On-season vs. Off-season

 

Off-season, bölking, uppbygging:

 

  • Hér er fókusinn á að byggja upp vöðvamassa og reyna að stækka sig sem mest
  • Þetta tímabil er yfirleitt 3-9 mánuðir
  • Fleiri hitaeininga er neytt til að hámarka vöðvavöxt 
  • Hversu margra hitaeininga þarf að neyta til að byggja sig upp er einstaklingsbundið
  • Kolvetnaneysla er aukin til að knýja æfingarnar áfram til að tryggja hámarks afköst
  • Kolvetni hjálpa til við að þrýsta prótíni inn í vöðva til uppbyggingar og viðgerða
  • Brennsluæfingar minnkaðar og sumir hætta því jafnvel alveg
  • Fleiri hitaeiningar og færri brennsluæfingar stuðlar að auknum vöðvavexti
  • Einhver fitukíló fylgja óhjákvæmilega auknum hitaeiningum og færri brennsluæfingum
  • Þungar lyftingar til að byggja upp vöðva
  • Fáar endurtekningar (6-10 reps): bæta styrkinn og byggja upp vöðva
  • Mikið um "compound" lyftur til að bæta sem mest af vöðvamassa
  • Lengri hvíldir milli setta til að ná hámarks lyftum í setti
  • Mataræðið ekki eins strangt: ávextir, mjólkurvörur, sósur, dressingar, o. fl leyfilegt á þessu tímabili
  • Svindl er leyfilegt 1-2 x í viku

 

 

 

 

On-season, kött, skurður:

 

  • Hér er fókusinn á að skera niður fituna til að vöðvarnir sjáist sem best en á sama tíma viðhalda þeim vöðvamassa sem náðist að byggja upp á off-season tímabilinu.
  • Þetta tímabil eru yfirleitt 12-15 vikur
  • Kolvetnaneysla er minnkuð
  • Hitaeiningar eru skornar niður smám saman fram að móti.  Hversu mikið er einstaklingsbundið.
  • Prótín haldast eins eða jafnvel aukið pínulítið til að koma í veg fyrir vöðvarýrnun
  • Brennsluæfingum fjölgað
  • Fastandi brennslu yfirleitt bætt við prógrammið
  • Sumir taka brennsluæfingar 2 x á dag
  • Ennþá hægt að byggja upp vöðva en að mjög takmörkuðu leyti samt
  • Lyft þungt til að halda áfram að byggja upp vöðva
  • Fleiri endurtekningar (10-12 reps): byggja upp vöðva
  • Styttri hvíldir milli setta
  • "Compound" lyftur en bætt við meira af "isolation" æfingum til að skerpa á vöðvum
  • Mataræðið strangara og ýmislegt köttað út, t.d mjólkurvörur, ávextir, sósur, dressingar
  • Öllu svindli hætt 8-12 vikum fyrir mót

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Flottur pistill   Gaman að sjá þetta og sjá hvað fólk gerir þetta mismunandi. 

Þegar þú talar um allt svindl, ertu þá líka að tala um "nammi"daga?  Ég hætti því 2 vikum fyrir mót..... þurfti einhvernveginn bara á þessum dögum að halda til að "hressa" upp á brennsluna.  Er ekki viss um að ég myndi meika að vera án þeirra í 8-12 vikur, fjúff!

Audrey, 9.5.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já er að tala um nammidaga = svindl.  Ég hætti nammidögum 5 vikum fyrir mót en hefði þurft að hætta þeim fyrr, eftir á að hyggja . Sumar hætta 12 vikum fyrir mót.  Það fer bara eftir hvernig skrokkurinn er.  Ég er með fáránlega þrjóskan líkama sem rígheldur í spekið , svo ég ætla að droppa svindlinu mun fyrr næst.  Þú ert greinilega ein af þeim heppnu sem getur leyft þér að svindla mun lengur *öfund*

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:37

3 identicon

HÆ Ragga ég fylgist alltaf með þessari síðu hjá þér, hún er mjög skemmtileg og fróðleg, mig langar svo til að spyrja þig hvort þú værir til í að sýna 1-2 daga í dæmigerður cutti fyrir mót, langar svo að sjá hvernig það er?

Inga (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Audrey

Hætta fyrr?  Þú náðir þér nú helvíti langt niður í fitu% síðast!

Ég fékk mér meira að segja Brynju ís á keppnisdag, mér var sagt að ég hefði bara gott af því í kolvetnahleðslunni.  Og það var í fyrsta skiptið sem mér hefur fundist Brynju ís góður

Audrey, 9.5.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 549223

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband