Pumpaðar í drasl

Naglinn heyrði á tal nokkurra unglingsstúlkna í ræktinni. Þær voru að pumpa bíseppinn með léttustu lóðunum sem var auðvitað alltof létt svo þær sveifluðu járninu og minnstu munaði að Naglinn fengi eitt slíkt tvinnakefli í hausinn. Ein þeirra var nú samt með 5 kg og hinar voru fjólubláar af hneykslan og húðskömmuðu greyið vinkonuna. Baneitraðar athugasemdir dundu á aumingja stúlkunni: "Ég ætla sko ekki að verða mössuð, þess vegna lyfti ég bara létt. Ég skil ekkert í þér að vera að lyfta svona þungt. Þú verður alltof stór og vöðvuð." Hvenær ætla kynsystur mínar að átta sig á að við höfum einfaldlega ekki hormónabúskapinn í að verða vöðvatröll. Ekki nema að þær séu með bílfarma af vaxtarhormónum og rasskinnarnar fullar af sterasprautum verða þær ekki eins og trukkabílstjórar á einni nóttu með því að lyfta þungt. Við kvenpeningurinn erum því miður þannig af guði gerðar að það tekur okkur óratíma af lyftingum og gríðarlegt magn af mat til að bæta á okkur kjöti. Ef það væri nú bara jafn auðvelt og þessar skvísur halda að verða massaður með því að lyfta þungt þá væri Naglinn líklega á stærð við einbýlishús. Þessar gellur gætu hins vegar fengið fallega vöðva, fallegar línur og brennt meiru yfir daginn ef þær voga sér að pumpa meira en 5 kg lóðin. Var einmitt að ræða þetta við einn einkaþjálfara í World Class um daginn sem sagðist vera orðinn svo þreyttur á að útskýra það sama fyrir hverri einustu konu sem kæmi í þjálfun til sín....þið verðið ekki massatröll á því að lyfta!!! Konur! Hættið þessu kjaftæði og takið almennilega á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrheyr!!!!

Nanna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:51

2 identicon

Já er alltaf að heyra þetta sjálf. Sjálf tek ég frekar þungar þyngdir og finnst það eiginlega bara gaman. En er alls enginn massi Stelpur eru eitthvað svo svaðalega hræddar við að verða massi. Ég tek sjálf eftir því að sumar eru að sveifla kg lóðinu fram og tilbaka..

Vöðvar eru foxy allavega þessir litlu sem við fáum 

Eva (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:12

3 identicon

Nei ég skil heldur ekki þessa ofsahræðslu við að verða "massaður". Ég lyfti engum rosalegum þyngdum en horfi öfundaraugum á þá sem það gera (konur jafnt sem karla) og ætla mér að komast þangað. Ég tek massaða kroppa fram yfir horaða og slappa eða þykka og slappa... anyday.

Hvað segir Naglinn annars um rauðvínsdrykkju? Á orðið rosalega auðvelt með að neita mér um kók og sælgæti, kökur, sósur og allt svona "bras".. en mér finnst ógurlega gott að fá mér 1 og 1 rauðvínsglas.. Er ég að skjóta mig í fótinn með svoleiðis?

Óla Maja (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva og Óla Maja! Nákvæmlega!! vöðvar á konum eru bara sexý, og konur sem þora að taka almennilega á því eru mestu töffararnir .

Óla Maja! Nei, þú ert ekki að skjóta þig í fótinn með einu og einu rauðvínsglasi.  Það er meira að segja fullt af andoxunarefnum og sagt að það sé gott fyrir hjarta og æðakerfið .  Mundu bara að það er mikið af sykri í víni og í hverju grammi af alkóhóli eru 7 hitaeiningar.  Eitt glas öðru hvoru skiptir engu máli, en þegar glösin eru orðin 2-3 á hverjum degi sem má fara að hafa áhyggjur

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Er stanslaust að reyna að leiðrétta þetta mál við konur.....gengur samt hægt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:40

6 identicon

Takk elsku Naglinn minn.. og skál

Óla Maja (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Glæsilegt að heyra.  Bara töffarar sem lyfta þungt .

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 549221

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband