Linur Nagli

Það hefur áður komið fram hér á síðunni að öl er böl enda örsjaldan sem Naglinn teygar mjöðinn.
Það var þó gert á gamlárskvöld og galeiðan stunduð langt fram á nýársdagsmorgun.
Mataræði nýársdags verður ekki rætt hér, því Naglinn er á fullu að bæla þann dag og allar sjö billjón kaloríurnar niður í undirmeðvitundina.

Djammið, sykurinn, svefnleysið og ólifnaðurinn sagði líka aldeilis til sín í ræktinni í dag.

Brennslan í morgun fer í sögubækurnar sem sú slappasta og frammistaðan á brjóst-æfingu seinnipartinn var vægast sagt ömurleg.
Reyndar svo ömurleg að Naglinn upplifði martröð hvers lyftingamanns.
Átti ekki séns í síðasta repsið í bekkpressunni og enginn að spotta.
Með stöngina boraða ofan í nýársbumbuna lá Naglinn eins og hvalur á þurru landi og gat sig hvergi hrært og lítið andað.
Maðurinn í bekknum við hliðina miskunnaði sig yfir Naglann og bjargaði frá ótímabærum dauðdaga.

Blóðrauð af skömm og súrefnisskorti reyndi Naglinn að afsaka sig við manninn en skömmin var samt á stærð við Síberíu því salurinn var fullur af fólki sem vafalaust urðu vitni að þessu atriði.

Ætli Naglinn megi ekki búast við fullt af hæðnisbréfum inn um lúguna næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl mig langaði að forvitnast..það eru svo margir sem stíflast af prótein inntöku...veistu um eitthvað sem hægt er að gera við því ??

bara ég (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:49

2 identicon

Ég er nokkuð viss um að þó þú frænka góð hafir lent í smá klikki í dag þá er ég nokkuð viss um fólkið sem var að horfa hefur átt þó nokkur svona klikk

Við ofurmennin verðum að eiga svona daga af og til svo venjulega fólkið sjái að við erum bara mannleg

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:31

3 identicon

Jahérna elsku Naglinn minn. Ég held að ef einhver hefur verið að fylgjast með þér þarna í ræktinni og hlakkað yfir óförum þínum, þá er ástæðan líklega fyrst og fremst öfund yfir frábærri frammistöðu þinni á öðrum stundum  Mér finnst þú aftur á móti bara hetja að mæta yfir höfuð í ræktina í þessu "ástandi".

Óla Maja (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Ester Júlía

Elsku naglinn minn. Ég sá þig í ræktinni í dag og gerði mitt besta til að ná augnkontakti en alltaf fórum við á mis. Isssss..þú brennir burt sykrinum á no-time..eins dugleg og þú nú ert! Og þú lítur rosalega vel út! Og það eiga allir við sama samviskubitið að glíma eftir hátíðirnar, ég er ekkert skárri sko..nema síður sé. Ætla ekkert frekar en þú að ræða hvað ég hef hesthúsað miklu síðasta mánuðinn! Og nú er bara að taka á honum stóra sínum og byrja upp á nýtt - ekki satt?! GLEÐILEGT ÁR OG ÁRAMÓTAKNÚS!!!!

Ester Júlía, 2.1.2008 kl. 22:58

5 identicon

Smá pæling; um daginn skrifaðir þú að þú hefðir "verið feit einu sinni"... hvað segir þú um þessar vangaveltur fólks í sambandi við "umfram skinn"? Held að það sé aðallega vandamál ef fólk léttist mikið/hratt en sumir segja að húðin jafni sig aldrei og því sé skurðaðgerð eina leiðin á meðan aðrir halda því fram að ef þú bara kemst í fantaform þá fylgi húðin með!? Rakst t.d. á þessa lesningu; http://www.bodyfatguide.com/LooseSkin.htm

Óla Maja (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þakka þér fyrir tipsin Helgi, en ég nota aldrei klemmur yfirhöfuð.  Það neyðir mann til að hafa stöngina beina allan tímann í lyftunni.  Ég lenti einu sinni í því sama þegar ég bjó í UK og reddaði mér einmitt út úr því með því að velta lóðunum af.  Maður er samt eins og hálfviti í öllu því veseni .

Ester! Sorrý að ég hafi ekki tekið eftir þér í gær.  Ég hef einmitt oft verið skömmuð fyrir að taka ekki eftir fólki í ræktinni, er alveg hrikalega einhverf alltaf á æfingu og fókusa bara á lóðin og tek ekki eftir fólkinu í kringum mig. 

Fannar! Takk fyrir hughreystinguna, við erum auðvitað ofurmenni og ofurmennin verða víst líka timbruð og mygluð .

Óla Maja! Ég hef sáralitla þekkingu á "umfram skinni", lenti ekki í því sjálf þegar ég grenntist.  Eina sem ég hef heyrt er að því eldri sem maður er þegar maður grennist því erfiðara er að fá húðina til að fara til baka því hún missir teygjanleikann með árunum.

bara ég! Ef þú stíflast þá ertu ekki að borða nóg af trefjum.  Passaðu að borða nóg af trefjaríku grænmeti eins brokkolí, blómkáli, zucchini, aspas, spínati og hörfræjum.  Eins er gott að bæta smá Husk við mataræðið, en það eru bara trefjar og fæst í apótekum.  Trefjar hreinsa til í ristlinum og hjálpa til við meltingu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.1.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 549196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband