Hnébeygjur og bakverkir

Bakverkir tengdir hnébeygjum er mjög algengt.
Sumir rúnna mjóbakið þegar þeir gera hnébeygjur, jafnvel án þess að taka eftir því.

Þetta getur valdið ýmsum vandamálum til dæmis eiga þeir erfitt með að fara “rass í gras” og/eða finna fyrir bakverkjum þegar beygjur eru framkvæmdar.

Þetta getur gerst af ýmsum ástæðum og fer eftir takmörkunum hjá hverjum og einum.

Hér eru nokkur dæmi sem gætu haft áhrif á frammistöðu:

Stuttir/stífir hamstring vöðvar (aftan læri)
Stuttir/stífir rassvöðvar
Aumir bak extensorar
Ójafnvægi í stífleika milli mjaðma og bak extensora
Léleg samræming í vöðvum miðjunnar (core)
Léleg tækni

Mjög oft er um að ræða ójafnvægi í því hversu stífir vöðvar í mjöðmum (rass, hamstring) og baki eru. Yfirleitt eru stærri vöðvar stífari en minni vöðvar.
Oftast er um að ræða mikinn stífleika eða veikleika í stórum mjaðmavöðvum eins og rassi og hamstring. Það má sjá þegar hnén detta fram á við, þá eru quadriceps (framanlæri) að taka yfir.

Ágæt leið til að meta hvort hamstring og mjaðmir séu stíf/veik er þegar erfitt reynist að lyfta öðrum fæti upp fyrir 90° án þess að rúnna mjóbakið.
Eins er mjög algengt að mjóbakið sé ekki nógu sterkt.

Lausnin felst því í að gera viðeigandi svæði sterkara og að teygja vel á þeim svæðum sem eru stíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragga, hnébeygju æfing var gerð einmitt í dag og náði ég því miður ekki að klára hana þar sem ég fékk geðveikan krampa í hamstring. Hvað veldur því?

Takk fyrir fróðleikmolana ;)

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:41

2 identicon

Mér finnst ég oftast rekast á það að fólk hafi bara ekki nógu góða hreyfistjórn til að gera hreyfinguna rétt, þ.e. það kann ekki að beygja frá mjöðmunum og ofnotar bakið.  Þetta á við í nánast öllum æfingum þar sem þú þarft að beygja þig fram eins og réttstaða, ólympískar, róður osfrv.

Svo er líka algengt að fólk sé ekki með nógu sterka rassvöðva og bognar því í mjóbaki  til að búa til "betri" vogararm til að geta lyft þyngdum sem það hefur ekkert erindi í að vera að taka.

Haukur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva! Krampi getur komið af ýmsum orsökum. Ofþjálfun á vöðva eða þreyta, skortur á kalíum, röng líkamsbeiting o.s.frv.

Alveg sammála þér Haukur, það er alltof algengt að sjá fólk ofnota bakið í stóru æfingunum: beygjum, deddi, o.s.frv Alltof margir sem virkja ekki rassvöðvana, það þarf að skjóta honum vel aftur, stíga vel í hælana, og fókusa á að nota rass og ham en detta ekki inn í bakið eða quadsana.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.12.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband