Naglinn á breskri grund

Góðan og blessaðan alle sammen.

Afsakið þögnina en Naglinn dvaldist í höfuðstað þeirra Englendinga um liðna helgi og var fjarri tækninni um stund.

Auðvitað var tekið á því í Lundúnaborg, og ásamt hamagangi í ríkisræktinni ákvað Naglinn að prófa Fitness First stöð sem er nýopnuð rétt hjá heimili NaglaSys til þess að taka fótaæfingu enda allt til alls þar fyrir slík átök: Hnébeygjur og dedd.

Í þetta skiptið er Naglinn því með tvær ræktarsögur, enda alltaf gaman að æfa þegar stóreygðir og opinmynntir Tjallar eru í kring. 

Í ríkisræktinni spurði Naglinn einn meðlim hvort lóðin væru pund eða kg.  
Félaginn svaraði að lóðin væru pund, og benti svo á kettlingaþyngdirnar og sagði: "Þú þarft því að deila með cirka 2 til að fá út þyngdina."  
Svipurinn á kauða var "priceless" þegar Naglinn pikkaði upp 50 pundin úr þunga rekkanum og tók pressu með lóð. 
Eftir annað settið kom hann yfir og sagði: "Ég hef aldrei séð konur lyfta þessari þyngd, ekki einu sinni þegar hér var "heavy weights room" í gamla daga."  

Í Fitness First borgaði Naglinn sig inn, og stúlkan í afgreiðslunni dró upp tímatöflu og hóf að þylja upp fyrir Naglann hvaða tímar væru u.þ.b að byrja. 
Naglinn hló í huganum, enda væri hægt að setja video af Naglanum í tíma á YouTube og ná miklum vinsældumLoL.
 
Naglinn tjáði afgreiðsludömunni að stefnan væri eingöngu tekin á lóðin. 
Hún hváði við og sagði: "Ohh, are you a bodybuilder?" 
Naglanum fannst þetta nokkuð kómískt, að gera ráð fyrir að allt kvenfólk sem lyftir séu í vaxtarrækt.  Þessi athugasemd stúlkunnar sagði Naglanum meira en mörg orð um hegðun breskra kvenna í líkamsræktarstöðvum. 
Það tók svo steininn úr þegar inn var komið og beygjurnar hamraðar, að þá komu tveir helmassaðir blökkumenn til Naglans og sögðust aldrei hafa séð konu í tækjasalnum, hvað þá að taka beygjur og hvað þá svona þungt.  Enda var Naglinn eina estrógen eintakið í salnum innan um haug af karlmönnum. 

Það er greinilegt að breskar kynsystur Naglans þurfa að fara að hysja upp um sig spandex brækurnar og koma sér af skíðavélinni og inn í sal að rífa í járnin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha já það er merkilegt hvað sumar konur eða stelpur þora ekki að koma nálægt lóðum. Ég lenti einmitt í smá rökræðum við einn "gáfaðan" frænda en þegar ég nefndi hvað það væri gott að lyfta og hversu kellingarnar yrði flottar með stinna kúlurassa heyrðist bara "ojjjjj massaðar kellingar, mér finnst ljótt þegar kellingar eru eins og Hulk" ....

Þær þyrftu nú að taka inn stera til þess.. hmm..

En allavega samræðurnar héldu áfram og var hann að tala um hversu helmassaður hann var þegar hann var úti að skokka í gamla daga, með geðveika upphandleggvöðva því það tekur svo á hendurnar að sveifla þeim fram og tilbaka...

ég átti ekki til orð.... hah

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

En ógeðslega fyndið... ég skellti upp úr við að lesa um mössuðu bíseppana af öllum sveiflunum í hlaupunum. Það væri gaman að hitta þennan frænda þinn og spjalla aðeins við hann um lyftingar. KONUR VERÐA EKKI RISASTÓRIR VÖÐVAHLUNKAR VIÐ AÐ LYFTA!!!! HLAUP GETA EKKI BYGGT UPP BYSSURNAR!!! Hann er greinilega ekki alveg með þetta á hreinu grey kallinn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.7.2008 kl. 21:27

3 identicon

Mér finnst alveg fyndið hvað konur eru hræddar við lóð!  Konur eru bara ekki þannig gerðar að þær verði að Hulk yfir nótt ;)  Konur eiga að hafa línur, það er bara töff!!!

Nanna (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 549166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband