Sögustund

Verð að deila með ykkur glóðvolgri sögu úr ræktinni sem gerðist í gær.

Í upphitun á brettinu fyrir fótaæfingu dauðans tók Naglinn eftir þekktri kraftlyftingakonu á næsta tæki.  Sú er búin að vera lengi í bransanum.  Naglinn hefur nokkrum sinnum séð hana æfa í World Class en aldrei talað við hana, bara dáðst að henni úr fjarlægð. 

Svo fer Naglinn að massa beygjurnar og sú sterka fer að taka bekkinn skammt frá.  

Nemahvað... að eftir þriðja sett Naglans í beygjunum kemur sjálfur reynsluboltinn yfir og segir: " Þetta þykir mér gaman að sjá.  Alvöru átök.  Það er ekki algengt að sjá konur taka svona beygjur." 
Naglinn sem kann ekki að taka hrósi, hvað þá frá frægum átrúnaðargoðum, beyglaðist í keng, roðnaði og stundi upp úr sér einhverju hljóði sem átti að vera "Takk."  Blush
Sú sterka hélt áfram:  "Ég er nefnilega í kraftlyftingum."
Naglinn: "Já ég veit hver þú ert."
Sterka: "Nú höfum við hist."
Naglinn: "Nei, ég er bara aðdáandi."  (hefði betur sleppt því að segja þetta, nú heldur hún að ég sé psycho stalker Woundering)
Sterka:"Og hvað er svo markmiðið?" 
Naglinn: "Að komast upp í 100 kg."
Sterka: "Nei, ég meina með að keppa.  Þú ættir alvarlega að hugsa um að keppa, verandi að taka þessar þyngdir á æfingu þá átt þú fullt erindi í keppni."

HA!! Naglinn fékk bara pínulitla fullnægingu við að heyra þetta.... og það frá þessari konu.  
Það verður nú að viðurkennast að kraftlyftingakeppnir hafa kitlað Naglann lengi, og Löggan hefur verið ötul baráttumanneskja þess að Naglinn taki þátt. 

Svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér á næstu misserum.  
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keppa!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hehe... ég vissi að þú myndir styðja þá hugmynd .  Ég er alvarlega að velta þessu fyrir mér og stefni á eitthvað mót annaðhvort í sumar eða einhvern tíma eftir fitnessið í nóvember.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 10:30

3 identicon

Ekki amalegt að fá svona komment

Þú veist að þú ert allavega með klapplið fyrir hvaða keppni sem þú ferð í

Anna María (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:59

4 identicon

Ég tek undir með Hirti og ekki síður með Önnu Maríu  Ég verð í klappliðinu

Ég er annars með eina litla spurningu í dag. Ég fer beint upp úr rúminu þessa dagana til að brenna og brenni því á fastandi. Hversu lengi eftir æfingu á ég að borða og hvað er þá best að ég fái mér? (þú manst að ég er fíkill á "hafragrautur-a-la-Ragga-nagli")

Óla Maja (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Anna María og Óla Maja!  Takk fyrir það sætu konur , ég legg til að þið verðið í klappstýrubúningum með "pom-poms" og æfið eitthvað fimleika atriði.

Óla Maja! Bíddu í 30-40 mín.  Ekki mikið lengur en það, og hafragrauturinn er það allra besta á morgnana.  Ekki gleyma samt að fá þér eitthvað prótín með, t.d eggjahvítupönnsu með 4-5 hvítum og 1 rauðu.  Þá ertu komin með morgunmat eins og fitness liðið borðar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 11:52

6 identicon

Líst vel á að þú prófir að keppa.... passaðu bara að gera það ekki of nálægt fitness keppni svo þú lendir ekki í leiðinda meiðslum og veseni... ;)

Nanna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:21

7 identicon

hahaha ... þetta hefur verið bara eins og ef þú kæmir upp að mér og segðir mér að fara að keppa í fittness!

Þú átt eftir að standa þig vel í kraftlyftingunum

Fær maður ekki að vita hver þessi iconic kona er? *forvitin*

Snjólaug (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nanna! Nei ég ræddi það einmitt við hana, myndi ekki keppa á niðurskurðartímabili. Svo annaðhvort í sumar eða eftir fitnessið.... hhhmmm

Snjólaug! Takk fyrir það skvís. Jú jú, þetta er Gry Ek.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vona að þér sé sama , vísaði á síðuna þína sem mér finnst frábær.  Sjá mitt blogg

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 17:46

10 identicon

Það er bara svo frábært að fá svona hvatningu og að það séu einhverjir sem taka eftir öllu púlinu. Stundum langar manni svo t.d. að vera með í fitness eða einhverju en manni vantar bara smá hvatningu...    

Jana (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:28

11 identicon

Þetta er frábær síða hjá þér . Ég var að lesa færslu frá þér "Ertu ís í brauðformi" og datt í hug að spyrja hvaða æfingar á maður að leggja áherslu á ef maður vill styrkja fremri öxl og rotator cuff

Takk takk

Viktoría (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 15:19

12 identicon

Já, hvernig væri að prufa að keppa í kraftlyftingum?! væri bara snilld! myndir rústa því..

 Ég lenti einusinni í svona svipuðu dæmi, nema hvað það var fitness pía að segja að ég ætti fullt erindi í fitnessið ;)  (ekki frá því að fitnesspían heiti Ragga Nagli ;) )

Kristín Arna (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:01

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Fjóla!  Takk fyrir falleg orð og fyrir að vísa á bloggið mitt á síðunni þinni

Jana! Já það munar öllu að heyra svona, hvetur mann rosalega áfram.

Viktoría! Æfingar fyrir rotator cuff eru gerðar í "cables vél" og hreyfingin er eins og að opna og loka hurð.  Munar öllu að henda þeim inn í prógrammið, sérstaklega þegar maður er að pressa þungt. 

Kristín Arna!  Ef einhver á að fara í fitnessið þá ert það þú með þinn flotta skrokk.  Tökum æfingu saman fljótlega .

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 549169

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband