Sigg og vöðvar

Naglinn vann með manni í Edinborg sem var að selja þekkt fæðubótarefni í hjáverkum. Maðurinn hélt ófáar lofræðurnar um duftið og stangirnar við okkur samstarfsfólk sitt og reyndi sitt ítrasta að fá okkur til að opna budduna. Eitt sinn lenti Naglinn í rökræðum við félagann þegar hann hélt því blákalt fram án þess að blikna að með því einu að drekka sjeikana og teið, og kjamsa á prótínstykkjunum þá myndu vöðvarnir stækka því maður væri að borða meira prótín en áður. Naglinn benti honum á að vöðvar stækka ekki með því einu að borða prótín heldur þarf lóðaþjálfun að koma til. Mataræði eitt og sér getur ekki stækkað vöðva, þeir þurfa vísbendingu til að stækka, og sú vísbending kemur með því að tæta niður vöðvana á æfingu. Vöðvar eru eins og sigg. Lyftingamenn og margir iðnaðarmenn eru með sigg í lófunum sem myndast þegar lófanum er stöðugt nuddað upp við hart yfirborð. Líkaminn fær vísbendingu um að mynda þykkari húð þar sem áreitið er sem mest til að verjast hörðu yfirborði. Sami mekanismi fer í gang þegar við lyftum lóðum. Áður en að vöðvi getur stækkað þarf hann að fá vísbendingu. Ef við áreitum vöðva með lóðaþjálfun, þá erum við að rífa þá niður og þeir neyðast til að stækka og styrkjast til að geta brugðist við þessu áreiti aftur. Þegar vísbendingin um að stækka vöðvana kemur, þurfum við hins vegar að hafa nóg af byggingarefni í líkamanum til að stækka þá fyrir næsta skipti sem hann mætir áreitinu. Byggingarefnið kemur úr prótíninu, en kolvetni og fita eru líka nauðsynleg til að ná sem bestum árangri. Það er því mikill misskilningur að halda að prótínríkt mataræði eitt og sér byggi upp vöðva. Alveg eins og siggið úr lófunum hverfur þegar við hættum að lyfta, þá hverfa vöðvarnir líka, alveg sama hvað við úðum í okkur miklu af prótíndufti. Pumpum lóðin gott fólk og borðum fjölbreytta fæðu sem innihalda öll næringarefni !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl, takk fyrir pistlanna þína sem eru fróðlegir, mig langar að spyrja þig. ég fæ mér alltaf próteinskhake þegar ég kem heim úr ræktini ég blæs umsvifalaust upp (fæ mikið loft í garnirnar) síðan mikið prump mér finnst þetta mjög óþægilegt, er einkvað sem þú mælir með (prótein) fram yfir annað. kv.gua

gua (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:56

2 identicon

Þessi félagi valdi ekki réttu manneskjuna til að halda þessu framm við. En þetta er eitthvað svo mikið nútíma samfélag ég meina taka eitthvað inn og sjá árangur. En eins og þú sagðir svo réttilega hérna fyrir nokkru að eini staðurinn þar sem að árangur er á undan vinnu er í orðabók.

Alltaf gaman að koma hingað og lesa hnitmiðaða pistla. Kem daglega hingað

sas (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:07

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gua! Því miður er prump óhjákvæmilegur fylgifiskur prótínneyslu, held að það upplifi það allir eftir neyslu prótínsjeika.  Allavega er ég stundum ekki húsum hæf .  Ég nota Scitec og Myoplex prótín, finnst minni vindgangur koma af Scitec en af Myoplexinu og held að það sé vegna þess að enginn laktósi er í Scitec.  Er dálítið næm fyrir mjólkursykri.  Þú þarft bara að prófa þig áfram í prótínhafinu sem er í boði og finna hvað hentar þér. 

SAS!  Einmitt, fólk elskar að heyra svona bábiljur um töfralausnir, því það nennir ekki í ræktina.  Takk fyrir hrósið og gaman að þú skulir koma í heimsókn

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 09:06

4 identicon

Hæhæ, var að lesa mér til um "carb cycle"  - finnst það dáldið sniðugt.. hvað finnst þér?

Hrund (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég geri "carb-cycling" sjálf og mæli eindregið með því.  Borða meira af kolvetnum á lyftingadögum, og low carb á cardio- og hvíldardögum.  Borða mest af kolvetnum í kringum æfingarnar og á morgnana. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 549248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband