Ummæli frá ánægðum fjarþjálfunar-kúnna Röggu Nagla

"Ég hafði sambandi við Röggu Nagla eftir að hafa stunda líkamsrækt í tölverðan tíma án þess að ná sjáanlegum árangri. Hjá henni fékk ég skemmtileg og miserfið æfingaprógröm í hverjum mánuði, og góða leiðsögn í mataræði. Ég skrifaði matardagbók og æfingadagbók á hverjum degi, sem Ragga fór yfir og kom með athugasemdir, já og hrós þegar ég átti það skilið. Það var gott að leita til hennar ef mig vantaði aðstoð. Árangur kom fljótlega í ljós, ummálið minnkaði og viktin fór niður á við. Líkamsvöxturinn breytist og ég varð öll miklu stæltari. Sjálfsálitið hefur aukist og líður mér allri miklu betur. Ég lít ekki á að ég hafi verið í átaki hjá henni, heldur kennslu í að breyta um lífsstíl. Það er alveg frábært að hafa hana sem leiðbeinanda."

Aðalheiður Jónsdóttir, 36 ára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Já, get vottað að þetta gengur svona fyrir sig. Þessi litli herslumunur sem ég var búin að vera svo lengi að reyna að ná, hann kom loksins þegar ég tók einn mánuð hjá þér í fjarþjálfun

Mama G, 24.8.2009 kl. 09:23

2 identicon

Er bara orðin spennt að komast að;) Er á biðlista...

Unnur (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:31

3 identicon

Get tekið undir og vottað hvert orð af þessu, akkúrat þessi herslumunur sem upp á vantaði allir að spyrja hvað ég hafi eiginlega gert. Er ekki hissa á þessum biðlista veit að einhverjar af mínum kunningjakonum eru nú þegar hjá þér og fleiri á leiðinni :)

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:07

4 identicon

Við hjónin erum súper ánægð með þá þjónustu sem Ragga hefur veitt okkur og það er ómetanlegt að fá athugasemdir og allt það hrós sem hún gefur okkur. Við erum að taka þetta hægt en áreiðanlega og Ragga kann heldur betur að stappa í mann stálinu þegar hugurinn ráfar yfir í óuppbyggilegar hugsanir. Elsku Ragga við þökkum þér  kærlega fyrir frábæra þjálfun, matarprógram, eftirfylgni og eftirlit:) kv. Frú Anna og Herra Jón

Anna (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jahérna hér... grjótharður Naglinn klökknaði bara við þessi fallegu orð frá ykkur Mama G, Vala og hin nýgiftu Anna og Jón (innilega til hamingju með brúðkaupið). Ástarþakkir.

Unnur! Fer að koma að þér mín kæra... be afraid...be very afraid... hahahaha ;o)

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.8.2009 kl. 06:40

6 identicon

Hvað kostar að vera í fjarþjálfun hjá þér ??

Guðrún Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:49

7 identicon

er langur biðlisti hjá þér í fjarþjálfun

magga (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 13:07

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Guðrún: Þú finnur allar upplýsingar um fjarþjálfun Röggu Nagla hér: http://ragganagli.com/Ragganagli/fjarthjalfun.html

Magga! Það er c.a 2ja vikna bið eftir plássi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.8.2009 kl. 13:31

9 identicon

Ég get sko tekið undir öll þessi orð!! Á einum mánuði náðum við Ragga að skafa af mér smjörið svo ég yrði fín í brúðarkjólnum - og maður minn - ég var sko sátt í kjólnum mínum. Hefði aldrei getað þetta ein!

Mæli með naglanum - en já - verið hrædd! ;)

 kv. sú nýgifta ;)

Erla (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Erla! Innilega til hamingju með brúðkaupið mín kæra. Þinn árangur var ROSALEGUR, enda þvílíkur dugnaður að annað eins hefur ekki sést. Þegar fólk fer eftir öllu sem maður segir eins og stafur á bók og uppsker jafn ríkulega og þú það gerir mig svo hamingjusama. Hlakka til að sjá myndir.

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.8.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband