Prótín + Kolvetni = sönn ást

Það var mjög áhugaverður þáttur frá BBC á RÚV á mánudagskvöldið sem heitir "Matur er mannsins megin". 

Þar var gerð smá tilraun á því hvaða næringarefni halda manni söddum lengst. 

Þrír menn voru látnir fasta í nokkra klukkutíma og var svo gefið að borða, einn fékk pasta með kjúklingi (prótín), annar fékk eingöngu pasta (kolvetni) og sá þriðji fékk pasta með rjómasósu (fita).  Þeir voru svo spurðir reglulega hvort þeir væru orðnir svangir aftur og hvort þeir gætu hugsað sér að borða eitthvað fljótlega. 

Sá sem fékk prótín máltíð var saddur mun lengur en hinir tveir.  Hann borðaði líka minna en hinir tveir í næstu máltíð. 

Sá sem fékk fituríku máltíðina borðaði hins vegar mest í næstu máltíð.

Naglinn predikar mjög oft um mikilvægi þess að borða skammt af prótíni á móti skammti af kolvetnum í hverri máltíð og þessar óvísindalegu niðurstöður gefa þessu nöldri mínu aldeilis byr undir báða vængi. 

Við eigum að reyna að borða allavega 2 g af prótíni per kg af líkamsþyngd og dreifa því yfir 5-6 máltíðir dagsins.   Prótín hefur stjórn á insúlín flæði sem er losað út í blóðrás í kjölfar neyslu kolvetna.  Þannig er komið í veg fyrir það blóðsykursfall sem gerist þegar máltíðin samanstendur eingöngu af kolvetnum.  Þess vegna borðum við minna í næstu máltíð þar sem orkuflæðið er stöðugt yfir daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Mjög áhugaverður þáttur.  Engin ný sannindi með próteinið svo sem en gaman að sjá tilraunina :).   Eins þótti mér mjög áhugavert þetta með að ef borðaðar eru kalkríkar mjólkurvörur þá skilst fitan meira eða hraðar  út með hægðunum.  Skyrið er prótein og kalkríkt svo nú borðar maður það með enn betri samvisku.  Langar að hrósa þér fyrir þessa síðu, æðislega flott síða hjá þér, kíki oft á hana . KKVEÐJA Ester

Ester Júlía, 17.10.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Svandís Rós

Kíki hérna inn reglulega og sýg í mig fróðleikinn frá þér... keep up the good work!

Svandís Rós, 17.10.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Ester, þakka þér kærlega fyrir hrósið.  Og takk fyrir að kíkja í heimsókn, alltaf gaman ef einhver nennir að lesa blaðrið í mér .

Já það var margt athyglisvert sem kom fram í þessum þætti , til dæmis þetta með mjólkurvörurnar.  Mér fannst líka mjög athyglisvert sem kom fram í sama þætti fyrir nokkrum vikum þar sem þeir gerðu þeir tilraun með börn þar sem í ljós kom að þau skammta sér minna á diskinn ef þau skammta sér sjálf en þegar foreldrarnir gera það fyrir þau.  Þetta gæti skýrt eitthvað smotterí í sambandi við offituvanda barna í heiminum í dag

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það Svandís, og takk fyrir að kíkja í heimsókn .

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæll Helgi, og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Ekki misskilja mig, það var akkúrat minn punktur að tilraunin sem BBC gerðu var ekki vísindaleg, en ég var ekkert að fetta fingur út í aðrar tilraunir sem styðja þessa tilgátu né aðrar sem komu fram í þættinum. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.10.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 549248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband