara Omega og sjáðu hvernig það virkar og svo þegar það er búið geturðu farið að tékka á CLA.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 13:44

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband