Flatulence

Naglinn lenti í óskemmtilegu atviki í ræktinni í gær Frown

Var að massa beygjurnar og þar sem ég er í miðju þungu setti þá fer prótínsjeikinn frá því um morguninn að gera óþægilega vart við sig.  Ekki hjálpaði til að vera með lyftingabelti reyrt inn að rifbeini og að sitja á hækjum sér með hlassið á herðunum og allt loft þrýstist niður í þarmana.  Án þess að neinum vörnum yrði komið við var afleiðingin heiftarlegur viðrekstur með tilheyrandi óhljóði.

Að sjálfsögðu vakti þetta atvik óskipta eftirtekt nærstaddra, bæði hjá þeim sem voru á bretti og í salnum enda hávaðinn vel yfir 60 decibelin, og varð starsýnt á mig en ég reyndi að halda kúlinu og lét sem ekkert væri og kláraði settið en blóðroðnaði auðvitað af skömm ofan á áreynsluna svo andlitið fékk á sig fjólubláan tón Blush.

Ég hef aldrei óskað mér jafn heitt að geta gert mig ósýnilega.

Veit einhver hvar maður getur fengið nýtt andlit??  Þá kannski get ég látið sjá mig aftur í ræktinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BBBWWWAAHAHHHHHAAAAHHHHAHAHHAHAHAHAHA.....nú hló ég upphátt!!! Greyið mitt...ég trúi því að þetta hafi verið hrikaleg lífsreynsla...þetta er örugglega eitt af því skammarlegasta sem maður getur lent í jafnvel þó þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi að þurfa að losa frá sér loft. Þú hefðir átt að hrópa hátt og snjallt: "1-0"

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:08

2 identicon

Hahahaha... já það hafa samt örugglega flestir lent í einhverskonar viðrekstri  i ræktinni, bara spurning hvort einhver annar heyrði það :P En þetta er svakalega neyðarlegt, sérstaklega fyrir okkur kvennfólkið ;)

Eva (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:23

3 identicon

hahahahaha ótrúlega fyndin saga!!!

Ég kíki reglulega í heimsókn hingað til þín en er ekki nógu dugleg að kommenta. Mjög skemmtilegir pistlar hjá þér.

Gangi þér vel með brúðkaupsundirbúninginn!:)

Kv.

Lena

Lena (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já frekar vandræðalegt móment... vindgangur er ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í í margmenni. Lyktin er eitt en öllu verra þegar óhljóð fylgir.

Lena! Takk fyrir það og takk fyrir að kíkja í heimsókn á síðuna. Nú erum við á lokasprettinum fyrir brúðkaupið enda ekki nema 8 dagar to go og blóðþrýstingurinn hækkar smám saman með hverjum deginum sem líður af spenningi og stressi ;-).

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 12:57

5 identicon

Æ, æ! Trúi því að þetta hafi verið neyðarlegt. Get samt ekki ímyndað mér að Naglinn láti eitt slíkt augnablik koma í veg fyrir mætingu í ræktina. Þú getur líka farið í dulargervi ..  

Á svo að fara að gifta sig? Vá.. það er bara allt í gangi hjá minni. Gangi þér vel með þann undirbúning ásamt öllu öðru

Óla Maja (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:43

6 identicon

Ætlaði að segja líka.. það er nú eiginlega merkilegt að svona skuli ekki koma oftar fyrir hjá manni í átökunum! Ég var t.d. í gær í ræktinni með tvo gæja fyrir aftan mig þegar ég gerði mínar squatting æfingar og varð einmitt hugsað til þess hvað það yrði vandræðalegt ef ég myndi nú senda eina þrumu yfir þá í rembingnum

Óla Maja (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:49

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja!

Yfirleitt næ ég nú að herpa saman og stjórna bombunum en í þessari aðstöðu kom þruman úr heiðskíru lofti varnarlaust.

Jú jú hnappheldan bíður mín um næstu helgi. Allt í gangi þessa dagana. Manni leiðist allavega ekki á meðan ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 16:12

8 Smámynd: Svandís Rós

Nei, þetta er sko ekki skemmtileg reynsla... en drepfyndið að þú skulir deila þessu með okkur hinum sem misstum af showinu!

Hvernig væri að fara skella inn myndum ... ég er svo forvitin að sjá hvernig svona stórir vöðvar líta út í afslöppun... tala nú ekki um hvað ég öfunda þig af hörkunni!

Og gangi þér vel næstu helgi!!! Bara spennandi

Svandís Rós, 7.9.2007 kl. 20:09

9 identicon

Hahahahaha............

Hrund (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 22:06

10 identicon

...p.s. var að sjá að Þrekmeistarinn er ekki fyrr en 10. nóv. Nægur tími til stefnu..úfff :)

Hrund (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 549216

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband