Fat but fit

Það má ekki líta framhjá því að grannur maður er ekki alltaf í góðu formi. Það er mjög algengt að grannir séu svokallaðir “skinny-fat” þar sem fitan sest að mestu leyti á innyfli og það getur verið mjög hættulegt heilsunni og aukið líkurnar á alls kyns kvillum. Þeir sem eru grannir en hreyfa sig ekki eru til dæmis í áhættuhópi á að fá hjartasjúkdóma, alveg eins og þeir sem eru of feitir og hreyfa sig ekki. Maður sem er grannur og hreyfir sig ekki stendur verr að vígi þegar kemur að áhættu á lífsstílssjúkdómum en of þungur maður sem hreyfir sig reglulega. Þeir sem eru þykkir þurfa ekki endilega að vera óhraustir eða í lélegu formi. Það skiptir auðvitað máli hvort umfram þyngd sé í formi fitu eða vöðva. Það kemur ekki nógu skýrt fram í þessari rannsókn aðgreining of þungra eða of feitra. Þeir sem eru með mikinn vöðvamassa geta flokkast sem of þungir skv. BMI stuðlinum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda á að betra sé að meta fólk eftir mittismáli en BMI og má því gera ráð fyrir að þátttakendur hafi verið flokkaðir skv. BMI. Mittismál og fitumæling segir okkur hvernig þyngdin er samsett en ekki BMI. Það sem skiptir mestu máli er að hreyfa sig reglulega, því hreyfingin er sá þáttur sem minnkar líkur á hjartasjúkdómum og tengdum kvillum. Það er hins vegar ennþá hætta á sykursýki þó að maður hreyfi sig en er enn of þungur. Mataræðið skiptir þess vegna alltaf máli, þvi það er lykillinn að því að halda sér í kjörþyngd og halda hlutfalli fitu í líkamanum í lágmarki.
mbl.is Helmingur feitra hefur hraust hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Þú ert svo dugleg að svara okkur öllum hér á síðunni þinni... ótrúlegt, takk, takk

Freistast því til að skella annarri spurningu á þig, ég er ca 20% fita, 54 kg, 167 cm og 35 ára (jæja þá er ég búin að opinbera mig!!) Er að reyna að koma fituprósentunni niður og bæta við vöðvum. Væri í lagi fyrir mig að drekka Myoplex Diet drykk á kvöldin?  Ég verð oft ansi svöng á kvöldin og á þá til  að detta í sætindin. Ég nota Kreatín fyrir og eftir æfingu og prótein líka eftir æfingar. 

kveðja,

Dyggur lesandi


Dyggur lesandi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ertu þá að tala um á kvöldin eftir kvöldmat?  Ég mæli ekki með því seint á kvöldin, fáðu þér frekar hreint prótín ef þú verður svöng á kvöldin og þá helst casein prótín sem er hæglosandi og veitir líkamanum amínósýrur yfir nóttina.  Passaðu líka að borða reglulega yfir daginn, þá áttu ekki að finna fyrir hungri á kvöldin.  Það er yfirleitt merki um að hitaeiningaþörf dagsins sé ekki uppfyllt.

Gangi þér vel.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.8.2008 kl. 09:13

3 identicon

Flott grein hjá þér :)... Það er allt of mikil pressa á að fólk sé bara grannt (óháð því hvernig formi það er í) í samfélaginu eins og það er í dag.

Bjarki (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það Bjarki.  Það er óþolandi hvernig fjölmiðlar og tískan hefur hyglt undir hinn granna vöxt, og sett samasem merki milli þess að vera grannur og að vera hraustur.  Þarna er svo langur vegur frá.  Þessir grönnu eru nefnilega mjög oft í lélegu formi því þá vantar hinn félagslega hvata til að hreyfa sig, eins og hinir þykkari sem nota yfirleitt hreyfinguna til að verða grennri.  Þannig styrkja þeir hjarta og æðakerfið sem og stoðkerfið um leið án þess að stefna sérstaklega að því. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.8.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 549174

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband