Míní-bumba á mánudegi

Naglinn hagaði sér loksins eins og manneskja þessa helgi og hélt sig við eina svindlmáltíð á laugardagskvöldið og smá nammi á eftir, jafnvel þó hjónakornin væru uppi í sumarbústað þar sem allt snýst um át. 

Svo núna er bara míní-bumba á Naglanum á mánudegi.  Síðustu helgar hefur Naglinn nefnilega teygt nammidagana ansi langt fram á sunnudag og afleiðingarnar af þessum átveislum var síminnkandi fataúrval úr skápnum. 

Rass, læri, mjaðmir og kviður hafa stækkað svo um munar síðustu vikurnar og Naglinn sá meira að segja appelsínuhúð í fyrsta skipti í mörg ár. Það er að hluta til vegna þess að Naglinn er að reyna að stækka vöðvana og hefur því aukið kolvetnin og minnkað brennsluna og því sest eitthvað af ónýttri orku á vandræðasvæðin.  En vömbina og síðan rassinn má samt að stærstu leyti rekja til óhóflegra nammidaga undanfarið.  Þeir eru nefnilega ótrúlega fljótir að skemma árangur vikunnar. 

Eins og hefur verið drepið á í fyrri pistlum þá á líkaminn auðveldara með að vinna úr sukkinu þegar fitu% er lág.  Þá er líkaminn ekki eins næmur fyrir insúlíni.  En eftir því sem líkamsfitan er meiri því meiri áhrif hefur sukkið á vöxtinn og til lengri tíma.

Naglinn hefur reynsluna af þessu.  Þegar fitu% var agnarsmá rétt eftir mót gat Naglinn gúffað í sig heilu bílförmunum af mat og nammi og það eina sem gerðist var að vöðvarnir sáust bara betur.  En eftir því sem kílóin hlaðast utan á skrokkinn og fitu% hækkar í off-seasoninu því erfiðara finnst Naglanum að höndla mikið svindl.  Bumban er mætt "med det samme", andlitið eins og á hamstri með troðfulla sarpa og Naglinn kjagar í stað þess að labba í nokkra daga eftir nammidagana.

Nú ætlar Naglinn að taka á honum stóra sínum og halda þessu striki í nammidögunum og hætta þessu gegndarlausa áti um helgar.  Bakaríisferðir hafa verið aflagðar eftir stutta endurvakningu enda fer brauðmeti ekki vel í Naglann, og er líka hættulegt því Naglinn á erfitt með að hætta að borða slíkt góðmeti og endar því iðulega með 7 mánaða óléttubumbu.  Sama gildir um morgunkorn, en það eru fáir sem slá met Naglans í Cheerios áti.  Þess vegna er best að sleppa bara svona "trigger" mat sem kallar fram "get ekki hætt að borða" genið Wink.

Off-season á ekki að þýða of mikið spek og mör þó einhver þyngdaraukning og jafnvel stærri brækur sé óhjákvæmilegt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 549178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband