Appelsínu hafragrautur

Skammtur af haframjöli

1 tsk rifinn appelsínubörkur

1 tsk appelsínudropar eða kreista nokkra dropa úr appelsínu eða 1 tsk ósykraður appelsínusafi

Vatn (magn fer eftir hversu þykkan graut menn vilja: minna vatn = þykkari grautur)

 

Haframjöl, vatn, appelsínudropar og rifinn appelsínubörkur sett í pott og látið sjóða.  Þegar suðan kemur upp, setja 2-3 skeiðar af Husk og hræra vel.  Bæta vatni út í ef grauturinn verður of þykkur.

Best að láta standa í pínu stund áður en borðað til að fá appelsínubragðið vel fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef það ekki í mér lengur að kvitta ekki  samviskan nagar....

Kem hingað reglulega, og hef gert í nokkrar vikur. "Ráfaði" hingað inn af einhverri slysni og setti í favorites.... Finnst frábært að lesa það sem þú hefur að segja og ráðin þín hjálpa mér mikið í minni rækt.

En eins og ég sagði þá finnst mér ég vera eins og einhver "þjófur" að lesa hér og skilja ekki einu sinni eftir mig kveðju..... sem er hér með komið til skila

Kveðja frá áhugasömum lesanda á Akureyri

Hulda (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl og blessuð Hulda, og kærar þakkir fyrir að kíkja í heimsókn.  Frábært að röflið í mér gagnist einhverjum .  Gangi þér rosa vel í þinni líkamsrækt, og ef þú ert með einhverjar spurningar þá skellirðu þeim bara í athugasemdakerfið og ég reyni að svara eftir bestu getu .

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:01

3 identicon

Hún Hulda ýtti undir samviskubit hjá mér...kíki hér inn á hverjum degi...það er nú það minnsta sem maður getur gert...það er að þakka fyrir sig... 

Takk takk

Kveðja

Jóna 

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:32

4 identicon

Ummmm.... þennan VERÐ ég að prófa. Er samt ekki ennþá orðin leið á þessum "gamla" góða sem þú sagðir einu sinni frá hér á síðunni og ég hef bara borðað á hverjum morgni síðan og þar hefur magaveiki, hálsbólga, þynnka eða ferðalög ekki haft nein áhrif á þann fasta lið í tilverunni. Er semsagt orðin hafragrautarfíkill - thank's to you

Óla Maja (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Jóna, og takk sömuleiðis fyrir að kíkja í heimsókn. Alltaf gaman að "sjá" ný andlit hér.

Óla Maja! Ég veit það, maður verður háður hafragrautnum, hann er bara snilld og ekki spillir gríðarleg hollustan fyrir.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.2.2008 kl. 19:20

6 identicon

hæ hæ hvað er þetta Husk??

                    kveðja Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:45

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Husk eru trefjar og fást í apótekum.  Er í grænum og hvítum pökkum.  Hjálpar rosa til við meltinguna .

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 08:43

8 identicon

frábært ég í Apótekið

Sibba (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:27

9 identicon

Takk, takk. Alltaf að kíkja á þig, þorði ekki annað en að kvitta í þetta skiptiðSkemmtilegasta síðan á mbl blogginu og fróðlegasta. Takk fyrir

Dísa (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:47

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Dísa,  Kærar þakkir fyrir hrósið .  En síða er víst til lítils gagns ef ekki eru lesendur svo ég þakka þér sömuleiðis fyrir að kíkja í heimsókn .

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 14:08

11 identicon

Góð hugmynd að setja appelsínubörk í grautinn. Þegar að ég áttaði mig á að hafragrautur þarf ekki að vera eins og veggfóðurslím fór ég að prófa mig áfram með grautargerð og hef búið mér til nokkra varianta. Appelsínubörkur verður prófaður í fyrramálið. Ég er búin að setja grófu hafrana mína í skál ásamt vatni, sólblómafræjum og appelsínuberki. Þar kúra þeir í nótt og bíða þess að vera settir inn í örbylgjuofn meðan að ég klæði mig og pota linsunum í augun.

Hvernig er það með Naglann, setur hann mjólk út á grautinn sinn?

P.s Er sammála þér með Husk, það er frábært fyrir garnirnar. Ég tek það reyndar stundum inn í hylkjum. Kaupi það þá með Acidophilus.

Lokka (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:18

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nei Naglinn getur víst ekki borðað mjólkurvörur, en set sojamjólk stundum í staðinn, eða hræri prótíndufti í vatn og helli út á grautinn.... það er algjört nammi

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 14:17

13 identicon

Jaso. Mér finnst líka gott að setja sojamjólk út á graut. Hvaða próteinduft finnst þér best? Mér finnst þau svo svakalega misgóð, á erfitt með að ímynda mér próteinduft út í vatn sem nammi.

Lokka (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:42

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú hefur greinilega ekki smakkað Scitec prótein.  Það er algjör suddi það er svo gott.  Ég var búin að prófa þau mörg prótinduftin, en já sæll!! eftir að hafa prófað Scitec þarf ég ekki að svindla lengur..... svona nánast .  Vá ég hljóma eins og auglýsing .

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 549248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband