Mýtur, rugl og kjaftæði sem fara í taugarnar á Naglanum - ekki fyrir viðkvæma

• Fólk sem segir “ég hef fitnað, ég þarf að byrja í ræktinni”. Af hverju segir enginn “ég hef fitnað, ég þarf að laga mataræðið” ??? Fitutap gerist ekki í ræktinni, það gerist við matarborðið.

• Fólk sem vill ekki taka þungt og fá reps af því “ég vil ekki massast, ég vil bara tóna” Hvað er að tóna??? Er það að missa fitu svo vöðvarnir sjáist? Hvenig ætlarðu að byggja upp vöðva með 15 + repsum? Áreitið sem þarf til að byggja upp vöðva er örvun á hröðu vöðvaþráðunum í gegnum þungar lyftingar (3-6 reps).

• Fólk sem hangir yfir þrekstiganum og tekur pínulítil skref á táberginu. Hvað ertu að þjálfa? Neðsta hlutann af kálfanum?? Þú brennir miklu meira á því að stíga vel niður í gegnum hælinn…. Work that booty!!

• Fólk sem setur hlaupabrettið í 15° halla og heldur svo í handföngin meðan það labbar, og hallar sér jafnvel afturábak. Þá ertu að taka tilgang hallans í burtu og brennir örugglega 40% minna en ef þú notar hendurnar og stígur vel í gegnum hælinn.

• “Fitna ég ekki af því að borða fitu?” Fita gerir mann ekki feitan. Líkamsfita er ekki það sama og fita í mat. Of margar hitaeiningar gera mann feitan, og algengast er að þær komi úr viðbjóðslegri mettaðri fitu og sykri hjá meðaljóninum. Góð fita hinsvegar er nauðsynleg fyrir fitutap, uppbyggingu og kemur við sögu í nánast allri líkamsstarfsemi. Af hverju eru þá ekki fleiri að borða góða fitu? Svo á fólk ekki í vandræðum með að gúffa í sig einni með öllu með mettaðri fitu fyrir allan peninginn.

• “Misstu 10 kg á 20 dögum”, “ Garanterað 6kg tap á 3 vikum” svona hljóða margar tímaritafyrirsagnir og auglýsingar um fitubrennslutöflur, megrunarkúra o.fl. Af hverju er fókusinn alltaf á kílóin? Þeir sem lyfta eiga erfiðara með að losna við kílóin, en sentimetrarnir hins vegar hrynja af með aukinni grunnbrennslu. Eru það ekki þeir sem skipta meira máli? Er kílóatalan tattúveruð á ennið á fólki? Nei, Hvaða andsk… máli skiptir þá hvað maður er þungur?

• “1500 hitaeiningar á dag til að missa fitu”. Er alveg sama hvort þú sért 110 kg karlmaður eða 60 kg kona? Eru hitaeiningar semsagt “one size fits all”? Eyðir stærri vél í bíl ekki meira bensíni? Það sama gildir um líkamann, stærri og þyngri líkami brennir meiru og þarf því meiri orku.

• “Ég verð bara extra-dugleg(ur) í ræktinni í næstu viku, þá er allt í lagi þó ég svindli á mataræðinu”. Það er ekki hægt að æfa af sér heila sukkhelgi eða 3-4 svindl á viku. Þá er einfaldlega verið að moka í botnlausa fötu og í besta falli stendur fólk í stað, en í flestum tilfellum fer það mörg skref afturábak í árangri. Hversu margir standa svo í raun við stóru orðin???

• Afsakanir!!! “Ég hef bara ekki tíma til að fara í ræktina.” Ekki það nei? Er brjálað að gera hjá þér kl. 0600? Sama fólk er yfirleitt á kafi í öllum sjónvarpsþáttum undir sólinni. “Mér finnst bara kjúklingur/fiskur/hafragrautur ekki góður á bragðið.” “Mér finnst svo leiðinlegt að borða kjúkling/fisk/eggjahvítur…” Eins og Gunnery Sergeant Hartmann sagði í Full Metal Jacket: "Were you born a fat, slimy, scumbag puke piece o' shit, Private Pyle, or did you have to work on it? " Fólk fær ekki bréf frá Hagstofunni sem segir að það sé orðið feitt og úr formi. Það gerist yfir langan tíma. Að ná lýsinu af sér krefst vinnu alveg eins og það tók vinnu að koma því á skrokkinn.

• Konur sem mæta málaðar í ræktina kl. 0600. Hvenær vakna þær eiginlega? Hver er eiginlega tilgangurinn? Ef þér er alvara með þjálfuninni þá svitnarðu eins og gylta á fengitímanum og viltu þá líta út eins og Jókerinn með maskaratauma? Eða ertu í ræktinni til að fara á skíðavélina í 20 mínútur og dúlla þér svo í boltunum á eftir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló..frábær pistill og gott spark í rassinn!! E.

Ella dk (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:10

2 identicon

sammála öllu nema að "dúllast á boltunum" þar sem ég nota sjálf boltana í erfiðar æfingar....en eflaust er fólk líka að dúllast á þeim og gera ekki neitt ! Allt of mikið um að fólk mæti í ræktina og geri í raun EKKI NEITT, hangi á stigvélinni, eða haldi dauða haldi í brettið og telji sig vera að gera góða hluti.

Ásdís (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:22

3 identicon

Flottur pistill...ég bíð alltaf spennt eftir þeim. Er svo sammála þessu með málninguna, hef nú séð þær 1 eða tvær sem er með það mikla stríðsmálningu að það jaðrar við að þær séu á leið á Thorvaldsen!! Jú og svo fann ég einu sinni varagloss á hlaupabrettinu....fannst það pínu absúrt.

Tinna Arnardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ásdís! Ég nota líka boltana í mörgum æfingum en ég er allt annað en að dúllast á þeim eins og svo alltof margir. Það vantar allt power í sumt fólk í ræktinni, það kalla ég að dúlla sér í boltunum.

Tinna! Maður þarf auðvitað að vera með gloss á brettinu, annars er lúkkið ónýtt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.6.2009 kl. 12:04

5 identicon

Love it.

Yndislegur pistill, og allt hverju orði sannara.

Næs að minna mann á þessa hlutu reglulega.

Í morgun upp úr kl 6 vað ég vitni af því að ein skvísan stökk af brettinu niður í klefa, púðraði sig yfir svitaperlurnar,lagaði hárið og bætti á glossið og hljóp aftur upp á brettið.

Magnaður andskoti. Ekki í fyesta skipti sem ég sé þetta!

Agnes (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 12:20

6 identicon

það vantar eitt!!! hinn sívinsæli friðþjófur eða símadruslan.... límt á rassgatið á sumum sem eru að æfa....

Björkin (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 12:37

7 identicon

Ég rétt komst í gegnum stærðfræði þrautina; summan af 7 og 9 :)

Sammála mörgu í þessari grein...

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 12:46

8 identicon

Amen, amen og amen

Allt satt og rétt, hvað er það að fara alltaf á vigtina fyrir og eftir hverja æfingu.  Fylgstu frekar með speglinum og þegar að maður er orðinn sáttur við líkamann sem að gónir á mann þar þá á maður að vera sáttur/sátt.

Þetta með málninguna þá eru strákarnir ekkert betri hef orðið vitni að því að einhverjir félagarnir eru að greiða sér fyrir átökin.  

Alltaf gaman að lesa pistlana þína haltu þessu áfram.

Ein spurning hvaða stöð fannst þér best þegar að þú varst í Köben?

SAS (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:25

9 identicon

Frábærir punktar hjá þér!

Skil alls ekki þetta með málinguna. Ég rétt man eftir að bursta tennurnar áður en ég mæti kl. 6.01

Svo finnst mér alveg merkilegt hvað margir taka magaæfingarnar sem hluta af teygjunum á eftir (í rólegheitunum).

Kveðja frá dyggum lesanda  

P.S. Ein pæling: Furðulegt hvað við erum dugleg að hrósa fólki þegar það grennist, en erum ekkert mikið að hrósa þeim sem eru duglegir í ræktinni og halda sér í góðu formi. Mér finnst viðhaldið nefninlega hörku púl og vinna

Greta (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:34

10 Smámynd: Soffía

Hehe, góð
Innlitskvitt

Soffía, 2.6.2009 kl. 18:02

11 identicon

alveg sammála einum hérna fyrir ofan með símana, skilja þá eftir í klefanum!!!

góður pistill, æðisleg lesning,er að spá í að prenta hann út og hengja upp í vinnunni og salnum :D

Sylvía (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:48

12 Smámynd: Mama G

Ekki gleyma þeim sem eru á kafi í kjaftagangi í miðju setti... alveg spurning um að svoleiðis fólk ætti að fara að bæta aðeins í lóðin hjá sér

Mama G, 3.6.2009 kl. 10:22

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Agnes! Er ekki í lagi?? Greinilegt að sumir eru í ræktinni í allt öðrum tilgangi en að taka á því. Af hverju ekki að fara bara á B5 í staðinn?

Björkin! Ekki einu sinni minnast á liðið með símann í rassvasanum. Er það virkilega svona important að það getur ekki án hans verið í eina klst á dag???

Hilmar! Takk fyrir innlitið frændi. Gott að fá smá heilaleikfimi af og til ekki satt?

SAS! Ég er ennþá í Köben. Æfi í FitnessDK í Frederiksberg, mjög fín stöð með allt til alls. Þær eru samt ekki allar jafn vel útbúnar, sumar eru t.d ekki með beygjurekka eða ólympískar stangir sem er náttúrulega bara dónaskapur.

Greta! Svo sammála með hrósið. Það er miklu erfiðara að viðhalda árangrinum en að ná honum. Hversu margir detta aftur í sama farið eftir átak (þoli ekki það orð) og jójóa fram og til baka í ummáli.

Soffía! Takk fyrir innlitið.

Sylvía! Endilega hengdu listann upp, gæti sparkað í rassinn á einhverjum þrekstiga-hangara eða útúrmálaðri skvísu.

Mama G! Fólk sem stendur á snakkinu í miðju setti getur alveg eins verið heima að prjóna. Ég get ekki hugsað um neitt í miðju setti nema hvenær það klárast.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.6.2009 kl. 11:16

14 identicon

Magnaður pistill Ragga  

Ég er alltaf á leiðinni að senda þér póst. Þarf að vinna í hausnum á mér þessa dagana því ég veit alveg að ég er að afsaka sjálfa mig í hel - bókstaflega

Bestu kveðjur til þín og takk fyrir pistlana, ég er ekkert hætt að lesa þrátt fyrir allt

Óla Maja (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:51

15 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja mín! Gott að "sjá" þig aftur mín kæra. Þú veist að mínar dyr standa alltaf opnar þegar þú ert búin með tiltektina í skallanum.

Heyrumst!

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.6.2009 kl. 16:52

16 identicon

hahah snilld tær snilld... !!! 

Heba Maren (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:59

17 identicon

Góður pistill.

En kannski óþarfi að skíta yfir fólk með síma í ræktinni. Við erum mörg sem mætum í ræktina þegar við erum á bakvakt og verðum að vera með síma á okkur.

Alla (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:55

18 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Alla! Þér er fyrirgefið með löglega afsökun fyrir símanum, skiljanlegt þegar síminn er vinnutæki. Alltof margir samt sem eru bara á tjattinu um innkaupalistann við makann í tólið á miðri æfingu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.6.2009 kl. 08:44

19 identicon

Áhugaverð lesning, sammála mörgu en mér finnst aðalatriðið að njóta þess að fara í ræktina og finna það gera eitthvað fyrir líkama sinn. Þú verður að athuga það að það fer líka fólk með allskyns sjúkdóma og veikindi á bakinu í ræktina og á kannski samkvæmt læknisráði að fara bara aðeins á skíðabrettið og dúlla sér svo í boltunum. Rólegar teygjur hennta sumum betur en eitthvert geðveikt trukk.

María (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:41

20 identicon

Sammála, áhugaverð lesning en tek jafnframt undir að fólk fer í ræktina á mismunandi forsendum..... dæmum ekki fyrirfram :-)

Harpa (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:22

21 identicon

Sæl Ragga og takk fyrir góða pistla sem ég les reglulega. Mig langar samt að bæta smá innleggi hérna við þessa umræðu. Ég er fötluð en langar samt í ræktina. Ég er sennilega ein af þeim sem hangi á göngubrettinu og held mér í - en það er vegna þess að ég slasaðist einu sinni alvarlega og þarf að halda jafnvæginu ef ég fer að ganga hraðar eða með meiri halla. En þetta er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég hræðist líkamsræktarstöðvar því ég er þarna fyrir sjálfa mig til að hreyfa mig eitthvað og þó það sé ekki nema að lyfta smávegis til að líða betur og styrkja mig smá. Málið er bara að allt of margir eru að gera annað en að hugsa um sjálfa sig og þeir eru að horfa á aðra: fólk eins og mig sem er ekki alveg nógu klárt á hlaupabrettinu eins og hinir eða gera hlutina öðruvísi. Ekki misskilja mig, það er ábyggilega fullt af fólki þarna sem er bara að "dúlla" sér en það er líka fullt af fólki sem hefur bara ákveðið þrek og ákveðna líkamsfærni og erum stimpluð sem "dúllarar" líka.

Annað þetta með símana: Í sumum störfum er nauðsynlegt fyrir fólk að hafa símann með sér. Þar sem ég vinn, fá lögreglumenn að fara í ræktina en þeir þurfa þá að hafa símann á sér allan tímann og vera undirbúnir undir útkall. Ég er ein af þeim sem er með símann á mér starfs míns vegna allan sólarhringinn því ef eitthvað kemur upp á, þá segi ég ekki bara "sorry, en ég var í ræktinni".

Bara smá vinsamlegt innlegg í góðan pistil. Keep on the good work :)

Lísa (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:38

22 identicon

Ágætist pistill hjá þér nagli! :)  Þó ég taki undir t.d. með Hörpu.

 En eitt það LANG mikilvægast í þessu ferli er að grái hlutinn sé með í för .. því annars getur maður allt eins sleppt þessu!  Ég er sko alveg búin að standa í því í mörg ár ... :S

  Aftur ræktin klukkan 6? sama og þegið ég væri þessi sem drukknaði í sturtunni ef ég mætti á þeim tíma.  Ég myndi aftur á móti vel nenna að mæta í ræktina um 130-2 um nóttina ;)

   Set síðuna í favorites áætt að kíkja inn annað slagið og fá smá pepp.

Ásta (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:55

23 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er ekki verið að tala um fólk sem er með líkamlegar hindranir, það er verið að tala um konur sem mæta málaðar í ræktina og dúlla sér til að skemma ekki meiköppið og greiðsluna. Ég biðst afsökunar ef þetta hefur valdið einhverjum misskilningi. Naglinn hefur aldrei gagnrýnt fólk sem meiðsla eða fötlunar vegna getur ekki tekið á því af fullum krafti. Þvert á móti hefur Naglinn í mörgum pistlum lýst yfir aðdáun sinni á fólki sem þrátt fyrir líkamlegar hindranir mætir í ræktina á meðan al-heilbrigðir sitja á rassinum heima. Lísa! Þú skalt ekki halda að fólk sé að gagnrýna þig í ræktinni, þvert á móti, það dáist að dugnaði þínum. Haltu þínu striki mín kæra, þú ert hetja í augum okkar hinna sem göngum á tveimur jafnfljótum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 07:57

24 identicon

Það er eitt 'fad' sem er að tröllríða landanum hér í USA og það er P90X... hefuru eitthvað kynnt þér það?? Væri gaman að fá að vita hvað þér finnst... Virkar dáldið strangt á mataræði og ég er ekki alveg að kaupa þetta til langs tíma. Hef reyndar séð fullt af fólki sem hefur náð fantaárangri en eins og ég segi, til lengri tíma litið, skiptir máli hvernig maður byrjar til að ná kílóunum af sér?

Birdiemay (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 549214

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband