Tútturnar massaðar

 

Í tilefni af því að Naglinn er með sperrur dauðans í brjóstinu ætla ég að fjalla aðeins um brjóstæfingu gærdagsins, muninn á æfingunum og hvaða vöðva þær virkja.

 

Byrjað var á flatri pressu með lóð

 

Hér er virkjaður miðhluti brjóstkassans, en þessi æfing reynir einnig á neðri og efri hluta brjóstkassans að nokkru leyti. 

 

Aðferð:  Flatur bekkur notaður í þessa æfingu.  Leggstu aftur á bekkinn með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa fram.  Fætur eru kyrfilega fastir við gólfið og spyrnt í hælinn.  Rúnnaðu bakið pínulítið þannig að brjóstkassinn þrýstist upp á við, en herðablöð og rass eru föst við bekkinn allan tímann.  Í byrjunarstöðu eru handleggir útréttir fyrir ofan brjóstkassann.  Lóðin látin síga niður á miðhluta brjósts og pressað upp aftur í boga þar til lóðin mætast uppi.

 

Næst tók Naglinn hallandi pressu með lóð

 

Hér er virkjaður efri hluti brjóstkassans, en einnig miðju hlutann.

 

Aðferð:  Bekkur stilltur í c.a 45 °.  Leggstu aftur með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa fram.  Handleggir eru útréttir fyrir ofan höfuð í línu við höku.  Láttu lóðin síga til sitthvorra hliðanna þannig að í neðstu stöðu séu þau mitt á milli efsta og miðju hluta brjóstsins.  Lyftu þeim svo upp með smá bogahreyfingu aftur í efstu stöðu.

 

Þriðja æfingin var hallandi pressa með stöng:

 

Þessi æfing tekur einnig á efsta hluta brjóstkassans, sem og miðju hlutann.

 

Aðferð:  Bekkur stilltur í c. a 45 °.  Ef þér finnst æfingin taka of mikið á miðju hluta brjóstsins ertu með bekkinn of neðarlega, en ef þér finnst hún taka of mikið í axlirnar ertu með bekkinn of ofarlega.  Leggstu aftur og taktu stöngina af rekkanum.  Axlabreidd á milli fóta sem eru fastir við gólf og spyrnt í hæl.   Axlabreidd milli handleggja,  handleggir útréttir fyrir ofan efsta hluta brjóstkassa.  Láttu stöngina síga hægt og rólega þannig að hún snerti efsta hluta brjóstkassans.  Pressaðu svo upp í beinni línu.

 

Fjórða æfing dagsins var svo flug með lóð 

 

Hér er verið að skerpa betur á brjóstvöðvunum en þessi æfing er einangrandi æfing.  Naglinn tók þessa æfingu á flötum bekk, en hana má einnig gera í hallandi bekk til að virkja betur efri hluta brjóstkassans. 

 

Aðferð:  Lagst niður með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa að hvor öðrum, eins og þegar við klöppum.  Handleggir eru útréttir fyrir ofan brjóstkassa, og smá beygja í olnbogum allan tímann.  Brjóstkassa er þrýst upp á við en mjaðmir og herðablöð eru föst við bekkinn allan tímann, og fætur fastir við gólf og spyrnt í hæl.  Lóðin látin síga hægt út til beggja hliða með bogahreyfingu.  Í lægstu stöðu mynda handleggir og líkami stafinn T.    

 

Fimmta æfing voru dýfur.

 

Þessa æfingu tekur Naglinn bæði fyrir brjóst og þríhöfða.  Dýfugræja er notuð til verksins.  Bæði er hægt að gera hana með stuðningi og án stuðnings.  Til að virkja brjóstið betur en þríhöfðann skaltu halla þér fram á við á leiðinni niður.  Þegar þessi æfing er hins vegar gerð til að virkja þríhöfðann skaltu halda líkamanum í beinni stöðu í gegnum alla lyftuna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar að þú ert að taka pressu m/ lóð, bæði hallandi og flata, hversu langt niður ferðu í pressuni?

Palli (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég fer aðeins niður fyrir 90°, mér finnst ég ná meiri dýpt í hreyfinguna þannig.  Ég veit hins vegar að margir, t.d Jay Cutler, fara bara niður í 90°.  Þú nærð meiri sprengikrafti með að fara styttra, en mér finnst ég taka betur á því með að fara aðeins dýpra

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 08:34

3 identicon

Já ég er sammála með að fara dýpra, persónulega fer ég nánast eins djúpt og ég kemst, finnst það rífa betur í.

Palli (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 549231

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband