Mistök í mataræði 2. hluti

 Í fyrsta pistli um mistök í mataræði talaði Naglinn um mistökin að skera hitaeiningar of dramatískt niður.  Í þessum pistli ætlar Naglinn að tala um aðrar öfgar í mataræði.

Þegar fólk forðast fitu eins og heitan eldinn.

Mataræði sem felst í að núlla eitt næringarefni algjörlega út er aldrei vænlegt til árangurs.  Fita, kolvetni og prótín eru heilög þrenning, og líkaminn höndlar það illa ef eitt þeirra er algjörlega skorið út úr mataræðinu.  Mataræði sem felst í litlum sem engum kolvetnum eða engri fitu ætti að forðast eins og heitan eldinn, sérstaklega þeir sem vilja byggja upp fallegan líkama og halda góðri heilsu.  Eðlilegt er að skera út óbjóð eins og smjör, kjúklingaskinn, djúpsteiktan mat og feitt kjöt til að hugsa um heilsuna og hafa stjórn á innbyrtum hitaeiningum.  Hins vegar getur hræðslan við fitu gengið út í öfgar og fólk fer að forðast ALLA fitu. 

Í örvæntingarfullri leit að helköttuðum skrokki er eingöngu neytt fitulausra prótíngjafa, t.d eggjahvítur, hvítur fiskur og prótínduft.  Restin af hitaeiningum koma vanalega úr kolvetnum eins og hrísgrjónum, grænmeti og ávöxtum sem innihalda nánast enga fitu svo fólk er ekki að neyta neinnar fitu í mataræði sínu.  Þetta eru stór mistök því engin fita hefur slæm áhrif á testósterón framleiðslu líkamans sem getur truflað getu líkamans að halda í vöðvana meðan á megrun stendur.  Við vitum öll hvað vöðvarýrnun þýðir,  jú, hægari brennsla sem gerir okkur enn erfiðara fyrir að losna við mörinn.

Betri leið er að borða smávegis af eggjarauðum á dag, t. d ein rauða á móti 4-5 hvítum, og magurt kjöt nokkrum sinnum í viku.  Hvoru tveggja inniheldur kólesteról í litlu magni sem kýlir upp testósterón framleiðslu líkamans, en er ekki hættulegt heilsunni.  Einnig er nauðsynlegt að borða feitan fisk nokkrum sinnum í viku, t. d lax, silung, túnfisk, makríl, síld, og sardínur til að fá Omega - 3 fitusýrurnar.  Ekki má gleyma hnetum og möndlum sem eru frábær uppspretta Omega-6 fitusýrunum.  Báðar þessar nauðsynlegu fitusýrur hjálpa líkamanum að brenna burt líkamsfitunni og gera hann virkari í að nýta fituna úr fæðunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Sæl Ragga,

Þú segir ein rauða á móti 4-5 hvítum.

Þú átt væntanlega við einhvern sem er í stífri þjálfun, hann getur væntanlega gefið einhverjum öðrum rauðurnar sem hann borðar ekki.

Ég var alinn upp við að henda aldrei mat, það væri á móti mínum prinsippum að skola þeim niður um vaskinn.

Kári Harðarson, 14.2.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Svandís Rós

Þú rúllar!

Er farin að æfa aftur og farin að taka mataræðið í gegn... og á 2 vikum eru 3,5 kg. farin.

Æfi reyndar heima, sippa og lyfti og geri allskyns kúnstir ;)

Pistlarnir þínir gefa mér góða mynd af mataræðinu... takk takk.

Svandís Rós, 14.2.2008 kl. 11:37

3 identicon

Og ekki má gleyma afbragðs uppsprettum af fitu eins og hráum möndlum og hnetum. Var ég búin að segja þér hvað ég elska hnetusmjör. Ég eeeeelska það. Ein skeið af hreinu prótíni og tsk af hnetusmjöri, hrein sæla.

ingunn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já Kári, þú gætir gert samning við veitingahús og gefið þeim rauðurnar í Bernaise sósu.

Svandís!  ´Frábært að þú sért komin af stað og glæsilegur árangur .  Vertu áfram dugleg skvís.

Góð ábending Ingunn, takk fyrir það, bæti því inní.  Þarf að hrista af mér þessa hnetusmjörs fóbíú og koma í klúbbinn þinn .

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 13:13

5 identicon

Jahá, gaman að villast hingað inn, enginn smá fróðleikur hér á þessari síðu!

Ertu að æfa í world class? Er ekki frá því að ég hafi spottað þig um daginn þegar þú varst að taka þröngan bekk ;) öflug stelpa!

kristín arna (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 01:51

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kristín Arna!  Jú það passar ef þú ert dökkhærð með fallegt bros , þá varstu svo góð að spotta mig um daginn.  Þú ert nú sjálf algjör nagli, hef séð þig taka ansi vel á því niðurfrá.  Alltaf gaman að sjá konur eins og þig sem þora að pumpa almennilega, það er því miður alltof sjaldgæf sjón.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 08:45

7 identicon

Það væri gaman ef Húslega Hrafnhildur myndi láta vita þegar hún er ekki sammála...ég hef svo gaman af skemmtilegum rökræðum

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hún lét vita að hún væri ósammála færslunni um bolludag, ég nenni nú ekki að rökræða svoleiðis hluti, hún hefur sína skoðun á því máli og ég mína, og allir sáttir .

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 549166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband